Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 31
þá hugmynd að leggja fyrir sig mannfræði-
nám og stundaði það í heilan vetur. Þótti
henni það ákaflega áhugavert og þá eink-
anlega menningarmannfræði. Þannig var
hún komin með tvö fög sem hún hafði
lifandi áhuga á og þótti jafnvel mannfræð-
in enn hnýsilegri en bókmenntirnar.
Þegar þau hjón höfðu verið um kyrrt
tæpan vetur afréð Charles að flytjast til
Kanada. Hann var kominn á herkvað-
ningarskrá í Kóreu og gat ekki fengið
bandaríska innflytjendapappíra nema
hann færi til herþjónustu í Víetnam. Þá
varð Kristjana að hætta námi, þó hún ætti
skammt eftir í B.A.gráðu, og fór með
manni sínum til Kanada. Þau fluttust
fyrst í lítið þorp uppí fjöllum Bresku Kól-
umbíu, fyrir norðan Vancouver. Þar voru
fjórar indíánanýlendur og bjuggu þau í
litlum kofa rétt við jaðar einnar þeirra
(hvítir menn máttu ekki búa í indíánanýl-
endum). Þetta voru fyrstu kynni Kri-
stjönu af Kanada og indíánum. Charles
fékk vinnu við járnbrautirnar, en Kristj-
ana vann á kaffihúsum og við önnur störf
sem til féllu. Þennan vetur og allt næsta
sumar las hún allar þær klassísku bók-
menntir sem hún komst höndum undir,
fór öðruhverju til Vancouver og kom til
baka hlaðin bókum. Hún las öll verk
Dostójevskís, Túrgenévs, Zola, Balzacs,
Flauberts og margra annarra höfuð-
skálda. Þá loksins náði hún því valdi á
enskri tungu sem hún hafði stefnt að.
Eftir þetta fyrsta ár fluttust hjónin til
Vancouver þarsem Kristjana kynntist
danskri kaupsýslukonu. Hún flutti inn
danska tréskó sem um þær mundir voru
einkar vinsælir. Kristjana gerðist um-
boðsaðili hennar á vesturströndinni. Var
það mikið starf og margbreytilegt.
Þegar hér var komið sögu var Charles
orðinn innflytjandi í Kanada og gat hindr-
unarlaust farið til Bandaríkjanna. Þau
hjónin fluttust því aftur til Oregon og
héldu áfram námi. Foreldrar Kristjönu
voru nú ráðnir í að setjast að vestra. Krist-
jana hóf aftur bókmenntanám hjá Norris
fyrrum lærimeistara sínum, en í miðjum
klíðum varð hún ófrísk og varð að hætta
námi af fjárhagsástæðum. Hún eignaðist
soninn Eyvind og helgaði sig um sinn
heimilisstörfum og uppeldi sonarins.
Charles lauk meistaraprófi í hagfræði og
ætlaði í doktorsnám í Toronto. Það varð
úr að þau fluttust þangað. Kristjana varð
sér úti um næturvinnu, en annaðist Ey-
vind á daginn, meðan eiginmaðurinn
helgaði sig náminu.
Kristjönu þóttu þessar aðstæður ótækar
þegar framí sótti, sá framá að hún yrði að
engu með sama áframhaldi. Einn góðan
veðurdag flaug hún aftur til Oregon, flutti
inná foreldra sína með tveggja ára soninn
og lauk ársnámi fyrir B.A. á þremur mán-
uðum með ógurlegu viljaátaki. Móðir
hennar annaðist Eyvind. Kristjana sat á
skólabekk átta tíma á degi hverjum, en
hver skólatími útheimti að minnstakosti
tveggja tíma heimavinnu, þannig að lítið
varð um svefn, enda var henni allri lokið
þegar törninni linnti. Hún var orðin svo
aðframkomin þegar hún átti að skila síð-
ustu ritgerðinni, að hún komst naumast
milli húsa til að afhenda hana prófessori
sem bjó skammt undan.
Þegar hún var búin að jafna sig vaknaði
hjá henni sterk heimþrá til íslands, svo
hún sótti um kennarastarf við Eiðaskóla,
fékk það og fór með Eyvind litla heim til
Islands. A Eiðum kenndi hún dönsku,
ensku, mannkynssögu, landafræði, jarð-
fræði og veðurfræði. Hún kunni mjög vel
við sig á Austurlandi og náði góðu sam-
bandi við nemendurna, sem voru á sama
reki og hún hafði verið þegar hún kvaddi
Frón.
Eftir veturinn á Eiðum fór Kristjana til
Kanada sumarið 1975 og tók aftur saman
við Charles í Winnipeg. Hann hafði hætt
doktorsnámi þegar Kristjana kvaddi og
var farinn að starfa fyrir fylkisstjórnina í
Manitoba. í Winnipeg fór Kristjana í
meistaranám við Manitoba-háskóla. Eftir
árið fékk Charles starf í Saskatchewan-
fylki og Kristjana fór með honum til höf-
uðborgarinnar, Regina. En þegar hún
skipti um skóla varð hún að byrja uppá
nýtt. Hún las af kappi og fann sér nýjan
lærimeistara í nútímabókmenntum,
Dawson að nafni. Þegar hún hlustaði á
hann opnaðist henni alný veröld bók-
menntasköpunar. Það sem farið var yfir
var sérlega vel valið og vakti óskiptan
áhuga Kristjönu. Hún sótti eitt námskeið í
kanadískum bókmenntum, og svo ein-
kennilega vildi til að í þeim bekk voru
saman komnir fjórir eða fímm helstu rit-
höfundar fylkisins sem síðar urðu lands-
kunnir. Sjálfur var kennarinn einn af
bestu höfundum fylkisins og löngu lands-
þekktur. Kristjana var ekki farin að skrifa
af neinni alvöru, en tók þátt í umræðum
hópsins utan kennslust-
unda. Þannig komst hún
inní umhverfi rithöfunda
sem eru alveg sér á parti í
Saskatchewan.
ristjönu datt í hug að
gaman væri að taka
virkari þátt í þessu og samdi
nokkur ljóð, þegar hún var
búin að sannfæra sjálfa sig
um að hún vissi hvernig
standa skyldi að verki. Tvö
þeirra sendi hún tímariti í
Vancouver, Prism Interna-
tional, sem var virt bók-
menntatímarit. Henni kom
mjög á óvart að ljóðin voru
umsvifalaust birt, og
minntist þess sem gerst
haíði í leiklistinni. Hún hélt
áfram að senda ljóð til tíma-
rita um land allt og fékk þau
öll birt, þó hún þekkti ekk-
ert til fólksins sem í hlut
átti. Þetta var þeim mun
einkennilegra sem mörg skáld áttu í miklu
baksi við að fá verk sín birt.
Uppúr þessu fór hún að kenna enskar
bókmenntir við háskólann í Regina. Síðan
var haldin ráðstefna við háskólann þarsem
hún hitti David Arnason frá Winnipeg,
þekkt skáld ættað frá Gimli (bróðursonur
Teds borgarstjóra þar). Þegar hann
heyrði að Kristjana væri með bók í smíð-
um hvatti hann hana til að senda handritið
til Turnstone Press í Winnipeg, sem hann
átti sjálfur aðild að. Kristjönu leist ekki á
að verða kannski að bíða heilt ár eftir
svari, svo hún lauk við bókina, flaug til
Winnipeg og afhenti David handritið, bað
hann koma því til réttra aðila. Hann vildi
sjálfur lesa það og bað hana koma aftur að
þremur tímum liðnum. Hann var í mikilli
hrifningarvímu þegar hún kom aftur,
kvað handritið verða gefið út hið bráðasta
Þá vaknaði sterk heimþrá til íslands oghún kenndi einn veturá
Eiðum.
ÞJÓÐLÍF 31