Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 34

Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 34
HLJOMPLOTUR Johnny Clegg & Savuka: Cruel, Crazy, Beautiful World Vestrænt afríkupopp Johnny Clegg er maður með skrýtinn og fjölskrúðugan bakgrunn. Hann er fæddur í Rochdale, nálægt Manchest- er á Englandi. En móðir hans er frá Zimbabwe, en er samt sem áður hvít á hörund. Bjó hann í Englandi til sex ára ald- urs, en þá flutti hann ásamt móður sinni, en faðirinn hafði yfirgefið fjölskylduna, til Suð- ur-Afríku. 14 ára gamall tók hann upp gítarinn og síðan hefur tónlist átt hug hans all- an, þ.á.m. Zulutónlist. Árið 1976 stofnaði hann ásamt svertingja nokkrum Sipho Mchunu hljómsveitina Juluka (sem þýðir sviti á Zulu-máli). Hljómsveitin gaf út sjö breið- skífur sem allar seldust mjög vel í heimalandi þeirra. En Clegg er ekki bara tónlistar- maður, heldur var (og er sjálf- sagt enn) virkur andstæðingur Apartheid stefnunnar, lag hans um Nelson Mandela var á sínum tíma bannað í S-af- ríska útvarpinu. Á árunum 1982-3 hófst nýr þáttur í ferli Johnny Clegg þegar hann stofnaði hljómsveitina Savuka ásamt gömlum og nýjum fé- lögum. C.C.B.W. er þeirra þriðja breiðskífa og er tónlist hennar blanda af vestrænni popptónlist, afrískum ryþm- um og söngstíl. Ekki er þetta ósvipað formúlunni sem Paul Simon notaði á hinni marg- verðlaunuðu Graceland plötu sinni. Johnny semur og syngur flest laganna en svertingja- raddir setja einnig sterkan svip The Sundays: Reading, writing and arithmetic Ekki slæmir sunnudagar Það hefur verið látið ákaflega mikið með þessa bresku hljómsveit, sem nánar tiltekið kemur frá Bristol, og ensk tónlistartímarit hafa keppst við að hífa þennan kvartett upp á stjörnuhimininn, sem hefur þó ekki gengið neitt allt of vel því þau vilja fara hægt í sakirnar. Skynsamt fólk. Hljómsveitina skipa Harriet Wheeler(söngur), David Gavurin(gítar), Paul Brindley (bassi) og Patrick Hannan sem spilar á trommur. Hljómsveit- in byggir hvað mest á þeim tveim fyrstnefndu og hafa þau greinilega gleypt í sig áhrif frá hinum ýmsu tónlistarmönn- um innan nýbylgjugeirans og ber platan öll þess merki. Mörg laganna byggja á sterk- um „flæðandi“ gítarhljómum, sem eru síðan dyggilega studd- ir af sérstæðum og oft trega- kenndum söng , eins og í byrj- unarlagi plötunnar „Skin and Bones“, þar sem austurlensk- um áhrifum bregður fyrir í gít- arleiknum. Þetta eru semsagt burðarásarnir í tónlist „The Sundays“, en grunninn undir byggja bassi og trommur. Tónsmíðarnar eru margar hverjar áferðafallegar, fremur einfaldar en stundum er brugðið á leik varðandi útsetn- ingar eins og í laginu „Aíy fin- est Hour“, en í lokakaflanum kemur berlega í ljós hver stærsti áhrifavaldur söngkon- unnar er; Elizabeth Frazer úr hljómsveitinni „Cocteau Twins“, en hún gæti þess- vegna verið að syngja þennan lokakafla. Og þar finnst mér vera kominn veiki hlekkur plötunnar, áhrifin verða stundum allt of áberandi að það jaðrar við stælingu. En það má vissulega hafa gaman af sunnudögunum, þeir eru ekki svo afleitir.... 34 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.