Þjóðlíf - 01.04.1990, Síða 53

Þjóðlíf - 01.04.1990, Síða 53
VÍSINDI UMSJÓN: HÁLFDAN HÁLFDANARSON OG ÞURÍÐUR ÞORBJARNARDÓTTIR Vökvahemlar á reidhjól Áhugasamir hjólreiðamenn geta nú aukið tæknivæðingu reiðskjóta sinna með nýrri gerð hemla. Hemlakerfið er strokkur með bullu og himnu sem er áþekk því sem notað er í ýms- um flugvélum. Himnan er sterk, sveigjanleg og vökva- held, jafnvel undir miklum þrýstingi. Hún er þéttir milli bullunnar og strokksins. Bullan þrýstir á hemlakloss- ana með sexhyrndum fleini og hemlaklossarnir að framan eru Svælum þau, brælum þau, steikjum þau aftan við gaffalinn og því tekur hann á sig meginhluta átaksins þegar hemlað er, en ekki þol- inmóðurinn (boltinn gegnum framgjörðina) sem er talsvert veikbyggðari. Vökvahemlarn- ir eru ennfremur léttbyggðari en hefðbundið hemlakerfi. Uppfinningamaðurinn hefur nú selt einkaleyfi sitt til fyrir- tækis í Kaliforníu í Bandaríkj- unum. Hemlun með vökvahcmlun krefstmun minna átaks, þáþarf sjaldnar að stilla og þeir eru í alla staði öruggari en eldri gerðir hemla. Vitaskuldir Það tekur sameind aðeins billjónasta hluta úr sek- úndu að myndast og hún er jafnfljót að sundrast. Þrátt fyrir það má fylgjast ná- kvæmlega með sundrun t.d. natríumjoðsameindar. Það er gert með hjálp leys- igeislatækni. ★ Híbýli eru oft mengaðri en umhverfið úti fyrir. í loft- inu eru m.a. köfnunarefn- isoxíð, radon, ryk og reykagnir sem eru einkum skaðleg fyrir börn. Það er þó engin ástæða til að fyll- ast örvinglan. Vandann má leysa með því að opna glugga og lofta út. ★ Neðst í háum trjám er mörg hundruð kílóa þrýst- ingur á fersentímetra. Hann er nauðsynlegur til að knýja burð vökvasúl- unnar upp tréð, frá rótum til krónu. í sumum trjám berst vökvi upp trjástofn- inn með 4,5 km hraða á klst. ★ Meindýr láta í minni pokann fyrir miklum hita. Meindýraeyðir í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur tekið upp nýja aðferð til að eyða meindýrum í húsum. Hann færir sér í nyt þá staðreynd að mörg þeirra þola ekki hita um- fram tiltekið hitastig og hitar einfaldlega híbýli upp og eyðir meindýraflórunni þannig. Hann hjúpar húsin með segl- dúk, kemur fyrir própan- brennurum og blásurum inni og hitar loftið upp í u.þ.b. 66°C. Að fjórum stundum liðnum hefur hver krókur og kimi hitnað í um 50°C, sem er hærri hiti en t.d. kakkalakkar, maurar, flugur, mítiar, mölur og termítar þola. Meindýraeyðar hafa alllengi búið yfir þeirri vitneskju að nota má tiltölulega vægan hita til að útrýma skordýrum en hingað til hafa þeir látið sig hafa það að útrýma meindýr- um með því að úða hvers kyns skordýraeyðum, misjafnlega hollum fyrir menn. Kakkalakkar þola mun meiri geislun en menn en þeir deyja í hita sem er fullfrísku fólki vel bærilegur. Skýringin er sú að kakkalakkarnir geta ekki stýrt líkamshita sínum á sama hátt og mannslíkaminn sem einfaldlega svitnar og kólnar og heldur lífi, en kakkalakkinn deyr. Skaðlausir kæliskápar Uppfinningamenn í Lundún- um staðhæfa að þeir hafi hann- að nýja gerð kæliskápa sem ekki þurfi ósoneyðandi klór- flúorsambönd, t.d. freon, á kælikerfið. Þess í stað nota þeir própan, ódýrt og óskað- legt efni sem fyrir er í náttúr- unni og veldur því engum um- hverfisskaða (er umhollt). Því er haldið fram að própanið sé jafngott eða betra kæliefni en klórflúorsamböndin og kæli- skápar með því þarfnist minni orku til kælingarinnar en eldri gerðir. Helsti vandinn samfara notkun própans er hve eldfimt það er. Hugvitsmennirnir segja að lítil sem engin hætta sé á sprengingu þótt kvikni í skápunum þar eð svo lítið magn própans þurfi á kæli- kerfið. Hin nýja gerð ísskápa er í engu frábrugðin eldri gerð- um ef kælikerfið er undanskil- ið. Vitaskuldir Snúrulausar borvélar og órispanlegt gler í gleraug- um eru uppfindingar sem eru beinar afleiðingar tunglferða. Fyrsta snúru- lausa borvélin var notuð til sýnatöku á tunglinu og gler í hjálmi tunglfaranna var sérstaklega þunnt og hart. ★ íbúar í Pompej, sem hvarf undir öskuflóð við eldgos árið 79, borðuðu ekki val- hnetur. Þeir notuðu hnetu- hýðið til að lita ull og kjarn- ann til hárlitunar. ★ ÞJÓÐLÍF 53

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.