Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 59

Þjóðlíf - 01.04.1990, Blaðsíða 59
VIÐSKIPTI ALMENNINGSHLUTAFÉLAG í SMÁSÖLUVERSLUN Samvinnurekstur liðin tíð: Hlutafélag tekur við rekstri KRON—Hlutafélagsformið er betra í áhœtturekstri með mikla fjárþörf segir Þröstur Ólafsson framkvœmdastjóri Miklagarðs hf Samvinnurekstur á erfitt uppdráttar. I vor hættir KRON rekstri og hlutafélagið Mikligarður hf. yfirtekur allan verslun- arrekstur Kaupfélags Reykjavíkur og ná- grennis. Jafnhliða stendur yfir hlutafjár- söfnun og markmiðið er að safna 250 milljónum í hlutafé fyrir 1. maí „í fyrsta almenningshlutafélaginu sem stofnað er um samásöluverslun á höfuðborgar- svæðinu,““ eins og segir í dreifibréfi framkvæmdastjóra, Þrastar Ólafssonar. ndurskipulagning Miklagarðs hf. og yfirtaka á verslunum KRON er liður í baráttunni um matvöruverslun í höfuð- borginni. Á síðustu misserum hafa Mikli- garður og KRON farið halloka fyrir risan- um á markaðnum, Hagkaupum. Verslun- armiðstöðin Kringlan markaði þáttaskil og samvinnumenn hafa ekki fundið rétta mótleikinn. Eitt og annað hefur verið reynt. KRON og Kaupfélag Hafnafjarðar sameinuðust áramótin 1987-1988. Á þeim tíma var hernaðaráætlun samvinnumanna sú að berjast við Hagkaup á tveim vígstöðvum. Annars vegar að efla rekstur KRON, hvorttveggja með sameiningu við Kaupfé- lag Hafnafjarðar og útþenslu í Reykjavík. KRON átti að einbeita sér að hverfisversl- un og byggði þar á langri hefð. Hins vegar var móðurskipið Mikligarður, stofnað sem sameignarfélag árið 1983 af KRON, með það hlutverk að reka stórmarkað við Sund. Um tíma virtust samvinnumenn standa með pálmann í höndunum. Þegar sam- keppnin harðnaði komu aftur á móti í ljós takmarkanir samvinnuverslunar. Einn veikleiki samvinnufélaga opinberaðist þegar KRON keypti matvöruverslunina Víði í Mjóddinni haustið 1986. Það var gert til að tryggja hlutdeild í verslun Breiðhyltinga, sem búa í fjölmennasta íbúðahverfi borgarinnar. KRON varð að taka lán fyrir kaupunum á meðan hlutafé- lag hefði getað aukið hlutafé sitt til að mæta auknum umsvifum. Það er dýrt að taka lán og fjárfestingar KRON gerðu félaginu erfitt um vik. Reynt var að samþætta rekstur KRON- verslana og Miklagarðs en árangur lét á sér Þröstur Ólafsson framkvæmdastjóri. Fólki er boðin þátttaka í hlutafélaginu gegn vöruaf- slætti og sömuleiðis er höfðað til skattafrá- dráttar og væntanlegra arðgreiðslna. standa. Forráðamenn KRON og Mikla- garðs þóttust sjá fram á verulega erfiðleika ef ekki yrði gripið til róttækra aðgerða. Sú stefna var tekin að gera grundvallarbreyt- ingar á rekstrinum. Miklagarði var breytt í hlutafélag árið 1989. KRON eignaðist meirhluta hlutafjár eða 52 prósent, Sam- band íslenskra samvinnufélaga var með 30 prósent og Kaupfélag Suðurnesja, Kaup- félag Kjalarnesþings og Dráttarvélar hf. voru hvert með 6 prósent. — I áhættusömum rekstri með mikla fjárþörf er hlutafélagsformið betra en samvinnurekstur, segir Þröstur Ólafsson, framkvæmdastjóri Miklagarðs og KRON um stefnubreytinguna. Hlutafé Miklagarðs hf. var ekki mikið með tilliti til umfangs rekstursins, aðeins 15 milljónir króna. I vetur var skrefið stigið til fulls og stjórn KRON tilkynnti að hlutafélagið Mikligarður tæki yfir verslunarrekstur KRON, sem í framtíðinni yrði aðeins eignarhaldsfélag með hlut í Miklagarði. Jafnframt var hleypt af stokkunum hluta- fjársöfnun. Vilyrði fékkst frá fram- kvæmdastjórn Sambandsins um að það legði fram 100 milljónir í hlutafé. Sam- bandið vildi nota tækifærið og sameina Miklagarð hf. verslunardeild SÍS en for- ráðamenn KRON tóku það ekki í mál. Á fundi í byrjun apríl féll framkvæmda- stjórn Sambandsins frá sameiningarhug- myndum en setti það skilyrði fyrir hluta- fjárframlagi sínu að annað eins kæmi frá öðrum eða nýjum hluthöfum Miklagarðs. Forráðamenn Miklagarðs einbeita sér að tveim hópum í hlutafjársöfnuninni. í fyrsta lagi er leitað til almennings, þar af eru 17 þúsund félagsmenn KRON, og við- skiptavina. Fólki er boðin þátttaka í hluta- félaginu gegn vöruafslætti og sömuleiðis er höfðað til skattafrádráttar og væntan- legra arðgreiðslna. í öðru lagi er reynt að fá verkalýðsfélögin til að leggja fram hlut. Lífeyrissjóðir verkalýðsfélaganna eru margir hverjir digrir. Þar ber hæst Líf- eyrissjóð verslunarmanna sem undanfarin ár hefur keypt hlutabréf fyrir tugmilljónir í fyrirtækjum eins og Flugleiðum, Fjár- festingafélaginu og íslandsbanka. Enn er ekki útséð um hlutafjárkaup verkalýðsfélaga, hvort af þeim verður og þá hversu mikið þau munu leggja fram. — Við höfum sett dæmið upp þannig að enginn einn aðili geti náð meirihluta í Miklagarði hf. Við teljum það óeðlilegt og ekki í samræmi við markmið, sem er að Mikilgarður verði almenningshlutafélag, segir Þröstur Ólafsson. Á hinn bóginn er augljóst að KRON og Sambandið verða afgerandi stærstir hlut- hafa í Miklagarði hf. ásamt verkalýðsfé- lögunum, ef þau slá til. Samvinnufélög byggja á félagslegri þátttöku, ólíkt hlutafélögum sem stofnuð eru með fjárframlögum eiganda. Vagga kaupfélaganna er í dreifbýlinu þar sem bændur stofnuðu með sér samtök til að færa verslunina inn í landið og heim í hér- að. Elstu kaupfélögin voru stofnuð á síð- ustu öld. Á síðustu árum og áratugum hafa fé- lagsleg viðhorf mátt láta í minni pokann fyrir hörðum viðskiptasjónarmiðum og samvinnuhreyfingin ekki farið varhluta af þeirri þróun. Mótleikur samvinnumanna á höfuð- borgarsvæðinu er að stofna almennings- hlutafélagið Miklagarð til að reka næst stærstu samásöluverslunina í höfuðborg- inni. Spurningin er bara hvort almenning- ur sannfærist um ágæti framtaksins. -pv ÞJÓÐLÍF 59
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.