Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2009, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 16.04.2009, Blaðsíða 2
2 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN Í SUÐURKJÖRDÆMI Ragnheiður Elín Árnadóttir 1. sæti Kjartan Ólafsson 5. sæti Unnur Brá Konráðsdóttir 3. sæti Íris Róbertsdóttir 4. sæti Vilhjálmur Árnason 6. sæti Árni Johnsen 2. sæti www.xd.is Göngum hreint til verks Við ætlum að standa vörð um heimilin » Lækkum afborganir af húsnæðislánum um 50% næstu þrjú ár » Aukum vægi óverðtryggðra húsnæðislána » Höfnum nýjum sköttum » Rjúfum vítahring gjaldþrota og atvinnuleysis Við ætlum að standa með atvinnulífinu » 20 þúsund ný störf verði til á kjörtímabilinu » Nýtum auðlindir landsins » Tryggjum eðlilegt viðskiptaumhverfi » Fyrirtækin úr forsjá ríkisins » Gerum vaxtalækkun að forgangsatriði » Stöndum vörð um íslenskan sjávarútveg Olíudreifing ehf. og Varnarmálastofnun Ís- lands undirrituðu í síðustu viku samkomu- lag um afnot Olíudreifingar af olíustöðinni í Helguvík. Samningurinn er stærsti samn- ingur sem Olíudreifing hefur undirritað, þ.m.t. vegna skipakaupa, til þessa en með samningnum fær Olíudreifing afnot olíu- stöðvarinnar í Helguvík ásamt dælukerfi til Keflavíkurflugvallar til næstu 30 ára. Samningurinn er afurð verkefnis sem utanrík- isráðuneytið fól Ríkiskaupum að auglýsa á evr- ópska efnahagssvæðinu. Tilboði Olíudreifingar í verkið var tekið og Varnarmálastofnun var falið að semja um framkvæmd þess við Olíu- dreifingu. Meginmarkmið verkefnisins og þar með samn- ingsins er að tryggja samkeppni við eldsneyt- issölu á Keflavíkurflugvelli sem og að bjóða flutning eldsneytis til Keflavíkurflugvallar án þess að olíubílar séu notaðir til flutnings flug- vélaeldsneytis frá Reykjavík. Framundan er mikil fjárfesting Olíudreifingar á svæðinu. Þá þarf að ráðast í umtalsverð við- haldsverkefni. Margir af olíutönkunum í Helgu- vík hafa ekki verið í notkun til nokkurra ára og þá þarf að hreinsa. Það verk er þegar hafið. Þegar olíustöðin í Helguvík verður komin í gagnið að nýju má búast við því að umferð olíu- bíla um Reykjanesbraut verði hverfandi lítil og í raun aðeins þegar flytja þarf þotueldsneyti til Reykjavíkurflugvallar. Olíudreifing tekur við olíustöðinni í Helguvík Það voru þau Ellisif Tinna Víðisdóttir, forstjóri Varnarmálastofnunar Íslands og Hörður Gunnars- son framkvæmdastjóri Olíudreifingar sem undrrituðu samninginn í olíustöðinni í síðustu viku. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi Bárðarson Varnarmálastofnun leigir út NATO-mannvirki

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.