Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2009, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 16.04.2009, Blaðsíða 8
8 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Sparisjóðurinn auglýsir eftir umsóknum um styrki sem veittir verða félögum í Námsmannaþjónustu Sparisjóðsins í Keflavík. Námsmannastyrkir Sparisjóðurinn í Keflavík | Tjarnargötu 12 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 6600 | spkef.is Umsóknir sendist til namsmenn@spkef.is Styrkirnir eru þrír, hver að upphæð 150 þúsund krónur. Einungis námsmenn er lokið hafa framhaldsskólanámi eða sambærilegu og eru að ljúka námi á háskólastigi eða sambærilegu koma til greina. Umsóknum skal skila fyrir 20. maí nk. ásamt viðeigandi gögnum um námsferil og stuttri greinargerð um hvernig viðkomandi ætlar að nota styrkinn. Við leitum að hressu fólki til starfa (fæddu1992 eða eldra) við slátt og önnur verkefni á vegum sumarvinnu Sandgerðisbæjar. Leitum einnig að flokkstjórum (20 ára og eldri). Allar upplýsingar hjá Sverri R. í síma: 423-7500 eða email: sverrir@sandgerdi.is Sandgerðisbær er vímuefnalaus vinnustaður. Umsóknafrestur er til miðvikudagsins 29. apríl 2009 og skal umsóknum skilað á bæjarskrifstofu Sandgerðisbæjar, Miðnestorgi 245 Sandgerðisbær, eða rafrænt á www.sandgerdi.is Viltu vinna úti í sumar? Menningar- og sögutengd ganga í boði Grinda vík- urbæjar og Saltfiskseturs- ins verð ur laug ar dag inn 18. apríl og hefst kl. 13:00. Gangan hefst við Stóru-Bót með vígslu á sjötta söguskilt- inu sem sett er upp í Grinda- vík. (Rétt hjá stóra fjar- skiptamastrinu við þéttbýli Grindavíkur). Gengið verður með ströndinni að Virkinu og Engelskulág þar sem 15 Englendingar voru drepnir í Grindavíkurstríð- inu árið 1532. Síðan verður gengið yfir Rásina, ef fært er, í átt að gerði Junkara en þeir voru þýskir menn sem voru hér á 14. og 16. öld og ýmsar sögur fara af. Á Gerðavöllum má jafnframt sjá ýmsar minjar um búskap, stekk, rétt o.fl. Ým- islegt verður skoðað sem fyrir augu ber á leiðinni. Ómar Smári Ármannsson og Sigrún Franklín munu sjá um fræðsl- una. Gangan tekur 1-2 klukku- tíma með fræðslustoppum. Gengið er í grasi og sandi að mestu og því er gott að vera í góðum skóm. Allir á eigin ábyrgð. Gangan er liður í viðburða- og menningardagskrá Saltfiskset- ursins og Grindavíkurbæjar ´09 sjá nánar á www.grinda- vik.is Nánari upplýsingar gefur: Sigrún Jónsd. Franklín verkefnastjóri gsm 691 8828 sjf@internet.is Menningar- og sögutengd ganga um Gerðavelli - sögusvið Grindavíkurstríðs, Junkara og búskapar í Grindavík Mynd ÓSÁ: Hestarétt á Stóra-Skyggni. Um 200 manns gengu Bláalónshringinn á annan í páskum undir leiðsögn Sigrúnar Jónsdóttur Franklín. Veðrið var gott og allt gekk vel. Umhverfi Bláa lónsins býður upp á mikla fjöl- breytni og stórkostlega náttúru. Í lok göngu var boðið upp á tvo fyrir einn í lónið. Gangan var í boði Bláa lónsins og liður í viðburða- og menningardagskrá Grindavíkur ´09 200 manns í páska- göngu við Bláa lónið

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.