Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2009, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 16.04.2009, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 16. APRÍL 2009 17STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Tækifærin búa hér MENNTUN | NÝSKÖPUN | HEILSA | ORKA | LÍFSGÆÐI | LOGISTICS www.asbru.is Ásbrú er heilt samfélag sem rís á gamla varnarsvæðinu í Reykjanesbæ. Ásbrú snýst um hreina orku, þekkingu og nýsköpun, alþjóðlega samkeppnishæfni, nálægð við alþjóðasamgöngur, mannauð, húsnæðiskost, æðri menntun, rannsóknir og heilsu. Ásbrú er nýsköpun – þar býr framtíðin. „Það er mjög erfitt að synda Ermasundið fram og til baka. Sundið tekur langan tíma en vega lengdin er um 40 km aðra leiðina. Síðan þarf að reikna með sjávarföllum og straumum þannig að vega- lengdin getur í raun talist 60 km.“ Að sögn Hálfdáns er það ekki nýtt að fólk syndi fram og til baka þó það sé ekki eins algengt. Til eru þeir sem hafa synt fram og til baka tvisvar sinnum í röð, þ.e. fjórar ferðir. Eldey kitlar Strangar reglur gilda um sund- ferðir yfir Ermasundið. Til dæmis þarf að skila inn papp- írum um heilsufar og fólk þarf að hafa uppfyllt kröfur um sundtíma, líkt og flugnemar þurfa að safna flugtímum. Síðan þarf að fá til liðs við sig þá sem bjóða fram þjónustu sína með báta, útbúnað og þekkingu á staðháttum. Hálf- dán segir þá þætti skipta miklu máli hvernig til takist. Í undirbúningnum leggja þeir félagar megináherslu á að auka kuldaþolið. „Flest okkar eru góðir sundmenn þannig að tæknilega erum við vel undir þetta búin.“ En eru einhver æðri mark- mið en Ermasundið? „Persónulega getur hver og einn verið með sín markmið. Mig langar t.d. mikið að synda frá Vestamannaeyjum til lands. Drangeyjarsund er á stefnu- skránni í sumar sem liður í und- irbúningi fyrir Ermasundið. Ég horfi stundum út í Eldey og gæli við þá hugsun að þangað væri væri gaman að synda. Af því er ég best veit hefur eng- inn gert það, þetta er því mikil áskorun,“ segir Hálfdán. Fyrstur til að synda milli Skrúðs og lands Hálfdán er ekki óvanur því að takast á við spennandi áskor- anir. Hann synti fyrir þremur árum ásamt félaga sínum til lands úr Skrúð við Fáskrúðs- fjörð. Það var talið ógerlegt vegna mikilla strauma. Þetta hefur ekki verið leikið eftir. Hálf- dán segir að vegna þekkingar þeirra félaga og trillusjómanna á staðháttum hafi þeir fundið leið til að synda þetta sund. „Þetta var mjög sérstök 80 mínútna lífsreynsla. Straumarnir þarna eru gríðarlega sterkir, sjórinn kraumaði eins og grautarpottur og gat rifið óþyrmilega í mann. Ef við hefðum farið 20 mínútum seinna hefðum við ekki kom- ist þetta vegna sjávarfallanna þannig að við fórum á hárréttu augnabliki.“ Þeir hörðustu synda á veturna Hálfdán segir mjög áríðandi að fólk kynni sér aðstæður á hverjum stað áður en lagst er til sunds og gæti fyllsta öryggis vegna strauma. Útsogið geti verið mjög sterkt og hamlað því að sund mað ur inn nái landi. „Þegar fólk er búið að stunda þetta í einhvern tíma lærir það vel inn á þetta og hvaða staðir henta betur en aðrir. Reglan er sú að þú ferð aldrei í sjóinn einsamall. Við förum aldrei öðruvísi en hóp.“ Hálfdán og félagar undirbúa sund yfir Ermasundið í sumar. Myndir: Ellert Grétarsson. En er eitthvað hægt að stunda þetta á veturna? „Já, já, þessir alhörðustu synda á veturna líka. Síðan í haust hefur verið verið mikil aukn- ing í Nauthólsvíkinni. Menn eru að skella sér ofan í en að vísu ekki lengi í einu. Ég nenni ekki að aka til Reykja- víkur til að fara í sjóinn í hálfa mínútu þannig að ég fer þá bara hérna suðurfrá“, segir Hálfdán sem langar að kynna þetta tómstundagaman fyrir fleirum Suðurnesjamönnum í því skyni að stofna sundhóp. Hann segir marga staði hér á Suðurnesjum heppilega fyrir sjósund og þá sérstaklega Garð- skaga. Þeir sem hafa áhuga geta sent Hálfdáni Frey línu á foringinn@simnet.is.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.