Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2009, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 16.04.2009, Blaðsíða 12
12 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR - Í tilefni af 10 ára afmæli Snerta - Bakvinnslukerfi fylgir frítt með - verðmæti 84.000,- Iðndal 2 / Vogar / www.kassakerfi.is Sími: 511 2500 Grensásvegi 10 / Reykjavík / www.ejs.is Sími: 563 3000 Verð kr. 75.000 án vsk. * vélbúnaður ekki innifalinn í verði Touch Store SNERTA ÍSLAND ehf. Nú um helgina verða loka- sýningar hjá Leikfélagi Kefla- víkur á hryllingssöngleiknum Hin illa dauðu. Leikfélagið þurfti að leigja ýmsan tækni- búnað fyrir þessa sýningu og er leigutíminn útrunninn. Þetta verða því allra síðustu sýningar og lokatækifæri fólks til að sjá þetta frábæra verk sem hlotið hefur mikið lof gagnrýnenda. Sýningin tekur þátt í sam- keppninni um áhugaverðustu áhugaleiksýningu ársins hjá Þjóðleikhúsinu og tilkynnt verður í byrjun maí hvaða sýn- ing verður fyrir valinu. Leikfélagið mun að loknum þessum sýningum æfa upp leikritið Sex í sveit sem sýnt verður á einni stórri sýningu í Andrews Theater fyrir Flugger fyrirtækið þann 30. apríl nk. Eftir það munu félagar taka leikhúsið í gegn, mála, fara í gegnum búninga, flytja til dót, þrífa o.fl. skemmtilegt. Hauststarfið hefst svo að sjálf- sögðu eftir sumarfrí en þá verður að öllum líkindum ráðist í uppsetningu á barna- söngleik en leikfélagið fékk til þess styrk frá Menningarráði Suðurnesja. LOKASÝNINGAR á hryllingssöngleiknum HIN ILLA DAUÐU í Frumleikhúsinu Fimm grunnskólar á Suður- nesjum uppfylla hvorki við- mið um sjálfsmatsaðferðir né framkvæmd sjálfsmats um gæði og árangur skóla- starfs. Samkvæmt lögum um grunn- skóla á hver og einn þeirra að meta með kerfisbundnum hætti árangur og gæði skóla- starfs. Matið á að tengjast markmiðum skólanámskrár og skulu upplýsingar um fram- kvæmd og umbætur birtar op- inberlega. Af þeim 64 skólum sem skoð- aðir voru árið 2008 voru 37 skólar sem ekki uppfylltu við- miðin. Þeirra á meðal voru fimm grunnskólar á Suður- nesjum en það eru: Akurskóli, Grunn skól inn Sand gerði, Holtaskóli, Myllubakkaskóli og Stóru-Vogaskóli. Aðeins 17 skólar uppfylltu að fullu viðmið ráðuneytisins. Á meðal þeirra voru þrír skólar á Suðurnesjum en það eru Grunnskólinn í Grindavík, Heiðarskóli í Reykjanesbæ og Njarðvíkurskóli. Gerða- skóli uppfyllti þessi viðmið að hluta. Þetta kemur fram í fréttatil- kynningu á vef Menntamála- ráðuneytisins um úttektir á sjálfsmatsaðferðum í grunn- skólum árið 2008. Fimm grunnskólar uppfylla ekki viðmið

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.