Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2009, Blaðsíða 30

Víkurfréttir - 16.04.2009, Blaðsíða 30
30 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Jón Halldór Eðvaldsson hefur undirritað tveggja ára samnnig við Körfu– knattleiksdeild Keflavíkur um þjálfun meistaraflokks kvenna. Jón Halldór hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár og stýrt því einu sinni til sigurs á stórmóti en stúlkurnar urðu Ís landsmeistarar undir hans stjórn árið 2007- 08. Þær duttu út í 4ra liða úrslitum í ár eftir tap gegn KR. Grindavík komst grátlega n á l æ g t þ v í a ð h a m p a Ís l an d s m e i s t ar at i t l i nu m í k ö r f u k n at t l e i k , e f t i r úrslitaeinvígi við KR. KR- ingar höfðu betur, 84-83 í æsispennandi leik í DHL- höllinni, þar sem Grindavík gat tryggt sér sigurinn í lokasókninni. Þeim tókst hins vegar ekki að skora og því fögnuðu KR-ingar titlinum í ár. Grindavík fékk boltann þegar um 25 sekúndur voru eftir og héldu af stað í lokasókn leiksins en tókst ekki að skjóta á körfuna. Engu að síður frábær frammistaða hjá Grindvíkingum sem voru hér um bil búnir að gera körfuboltatímabilið að engu hjá stórliði KR. Síðasta snerting Grindvíkinga við knöttinn þegar nokkrar sekúndur voru til leiksloka. Bradford missir boltann og Íslandsmeistaratitillinn þar með úr augsýn. Af hverju tók enginn af skarið í síðustu sókninni?? Brenton á fullri ferð gegn Jóni Arnóri og Jason. VF-myndir/Hilmar Bragi og Jón Júlíus Arnar stóð sig vel og sækir hér að körfu KR. Guðlaugur Eyjólfsson þungt hugsi með dóttur sinni eftir leikinn. Keflvíkingar hafa innbyrt fjóra Íslandsmeistaratitla í yngri flokkum kvenna í körfu að undanförnu. Þetta eru 7. og 8. flokkar og 10 og 11 ára flokkar í minni bolta. Og ekki nóg með það heldur hafa öll Keflavíkurliðin unnið titlana mjög sannfærandi. „Áhuginn er gríðarlegur og þetta er mjög skemmtilegt hjá okkur,“ sagði Einar Einarsson, þjálfari 7. og 8. flokks en Jón Guðmundsson er í svipuðum málum með 10 og 11 ára stelpurnar. Framundan eru úrslitin hjá 9. og 10. flokki og það væri saga til næsta bæjar ef Keflavík sigrar í öllum yngri kvennaflokkum frá 10 til 15 ára. Yfirburðir Keflavíkurstúlkna Jón þjálfar áfram í Keflavík Jonni á góðri stundu með Keflavíkurstúlkum í vetur. Súrt silfur til Grindavíkur Páll Axel horfir til Íslandsmeistarastyttunnar sem Grindavík missti af.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.