Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.04.2009, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 16.04.2009, Blaðsíða 6
6 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 16. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Toyota í Reykjanesbæ hefur gert samning við Securitas Reykjanesi um víðtækt sam- starf á sviði öryggismála. Meðal annars hefur vöktun ver ið auk in ut an húss og inn an, bæði með mynda- vél um og reglu bundn um eftirlitsferðum öryggisvarða Securitas, og segir Ævar Ing- ólfsson, framkvæmdastjóri Toyota Reykjanesbæ, þetta gert til að bæta þjón ustu Toyota Reykjanesbæ við við- skiptavini sína og efla öryggi fyrirtækisins. Í ljósi þess að skemmdarverk Toyota eflir hjá sér öryggið Ævar Ingólfsson, framkvæmdastjóri Toyota Reykjanesbæ, og Kjartan Már Kjartansson, framkvæmdastjóri Securitas Reykja- nesi, handsöluðu samstarfssamninginn fyrir stuttu. Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi hafa aukist á Íslandi á undan- förnum mánuðum, verður þetta kærkomin viðbót við þjónustu Toyota í Reykjanesbæ sem vilja tryggja áfram hag og öryggi sinna viðskiptavina og bjóða upp á bestu þjónustuna áfram. Gogg-olía var í fyrsta skipti afgreidd af dælu í olíustöðinni í Helguvík í síðustu viku. Gogg-olía er innlent eldsneyti og að- eins afgreitt í smáum skömmtum. Gogg-olían getur þó haft áhrif á aksturshæfni þeirra sem taka olíuna og notendum Gogg-olíu því meinað að aka ökutækjum. Gogg-olían sem afgreidd var í olíustöðinni í Helguvík var notuð til að væta kverkar þeirra sem fögnuðu samningi milli Varnar- málastofnunar Íslands og Olíudreifingar, en Olíudreifing hefur tekið yfir olíustöðina í Helguvík. GOGG-OLÍA AF DÆLU Í HELGUVÍK Ví ku rf ré tt am yn d: H ilm ar B ra gi B ár ða rs on Ví ku rf ré tt am yn d: H ilm ar B ra gi B ár ða rs on

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.