Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2013, Qupperneq 24

Frjáls verslun - 01.02.2013, Qupperneq 24
24 FRJÁLS VERSLUN 2. 2013 pistiLL Orðið hagvöxtur vekur blendnari til­finningar­hjá fólki en mörg önnur hag fræðileg hugtök. Það er auð vitað sérkennilegt þar sem hagvöxtur gerir lítið annað en að mæla framleiðniaukningu í þjóð félaginu sem oftast er undirstaða launahækkana og almennrar velmegunar. Hag ­ vöxtur sýnir hvort þjóðarkakan er að stækka eða minnka og líklega er hægt að leyfa sér að ætla að auðveldara sé að skipta henni ef hún stækkar. Að segja fyrir um og mæla hagvöxt getur hins vegar verið vandasamt. Þannig benti Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra, á fyrir skömmu að lengi vel hefði ríkisstjórn hans staðið í þeirri trú að hagvöxtur ársins 2004 hefði verið 4% og miðað efnahagsstefnu sína við það. Þegar upp var staðið reyndist hagvöxturinn vera 8% sem hefði vitaskuld kallað á allt önnur viðbrögð ef ríkisstjórnin hefði áttað sig á því á sínum tíma. Enn­sjáum­við­að­erfitt­er­að­spá­ um hagvöxt og þá um leið stöðu þjóðar búsins. Lögun kreppunnar Í kjölfar bankahrunsins 2008 drógust þjóðartekjur snögglega saman sem krafðist mikils af þeim sem halda utan um hag ­ stjórn í landinu. Síðar hefur komið í ljós að samdrátturinn í­upphafi­var­minni­en­menn­ héldu en landið ætlar hins vegar að rísa hægar en menn vonuðu. Í Peningamálum Seðlabankans í nóvember síðastliðinum kom fram að matið á fram ­ leiðslu tapinu frá hápunkti fyrir kreppuna og fram til lág ­ punkts eftir hana gekk nánast algerlega eftir. Spáð var að tapið yrði 16,3% en reyndin varð 16,7%. Það er dalurinn sem­íslenskt­hagkerfi­þarf­að­ ganga í gegnum. Þar sem áfallið beindist­að­bankakerfinu­en­ekki­ framleiðslugreinum landsins vonuðu­margir­að­niðursveiflan­ yrði fremur V­laga en U­laga. Þannig yrði lögun kreppunnar viðráðanlegri í orðsins fyllstu merkingu. Með öðrum orðum; íslenska­hagkerfið­yrði­fljótt­ að jafna sig eftir kreppuna og í samtali sem ritari þessarar greinar átti við fulltrúa Alþjóða ­ gjaldeyrissjóðsins (AGS) vorið 2009 kom fram að þeir álitu að svo yrði. Ísland hefði sterkar útflutningsgreinar,­öfugt­við­ mörg þau lönd sem AGS hefur orðið að styðja. Enda miðuðust allar hagspár AGS við að hag vöxtur næði sér verulega á skrið strax árið 2011. Til að skilja alvöru málsins þá miðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn við að­það­þurfi­3,5%­hagvöxt­til­ að ríkissjóður geti staðið undir núverandi skuldbindingum og þá um leið þeim lánum sem AGS veitti Íslandi. Þegar alls þess er gætt má velta fyrir sér hvort­núverandi­ríkisstjórn­hafi­ tekist að kalla fram eigin kreppu ofan á óáran bankahrunsins, nokkurs konar tvöfalda dýfu. Í byrjun mars voru hagvaxtar­ tölur síðasta árs birtar ásamt annarri endurskoðun á hag vaxtartölum ársins 2011. Opin berar spár lágu á bilinu 2,2%­2,7% fyrir árið 2012. Tölur Hagstofunnar reyndust því veruleg vonbrigði en hagvöxtur síðasta árs mældist einungis 1,6%, sem er talsvert undir væntingum Seðlabankans, AGS og greiningardeilda. Það eru ekki nema nokkrir mán uðir síðan Seðlabankinn miðaði við að hagvöxtur 2012 yrði helmingi meiri eða 3,1%. Botninn virtist því detta úr hagkerfinu­á­haustmánuðum.­ Munurinn skýrist aðallega af minni­fjárfestingu,­útflutningi­ og einkaneyslu en gert var ráð fyrir. Þegar horft er til þess að 1,4% hagvaxtarins koma til vegna einkaneyslu sést að stoðirnar eru ekki sterkar. Íslenskt­hagkerfi­líður­nú­fyrir­ ómarkvissa hagstjórn eftir hrunið og hrun í fjárfestingu. Vondur kokteill Við Íslendingar erum því að horfa upp á það sem grein­ ingardeild Arion­banka kallar „vondan kokteil“ en það sem myndar­hann­er­veikt­hagkerfi­ og talsverð verðbólga. Sumir myndu jafnvel leyfa sér að kalla það eitraðan kokteil. Ekki hefur tekist að koma fjár ­ festingu í gang og er hún enn í algjöru lágmarki. Óhætt er að fullyrða að forsenda þess að Íslendingar nái sjálfbærum hagvexti til frambúðar er að fjárfesting nái sér á strik. Því miður hefur ekki tekist að skapa hér­þannig­efnahagsumhverfi­ að hvati sé fyrir hendi til að ráðast í fjárfestingar. Á sama tíma­og­stoðir­hagkerfisins­ eru ekki meira traustvekjandi en raun ber vitni mælist talsverð verðbólga, sem setur verðbólgumarkmið Seðla­ bankans í uppnám. Í skýrslu Alþjóðagjaldeyris­ sjóðsins í október 2008 var reiknað með að Ísland gæti rétt tiltölulega­fljótt­úr­kútnum,­ væri rétt að verki staðið. Talið var raunhæft að hagvöxtur yrði­4,5%­árin­2011­og­2012­og­ um 4,2% á þessu ári. Sé litið á hagvaxtarspá AGS árið 2009 er fallið enn hærra, en sjóðurinn endimörk hagvaxtar ins Spár um hagvöxt hafa ekki gengið eftir og ljóst að stöðnun er framundan í íslensku hagkerfi ef ekki verður bót á. TexTi: siGurður Már jónsson „Til að skilja alvöru málsins þá miðar Alþjóðagjaldeyris­ sjóðurinn við að það þurfi 3,5% hagvöxt til að ríkissjóður geti staðið undir núver­ andi skuldbindingum og þá um leið þeim lánum sem AGS veitti Íslandi.“ Sigurður Már Jónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.