Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2013, Qupperneq 51

Frjáls verslun - 01.02.2013, Qupperneq 51
FRJÁLS VERSLUN 2. 2013 51 sóknarmaður og raunar af miklum fram­ sóknarættum.­Afi­minn,­Hannes­Pálsson­ frá Undirfelli, var einhver mesti fram­ sóknarmaður landsins. Gárungarnir sögðu, að bréf til verkakvennafélagsins Fram sóknar væru jafnvel send heim til hans. En ég fór eins og aðrir unglingar að bera út blöð, líklega um tíu ára aldur, og þá bar ég út Morgunblaðið. Ég varð strax hrifinn­af­þeirri­einstaklingshyggju,­sem­ þar var boðuð. Mér hafði alltaf fundist, að menn ættu að vera fram gjarnir og metn­ að argjarnir, stefna hátt, í stað þess að væla og bera sig illa. Ég varð líka snemma and snúinn kommúnisma, og man ég sérstaklega eftir bókinni Ég kaus frelsið eftir Víktor Kravtsjenko, sem var til á mínu heimili og ég las dolfallinn.“ Hugsar þú mikið um ættfræði? „Ég get nú ekki sagt það. Móðir mín ól mig upp í því, að það skipti meira máli, hvað maður gerði, en hvaðan hann kæmi. Hún sagðist hafa fengið ofnæmi fyrir spurningunni „Hverra manna er hann?“ þegar hún var að alast upp. Hins vegar er gaman að frétta, þegar ég tala til dæmis við nem endur mína, að þeir eru börn eða jafnvel barnabörn gamalla vina. Það tengir dálítið. Ég held hins vegar, að hlut ­ verk ætta sé ofmetið á Íslandi. Hver einasti ættarlaukur á einhvern bróður eða einhverja systur, sem hefur ekki vegnað jafnvel, og hvað skýrir það? Or saka sambandið er að mestu leyti öfugt: Menn ná ekki frama, af því að þeir séu af einhverjum ættum, heldur eru ættir nafn kunnar, af því að menn af þeim ná frama.“ popper oG HayeK meStu áHrifavaldarnir Hvað mótaði þína pólitík og lífs skoð­ sanir? „Ég myndi segja, að þeir Karl Popp er og Friedrich­von­Hayek­hafi­verið­mestu­ áhrifavaldarnir­í­mínu­andlega­lífi.­Fyrst­ frétti ég raunar af Popper í bók eftir Þorstein Gylfason, Tilraun um manninn. Mér leist svo vel á það, sem Þorsteinn hafði eftir Popp er, að ég pantaði bók Poppers, The Open Society and Its Enemies, og las vandlega.­Þetta­mótaði­mig­og­raunar­fleiri­ á mínu reki. Síðan rakst ég í Háskólanum á þýðingu Ólafs Björnssonar á útdrætti úr Leið inni til ánauðar eftir Hayek, og ég pantaði hana líka frá útlöndum og las vandlega. Þessar tvær bækur smullu einhvern veginn saman við þær lífs­ skoð anir, sem ég hafði af veikum mætti mótað mér áður. Þær veittu þeim í farveg. Hayek benti til dæmis á, að samstarf manna getur verið sjálfsprottið og frjálst, en þarf ekki að vera valdboðið. Hann lagði áherslu á, að þekkingin dreifðist á mennina og að til þess að nýta hana þyrfti líka að dreifa valdinu til þeirra. Mér fannst það heillandi tilhugsun, að menn gætu komist af án mikils miðstýrðs valds. Ég las líka Gúlageyjaklasann eftir Aleks andr Solzhenítsyn og hét sjálfum mér því að berjast alla ævi gegn al ræðisstefnunni. Síðan hafa nokkrir kennarar mínir haft mikil áhrif á mig. Jón S. Guðmundsson kenndi mér íslensku í þrjá vetur af fjórum, þegar ég var í menntaskóla. Hann innrætti okkur, nemendum sínum, virðingu fyrir íslenskri tungu og sérkennum hennar. Jón var lærisveinn Sigurðar Nordals, sem reynt hafði að skilgreina og jafnvel skapa íslenska þjóðarvitund, tilvistarréttlætingu lítillar þjóðar, af frábærri andagift. „Það, sem Jónas hefur skrifað og Konráð sam­ þykkt, það kalla ég íslensku,“ sagði Sigurður Nordal við nemendur sína. Að mörgu leyti hafði Þorsteinn Gylfason líka áhrif á mig, en þó frekar sem rit­ höf undur um heimspekileg málefni en sem heimspekingur. Síðan lærði ég mjög margt af leiðbeinanda mín um í Oxford, John Gray, sem þá var eindreginn frjálshyggjumaður af ætt Hayeks, en snerist síðar til ein hvers konar grænnar íhalds­stefnu­og­andstöðu­við­heimsyfirráð­ kapítal is mans, ef svo má segja. Gray kenndi mér margt um gagnrýna hugsun.“ Hvert hefur hlutverk þitt verið í ís­ lenskri fræði­ og stjórnmálasögu? „Ég­held,­að­það­hafi­verið­að­vekja­athygli­ á viðhorfum, sem fáir í hópi mennta­ manna þekktu eða aðhylltust. Þetta var til dæmis sú skoðun, að meira máli skipti að takmarka vald ið en að velja góða valdsmenn, því að valdið lyti eigin lög mál ­ um og gæti spillt valdsmönnunum. Önn ur hugmynd­var,­að­lífið­og­einstakl­ing­arnir­ séu ekki fastar eða kyrrstæðar stærðir: Það getur ræst úr mönnum, ef þeir fá tækifæri í stað þess að fara á bætur eða í einhverja meðferð á opinberum stofnunum. Mér finnst,­að­það­eigi­að­verðlauna­dugnað­og­ refsa fyrir leti, annars fyllum við heiminn af letingjum. Þessi lífsskoðun heyrist varla hjá menntamönnum. Þeir virðast greina heiminn í ljósi tveggja hugtaka, fórnarlambs og stofn ana. Ég lagði líka talsvert á mig við að kynna hina sterku frjáls lyndu vestrænu hefð, sem John Locke, Adam Smith og þeir Popper og Hayek standa traustum fótum í. Jafnólíkir menn og Jón Sigurðsson forseti og Arnljótur Ólafsson, höfundur fyrsta hagfræðiritsins á Íslandi, hugsuðu líka og störfuðu í þessari hefð. Þess vegna hefur það verið í vissum skilningi hlutskipti mitt að endurskilgreina for tíðina, beina kastljósinu að ýmsu, sem öðrum­sést­yfir.“­ lært miKið af davíð Þekktur er vinskapur þinn og Davíðs Oddssonar, hvað hefur mótað ykkar samband og sérðu hliðstæðu í því? „Við Davíð höfum verið einkavinir í nær fjörutíu ár, og raunar kaus ég hann sem inspector í Menntaskólanum í Reykjavík þegar vorið 1969, áður en ég kynntist honum. Mér fannst hann strax vel til forystu fallinn. Hinn ungi Davíð leiftraði af fjöri og fyndni. Hann er miklu rólegri maður núna, en samt afar skemmtilegur. Hann­er­hreinskiptinn,­en­um­leið­flókinn­ og margbrotinn persónuleiki. Það fer til dæmis saman í honum kaldrifjaður og útsmoginn keppnismaður og afar hlýr og­nærgætinn­tilfinningamaður.­Ég­hef­ lært mikið af Davíð, því að hann sér oft sjónarmið, sem aðrir taka ekki eftir. Hann hugsar ekki eftir forriti eins og margir skóladúxar gera, heldur sjálfstætt. Annar eiginleiki hans er, hversu traustur hann er, mikill klettur, óbifanlegur. Innst inni­er­hann­alltaf­sami­upplitsdjarfi­ „Og ég minnist þess aldrei, að Sig­ ríður Ingi björg Inga dóttir, sem sat í bankaráðinu síð ­ asta árið mitt þar og sagði sig úr ráðinu með mikl ­ um látum strax eftir bankahrunið, hafi nokkru sinni sagt ein einustu við vör­ unarorð um við ­ skipta bankana.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.