Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Qupperneq 44

Frjáls verslun - 01.11.2013, Qupperneq 44
44 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 6 55 97 1 2/ 13 Vertu með okkur Icelandair óskar öllum landsmönnum gleðilegra og hátíðlegra jóla. Takk fyrir notalegar stundir á árinu sem er að líða. + icelandair.is skoðun Margret Flóvenz segir að þróun síðustu ára hafi verið sú að upplýsinga ­ söfnun fyrirtækja hafi aukist jafnt og þétt með tilheyrandi kostnaði og utanumhaldi. „Í dag er safnað gríðarlegu magni upplýsinga og virðist ekk ert lát á. Ef rétt er að málum staðið getur þessi upplýsinga ­ söfn un nýst stjórnendum við rek­ stur og ákvarðanatöku og skap að samkeppnisforskot á ákveðn um sviðum. Sé ekki rétt að málum stað ið eiga fyrirtæki á hættu að valda tjóni og verða skaða ­ bóta skyld, verða fyrir álitshnekki eða jafnvel neyðast til að hætta starfsemi. Kröfur um meðhöndlun, vistun og vinnslu upplýsinga geta ver ­ ið mismunandi eftir því hvaða starfsemi um er að ræða og því nauðsynlegt að stjórnendur séu vel meðvitaðir um hvaða upplý s­ ingar eru fyrir hendi og þær kröf ur sem þarf að uppfylla varðandi vistun þeirra og vinnslu. Innbrot í tölvukerfi og stuldur á viðkvæm­ um gögnum hefur aukist samhliða aukinni upplýsingasöfnun og því er nauðsynlegt að fyrirtæki efli varnir sínar á þessu sviði.“ Margret segir að í nýlegri rann ­ sókn KPMG hafi komið í ljós að þessi aukna upplýsingasöfnun kalli á aukið utanumhald og eftirlit af hálfu stjórnenda og nauðsyn­ legt sé að laga innra eftirlitsum­ hverfi að breyttum aðstæðum. MaRGReT FLÓveNz – stjórnarformaður KPMGEndurskoðun Meðhöndlun, vistun og vinnsla upplýsinga ÁReLÍa eydÍS GuðMuNdSdÓTTiR – dósent við viðskiptafræðideild HÍ og ráðgjafi STJÓRNUN Árelía Eydís Guðmunds­dóttir segir að áramót séu tími uppgjörs, bæði per sónulega og innan fyrirtækja og stofnana. „Þetta er tími þar sem við reyn um að stíga af vagnhjóli hvers dagsleikans og gefa okkur rými til að melta það ár sem liðið er. Fara yfir sigra þess og ósigra, lærdóm og mistök. Það er ljóst að framtíðin býður upp á mörg tækifæri en það verður að undirbúa þau. Mitt lífsmottó er: Heppni er þar sem undirbún ­ ingur og tækifæri mætast. Sá stjórnandi sem ekki tekur tíma til þess að íhuga framtíðina og líta yfir farinn veg getur misst af tækifærum þegar þau banka á dyrnar. Það sem við vitum um framtíðina er að fyrirtæki þurfa á starfsfólki að halda sem þekkir sjálft sig og veit hvað það hefur að bjóða. Fólki sem getur tengst öðrum, bæði í sýndarheimi og hinum hefðbundna. Fólki sem er tilbúið til þess að verða stöðugt færara á sínu sviði með því að leggja hart að sér með símennt­ un og almennum lærdómi. Fólki sem hefur hvata til þess að leysa vandamálin sem við stöndum frammi fyrir eins og orkunýtingu jarðar og að við hendum 30% af allri matvælaframleiðslu heims­ ins auk þess sem menntakerfið er að taka stórfelldum breyting­ um og kynslóðamunur verður æ meiri – í bili. Nú á þessum áramótum væri gott að setja sig í samband við álfa og huldufólk landsins og lesa í framtíðarsýn­ ina. Eitt er víst að þeir stjórnend­ ur, sem og aðrir, sem taka sér tíma til að ígrunda eru einu skrefi nær framtíðinni.“ Ásta Bjarnadóttir segir að hvati sé bæði hugar­ástand og hegðun þar sem einstaklingur vill ná ákeðnum mark miðum og hegðar sér í sam ræmi við það, þ.e. leggur sig allan fram. „Sumir hafa þetta í sér og eru alltaf metnaðarfullir og mark ­ sækn ir. Besta leiðin til þess að auka hvata almennt er því að ráða þannig fólk. Það dugar þó ekki til langframa og einnig þarf alltaf að koma til hvatning af hálfu vinnustaðarins og stjórnenda.“ Ásta segir að þótt starfsfólk hafi hvatann í sér sé ýmislegt hægt að gera til að auka árangur enn meira auk þess sem oft megi bæta veru lega árangur þeirra sem hafa lítinn hvata að upplagi. Margt af því kosti ekki neitt. „Í fyrsta lagi má nefna aðferðir sem tengjast því að breyta starf­ inu. Það er til dæmis hægt að auka fjölbreytileika verkefnanna eða úthluta einstaklingnum mikil vægari eða heildstæðari verk efnum. Í öðru lagi má nefna ýms ar aðferðir sem byggjast á því sem við vitum um áhrif að ­ drag anda og afleiðinga á hegð un manna. Varðandi aðdraganda þá er mikilvægt að starfsfólk viti hver stefna fyrirtækisins er og til hvers er ætlast af því. Ef þetta er skýrt eykst hvatinn til að sýna rétta hegðun oft verulega. Hvatningarað ferðir sem tengj­ ast afleiðingum hegðunar eru kannski betur þekktar, en það eru til dæmis hin klassíska þrenning hrós, þakkir og viðurkenning. Ásta nefnir einnig aðrar aðferðir eins og athygli stjórnenda, að gang að upplýsingum og sam­ starf fólks. Þetta séu allt þættir sem eru hvetjandi. „Það skiptir líka miklu máli að stjórnendur séu góðar fyrirmyndir, stoltir af vinnu ­ staðnum og áhugasamir – það smitast auðveldlega.“ dR. ÁSTa BjaRNadÓTTiR – ráðgjafi hjá Capacent MANNAUÐS- STJÓRNUN Tími til að meta stefnuna Hvati og hvatning
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.