Frjáls verslun - 01.11.2013, Blaðsíða 47
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 47
Valdimar Sigurðsson segir að lykilatriðið sé að stuðla að persónuleg
um samskiptum á samfélags
miðlum. „Það hafa kannski ekki
margir heyrt af því en lögreglan
er skemmtilegt og gott dæmi.
Margir hefðu kannski í fyrstu
efast um að það væri góð hug
mynd fyrir lögregluna að nýta
sér samskiptamiðla í miklum
mæli þar sem hún er oft að vinna
í erfiðum málum og jafnvel
óvin sælum, en annað hefur
kom ið á daginn. Lögreglan
hef ur leyst þetta vel af hendi og
notast við margar af þeim gullnu
reglum sem hafa myndast hvað
þetta varðar. Markmið eru skýr
og röddin einnig þar sem sam
takamáttur almennings er nýttur
kerfisbundið með hagnýt um
hætti. Lögreglan setur sínar
regl ur og er óhrædd við að
stoppa dónaskap og nettröll
sem fara yfir strikið. Hún á í
góðum – og á köflum skemmti
legum – samskiptum við borg
arana og tekst að komast nær
almenningi með samfélags
miðl um. Skilaboðin eru ekki
einhliða eða stofnanaleg heldur
eru þau oft kankvís og samin
með þarfir notandans í huga út
frá mikilvægum upplýsingum
(t.d. um staðsetningu hraða
myndavéla) eða öðrum virðis
aukandi þáttum. Lögreglan sér
sjálf um að halda úti miðlunum í
stað þess að láta aðra um það
en er jafnframt dugleg að leita
sér ráðgjafar eða fyrirmyndar
hjá öðrum. Þetta gerir það að
verkum að samskiptin eru bæði
trúanleg og tímaleg, sem er
mikil vægt þar sem líftími skila
boða getur verið stuttur.“
dR. vaLdiMaR SiGuRðSSoN
– dósent við við skiptadeild HR
MARKAÐS-
HERFERÐIN
Markaðssetning á
samfélagsmiðlum verður
að vera persónuleg
Tæknilega þótti mér merkilegast við árið sem er að líða að fara frá því að nota
stærstu myndavélina á markaðn
um; Fuji GX680 III (filmu), í
minnstu FFmyndavélina (Full
Frame); Sony RX1r. Það sem
kom mér þó mest á óvart var hve
stafrænu flögurnar eru loksins
orðnar ekki aðeins góðar heldur
frábærar.
Það er ótrúlegt, sérstaklega
í lítilli birtu, hvað vélar eins og
Sonyinn eða ég tali nú ekki um
Canon D1X geta. Nótt verður að
degi, norðurljósin fryst, á 4000
ISO. Fyrir þrjátíu árum, þegar ég
byrjaði sem atvinnuljósmyndari,
var filman sem ég notaði 25 ISO,
í dag er ekki einu sinni hægt að
stilla atvinnumannavél eins og
Canon D1X svo lágt, eins og
Kodachrome 25Pfilmuna sem
ég notaði tíu fyrstu árin sem
ljósmyndari. Og ekki nóg með
að ljósnæmið væri lítið; það leið
að minnsta kosti hálfur mánuður
frá því ég tók mynd þangað til
ég fékk hana til baka
úr framköllun frá
Stokkhólmi.
Í dag er myndin
kom in strax á skjáinn
aftan á mynda vél
inni eða framan á
sím anum. Tal andi um
síma, þá er það lík
lega mesta byltingin
fyrir hinn venju lega
mann en bestu
mynda vélasímarnir,
eins og Nokia Lumina
1020 PureView,
eru með frábæra
myndavél. Allir þessir
góðu snjall símar gera
það að verkum að það voru fleiri
mynd ir teknar á þessu ári en öll
150 árin sem ljós myndun hefur
verið til. Sex hundruð milljónir
mynda eru settar á netið á dag,
bara hjá tveimur veitum, Snap
chat og Insta gram. Þá er allt
hitt eftir, eins og miðill sem heitir
Facebook.
PÁLL STeFÁNSSoN
– ljósmyndari
GRÆJUR
Myndarleg myndavél