Frjáls verslun - 01.11.2013, Síða 97
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 97
verkefni hjá umhverfissviði
Mann vits, sem hefur nýverið
hafið mat á umhverfisáhrifum
vindmyllulunda sem Lands
virkjun hyggst reisa meðfram
Þjórsá norðan við Búrfell.
Annað athyglisvert verkefni
sem Mannvit kom að er raf
væðing fiskmjölsverksmiðja
Síldarvinnslunnar í Neskaup
stað og Eskju á Eskifirði. Fram
kvæmdirnar fólu m.a. í sér
rafvæðingu katla sem áður
voru keyrðir á olíu. Mannvit
veitir orkufrekum iðnaði
mikla ráðgjafarþjónustu, bæði
álfyrir tækjunum þremur og
járnblendiverksmiðjunni á
Grundar tanga. Stærsta verk
efnið á þessum vettvangi
árið 2013 var við endurnýjun
álverk smiðju ÍSAL í Straums
vík. Við vonumst jafnframt til
að ný verkefni á sviði orkufreks
iðnaðar komist á skrið fljótlega
samhliða frekari nýtingu á
orkuauðlind þjóðarinnar. Á
orku sviðinu var stærsta verk
efnið fyrir Landsvirkjun á
Norðausturlandi þar sem
virkjun jarðvarma er undirbúin
á Þeistareykj un og við Bjarnar
flag ásamt undirbúningi vatns
aflsvirkjana í NeðriÞjórsá. Á
Kefla víkurflugvelli höf um við
þjónustað Verne Hold ings við
að koma upp gagna veri og
stækkun þess er í burðar liðnum.
erlend uppbygging er
langhlaup
Uppbygging erlendrar starf
semi Mannvits er langhlaup
sem hófst fyrir alvöru 2008
með opnun skrifstofu í
Ungverja landi. Síðan þá hafa
starfsstöðvar í Noregi, Bret
landi, Þýskalandi og Síle bæst
við. Í Noregi fórum við af
stað eins og í Ungverja landi;
stofnuðum fyrirtæki og byrj
uðum frá grunni. Í Noregi
eru verk efnin að stærstum
hluta tengd vega gerð og upp
bygg ingu innviða í sveitar
félögum, skólabyggingar,
smærri vatnsaflsvirkjanir og
endurbætur á raforkuflutn
ings kerfinu. Í kjölfar efnahags
lægðarinnar hafa framkvæmdir
dregist saman í Evrópu en
vegna stöðugrar hvatningar
til fjár festinga sjáum við núna
fram á aukin verkefni sem
eru að fara af stað. Þar má
nefna byggingu hitaveitu
í Ung verjalandi í bæ sem
heitir Mosonmagyarovar og
fleiri slík verkefni eru í far
vatninu. Einnig erum við
ráð gjafar fyrir Orka Energy
við stórt jarðhitaverkefni á
Biliraneyju á Filippseyjum.
Þar er stefnt að byggingu 49
MW virkjunar og boranir eru
þegar hafnar. Í Þýskalandi er
í gangi hönnunarvinna við
jarðhitavirkjun í Taufkirchen
fyrir Exorku. Þar er þegar búið
að bora og tryggja orkuna fyrir
tvívökvavirkjun sem Mannvit
vinnur nú hörðum höndum að
því að hanna.
Af erlendum jarðhitamörk
uðum er AusturAfríka vaxandi
markaður. Þar eru alþjóðlegar
lánastofnanir að styðja við
uppbyggingu jarðhita í bland
við erlenda fjárfesta.
Mannvit lauk við hönnun
15.000 t kælds ammóní aks
geymis fyrir áburðar fram
leiðanda í Pulawy í Póllandi.
Í samvinnu við Per Aaslef í
Danmörku og Teknís unn um
við að endurnýjun endsneyti s
kerfisins í Danne brogherstöð
inni á Grænlandi fyrir danska
herinn. Fyrir sján leg aukning er
á verkefnum á Grænlandi en
sígandi lukka er best þar eins
og annars staðar.
Brugðist við samdrætti
veturinn 2008-2009 með
verkefnaþróun
Til þess að ná meiri árangri
og bregðast við takmarkaðri
fjárfestingu í landinu höfum
við í auknum mæli tekið þátt
í verkefnaþróun. Við höfum
fjölbreyttan hóp fólks með
ferskar hugmyndir sem hefur
unnið að þróun verk efna
sem farið hafa af stað, ýmist
í samstarfi með fjárfestum,
verktökum eða fyrir tækj um á
öðrum sviðum. Eitt slíkt verk
efni á Íslandi er lúxushó tel ið
og íbúðirnar sem ráðgert er að
rísi við hlið Hörpu. Það er stórt
verkefni fyrir byggingarsvið
Mannvits næstu þrjú árin.
Bygg ingamagn á lóðinni er
um 30.000 m², þar af verður
hótel ið um 17.000 m² en 13.000
m² fara í íbúðir, versl anir og
bílakjallara.
Drekasvæðið
Önnur verkefni þar sem Mann
vit hefur nýtt sérþekkingu sína
og er í aðstöðu til þess að læra
enn frekar á nýtt svið er að
koma að olíu og gasverkefni
á Drekasvæðinu. Við eigum
hlutdeild í Eykon AS þar sem
við sjáum mikil tækifæri í
framtíðinni. Eykon hefur tvö
olíuleitar og vinnsluleyfi á
Drekasvæðinu í samstarfi við
Ithaca Energy, CNOOC og
Petoro í Noregi. Það er von
okkar að þessi starfsemi, með
tengingu við Noreg, muni
styrkja starfsemina á Íslandi og
uppbyggingu þekkingar, bæði
í olíuleit og vinnslu, sem og
þjónustu af ýmsu tagi.
Íslenskur markaður sýnir
batamerki
Almennt hefur okkur fundist
að markaðurinn á Íslandi hafi
sýnt batamerki nú í haust. Það á
við um almennar framkvæmdir
og við eigum von á að frekari
hreyfing komist á orkuverkefni
og verkefni fyrir orkufrekan
iðnað. Þá er einnig til þess
að líta að við reiknum með
að fisk iðjufyrirtækin fari að
hugsa sér til hreyfings, en þar
hefur safnast upp þörf á fjár
festingum í endurbótum og
ný framkvæmdum.“
„Til þess að ná meiri
árangri og bregðast við
takmarkaðri fjárfestingu
í landinu höfum við í
auknum mæli tekið þátt
í verkefnaþróun.“
Hjá Mannviti starfar fjölbreyttur hópur verkfræði, tækni og
vísindamanna.
MaNNviT
velta: 7,6 milljarðar (2012)
Fjöldi starfsmanna: 395
Forstjóri: eyjólfur árni rafnsson
Stjórnarformaður: jón már halldórsson
stefnan í einni setningu: mannvit selur lausnir og þjónustu
á sviði verkfræði og tækni, með áherslu á græna orku og
iðnað á íslandi, í evrópu, Bandaríkjunum og víðar.
50 ára afmælishátíð Mannvits í
Eldborgarsal Hörpu.
Nýjar höfuðstöðvar toyota,
Kauptúni.
Elkem á Grundartanga.