Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 99

Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 99
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 99 meðal annars að horfa til þess að halda hagvexti til lengri tíma á bilinu 3­5%.“ umhverfisvæn eldsneytis- framleiðsla Árið hefur verið gjöfult hjá Thule Investments og verkefnin umfangsmikil og krefjandi. Má þar nefna árangursríkt ár fyrir íslenska nýsköpunarfyrirtækið Carbon Recycling International (CRI) sem kanadíska fyrirtækið Methanex Corporation fjárfesti í fyrir fimm milljónir dala síðasta sumar. „Það miðar að því að framleiða hluta af elds neyti Íslendinga á um ­ hverfis vænan máta með því að nota til þess rafmagn og úrgang,“ segir Gísli. Fyrirtækið býr til metanól, sem selt er á mörkuðum hérlendis og í Evrópu, undir vörumerkinu Vulcanol. Sóknar færin í um ­ hverfis vænni eldsneytis fram ­ leiðslu eru mörg og hyggur CRI á að reisa nýja og stærri elds­ neytis verksmiðju á Íslandi. Ljósleiðari frá Íslandi til tveggja heimsálfa Thule Investments hefur í tvö ár unnið að lagningu ljós leiðar ­ ans Emerald á milli Evrópu og Bandaríkjanna í gegnum Ísland. „Þetta er alþjóðlegt verkefni sem miðar vel. Á árinu gerðum við nokkra sölusamninga, með al annars við Vodafone og alþjóðlegu fjarskiptafyrirtækin AT&T og Century Link í Banda ríkjunum. Þetta veitir okkur einstakt tækifæri til að efla fjar skiptainnviði á Íslandi á hagkvæman máta.“ Gísli segir lagningu strengsins hafa mikla þýðingu fyrir upp bygg ­ ingu til framtíðar. Öruggar nettengingar á milli svæða í heiminum eru lykilfor senda gagnaversiðnaðar sem stjórn ­ endur Thule Invest ments telja fýsilegan og umhverfis vænan fjárfestingar kost. Gísli bendir á að Ísland sé aftarlega á báti hvað varðar nettengingar. Strengur Emerald komi til með að hífa landið ofar. Forskot í uppbyggingu gagnavera „Gagnaver hafa mikil áhrif á nærumhverfið og eru for ­ senda fyrir rekstri sæstrengja. Í því sam hengi nægir að nefna jákvæð áhrif sem íbúar Suðurnesja finna nú þegar fyrir frá gagnaveri Verne Global. Við lítum svo á að strengur Emerald stuðli til langs tíma að hagvexti og at vinnu uppbyggingu sem skilar sér í auknum lífs gæð ­ um í landinu.“ Gísli bendir á þau jákvæðu áhrif sem upp ­ bygg ing gagnavera hefur haft í nágranna lönd um. „Uppbygging gagnavera á Íslandi er eitt af fjárfest ingar ­ tækifærum sem liggja rétt handan við hornið, svipað og við höfum séð gerast annars staðar á Norðurlöndunum og á Írlandi á síðustu misserum. Fyrirtæki eins og Google, Microsoft og Facebook hafa sem dæmi reist gagnaver í þess um löndum. Um miklar fjárfestingar er að ræða. Um miðjan desember síðastliðinn tilkynnti Microsoft til að mynda stækkun á gagnaveri sínu á Írlandi upp á 230 milljónir dollara eða tæpa 30 milljarða króna. Heildarfjárfesting fyrir ­ tækisins í gagnaverinu er þannig komin upp í um 100 milljarða króna. Því er ljóst að mikið er í húfi og sóknarfærin mörg.“ Lágmarksfjárfesting gæti haft mikið að segja Gísli segir að Ísland hafi án vafa samkeppnisforskot þegar kemur að uppbyggingu gagna vera í heiminum. „Landið er vel staðsett og með tryggt aðgengi að grænni og áreiðanlegri orku. Hið íslenska rok og kuldi gagnast einnig þegar kemur að uppbyggingu gagnaveranna sem ákjósanlegra er að reisa á stöðum þar sem slík veðrátta ríkir. Gagnaver kalla einnig á sérhæft starfslið þegar kemur að menntun og sérfræðiþekkingu. Bæði í bein­ um störfum og ýmiss konar afleiddri starfsemi og þjón ustu ­ störfum í kring.“ Hann bendir á að þrátt fyrir aug ljósa kosti hafi ekki enn tekist að draga stóra aðila í gagna versgeiranum til lands ­ ins. „Tækifærin eru fjölmörg og raunar vantar lítið upp á til að hér sé allt til staðar. Til þess af raunverulegum Með lágmarksfjárfestingu í grunn ­ innviðum og nokkrum breyt ­ ingum á rekstrarumhverfi má ná enn meiri árangri.“ Jafnrétti og samfélags - ábyrgð Þegar kemur að fjárfest ingar ­ kostum segir Gísli að mann ­ auður skipti miklu máli. „Við, eins og allir aðrir, viljum ráða besta starfslið sem völ er á, gæta að jafnréttissjónarmiðum og ­lögum, bæði þegar seta í stjórn er annars vegar en einn­ ig þegar kemur að ábyrgð, stjórnun og launagreiðslum.“ Samfélagsábyrgð er í heiðri höfð í allri starfse mi fyrir ­ tæk isins og reynt að tryggja á öllum stigum að rekstur hafi sem jákvæðust áhrif á hags ­ muni lands og þjóðar. „Á Íslandi verðum við að geta boðið tækifæri og lífskjör eins og best verður á kosið í heiminum. Það gerum við til dæmis með því að horfa sérstaklega til fyrirtækja í nýsköpun og hlúa þannig að grasrótinni.“ THuLe iNveSTMeNTS velta: 122 millj. kr. Fjöldi starfsmanna: 7 (5 fte) Framkvæmdastjóri: Gísli hjálmtýsson Stjórnarformaður: Gísli hjálmtýsson Stefna: meginmarkmið thule investments er að fjárfesta í ungum fyrirtækjum sem starfa á sviði nýrra atvinnugreina. Björn Brynjúlfsson, Linda Metúsalemsdóttir og Björn Þór Karlsson.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.