Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 105

Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 105
FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 105 Á leið á hlutabréfamarkað aðstoðar. Við rýndum sjálf gögn og kannanir auk þess sem við ræddum við mikinn fjölda við ­ skiptavina. Í þeim samtölum kom margt áhugavert fram þar sem viðskiptamenn mátu okkur jafnvel betur á mörgum sviðum en við gerðum sjálf. Að sama skapi fengum við dýrmætar ábendingar um það sem við gæt um gert betur. Þar bar hæst ákall þeirra um frumkvæði og einfaldleika.“ Hermann segir að hjá Sjóvá starfi samstilltur og öfl ugur hópur starfsfólks þar sem kynja hlutföll, aldur, mennt ­ un og starfsaldur er í góðu jafn vægi. „Niðurstöður starfs ­ ánægju könnunar og könnunar á frammistöðu stjórnenda voru einnig sérlega ánægjulegar. Á hvorum tveggja vígstöðvum skorum við mjög hátt og langt yfir meðaltölum. Í mínum huga er þetta ekki síður dýrmætt en góð niðurstaða í fjárhagslegum þáttum. Það má meira að segja halda því fram að starfsánægja skapi grunn að betri fjárhags ­ leg um niðurstöðum þar sem allt snýst þetta um gæði og upp lifun viðskiptavina af þjón ­ ustu okkar.“ Hefur náð fyrri stöðu Hermann segir að starfsfólk Sjóvár sé á kafi í undirbúningi fyrir skráningu fyrirtækisins á hluta bréfamarkað. „Það verður eðlilega í for ­ gangi hjá okkur fram á vor. Allt frá því nýir eigendur komu að félaginu 2011 hefur vilji þeirra staðið til þess að skrá félagið á hlutabréfamarkað. Þessi skýra stefna hefur hjálpað okkur í framkvæmdastjórn við allar ákvarðanatökur og mark miða ­ setningu. Það ríkir mikill metn ­ aður hjá bæði stjórn og stjórn ­ endum að gera vel og standast þannig væntingar eigenda og starfsmanna og væntanlegra fjárfesta við skráningu. Á undan ­ förnum árum hefur gríðarlega margt áunnist og nú er svo komið að Sjóvá hefur náð fyrri stöðu. Allir helstu mæli kvarðar eru á góðum stað. Ég hef enga ástæðu til að ætla annað en viðtökurnar verði góðar bæði ef litið er til þeirra félaga sem þegar hafa skráð sig á markaði undangengið ár og svo líka þegar litið er til afkomu, rekstrar og innviða hjá Sjóvá.“ Hagkvæmt að huga að umhverfinu Sjóvá hefur sett sér stefnu um samfélagslega ábyrgð og lítur svo á að félagið skuli starfa í sátt við samfélag og umhverfi því það stuðli að vexti og viðgangi félagsins til framtíðar. „Við leggjum áherslu á for ­ varnir í samvinnu við við ­ skipta vini okkar og viljum með faglegu og mark vissu forvarnastarfi lágmarka áhættu og tjón. Við erum aðal styrktar ­ aðili Slysavarna félagsins Lands bjargar og styðjum við fjöl breytt verkefni þess, enda er það á sömu línu og við; að lágmarka tjón og fyrirbyggja slys. Við styðjum einnig við íþróttastarf, bæði sem aðili að ólympíufjölskyldunni og við barna­ og unglingastarf um allt land. Við höfum einnig verið aðalstyrktaraðili Kvennahlaups ÍSÍ frá upphafi hlaupsins. Í stefnu okkar um samfélags ­ lega ábyrgð leggjum við áherslu á að starfa í sátt við umhverfið. Við höfum verið í fararbroddi í endurnýtingu vara hluta við tjónaviðgerðir á ökutækjum án þess þó að það komi á nokkurn hátt niður á gæðum viðgerða. Hvað varðar okkar innra starf höfum við jafnhliða betri nýtingu á hús ­ næði tekið stærri skref í að fyrirbyggja sóun og auka endur vinnslu. Við fækkuðum til að mynda prenturum í notkun í höfuðstöðvunum úr 50 í níu og minnkuðum prent ­ un um 52% á 13 mánuðum. Við höfum því minnkað pappírs ­ notkun um þrjú tonn á þessu rúma ári. Við flokkum nú allt sorp og starfs fólk hefur tekið mjög vel við sér enda flestir vanir því að flokka heima.“ Langtímahugsun og auðlindir Hermann segist alltaf vera bjart ­ sýnn um áramót og um leið þakk látur fyrir árið sem er að líða. „Þótt vissulega séu óvissu ­ þættir uppi eins og lausir kjara ­ samningar og óvissa í efnahags­ og gjaldeyrismálum má samt segja að ef við berum gæfu til að vinna saman að leiðum til bættra lífskjara þá eru fá lönd sem hafa í raun og sann jafnmikið til að bera, með tilliti til auðlinda og innviða, og við höfum hér. Ef vel er á haldið geta þau bætt lífskjör okkar til langrar framtíðar. Helsti veik­ leiki okkar er hversu mikið okkur greinir á um grunnstoðir í sam félaginu. Leiðirnar eru örugglega nokkrar sem hægt er að velja en við getum ekki umturnað þeim á nokkurra ára fresti. Við þurfum að koma okkur saman um leiðir í grund ­ vallarþáttum og halda okkur við þær til a.m.k. 20 ára og við munum uppskera mun betur en annars.“ Hermann segist hafa þær vænt ­ ingar til næstu tveggja ára að það náist stöðugleiki á vinnu markaði ásamt stöðugu verð lagi og lækk­ andi vöxtum. „Ég vona að gjaldeyrishöftum verði aflétt í skrefum á næstu tveimur árum og sala ríkiseigna lækki skuldir ríkisins. Vonandi tekst okkur að nýta auðlindir okkar þannig að þær skapi okkur tekjur til langs tíma og með sjálfbærum hætti. Þarna á ég helst við orkuauðlindir og sjávarútveg sem hafa og munu skapa okkur mikil gæði. Sama má segja um ferðaiðnað en þar stöndum við á krossgötum í þeim skilningi að mikilvægt er að höfða til ferðamanna sem eru tilbúnir að borga fyrir gæði. Það er gríðarlega mikilvægt að nú verði skapað svigrúm til aukinnar framleiðslu og út ­ flutnings. Það mun bæta hag okkar allra.“ „Það má halda því fram að starfsánægja skapi grunn að betri fjár hagslegum niður ­ stöðum þar sem allt snýst þetta um gæði og upplifun viðskiptavina af þjónustu okkar“. SjÓvÁ velta 2013: heildariðgjöld 2012 voru 12,7 milljarðar Fjöldi starfsmanna: 179 stöðugildi Framkvæmdastjóri: hermann Björnsson Stjórnarformaður: erna Gísladóttir Stefnan: hlutverk: við tryggjum verðmætin í þínu lífi Framtíðarsýn: sjóvá er tryggingafélag sem þér líður vel hjá. StJóRN SJóVÁR: Frá vinstri: Kristín Haraldsdóttir, Erna Gísladóttir stjórnarformaður, Heimir V. Haraldsson, Ingi Jóhann Guðmunds­ son og tómas Kristjánsson varaformaður. Ágústa Björg Bjarnadóttir mannauðsstjóri Sjóvár. Mynd frá Sjóvár – deginum okkar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.