Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 124

Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 124
124 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 efnaHaGsMáL Ævi og störf Heiðar guðjónsson Fæddur 22. apríl 1972. Sonur Guðjóns Magnússonar læknis og Sigrúnar Gísladóttur skóla - stjóra. Tvíburabróðir er Hall- dór Fannar, eðlisfræðingur og yfirforritari hjá CCP, en eldri bróðir Arnar Þór skurðlæknir. Kvæntur Sigríði Sól Björns- dóttur, viðskiptafræðingi hjá Icelandair. Þrjú börn. Stúdentspróf frá Verzlunar- skóla Íslands. Próf í hagfræði frá Háskóla Íslands. Vann fyrir Fjárvang, Íslands- banka og vogunarsjóðinn GIR hjá Kaupþingi New York auk þess að vera framkvæmda- stjóri hjá Novator Partners í London. Vinnur hjá eigin fjárfestinga- fyrirtæki, Ursus, og situr í stjórn Vodafone. Er stærsti hluthafi og einn stofnenda Eykon Energy, norsks- íslensks olíuleitarfyrirtækis. Útgáfa: Norðurslóðasókn – Ísland og tækifærin, útg.: 2013. Öug lausn sem auðveldar fyrirtækjum og sveitarfélögum að halda utan um mál og fylgiskjöl. Stjórnendur hafa yrsýn yr gang mála og notendur geta á einfaldan hátt séð stöðu mála sem þeir bera ábyrgð á. Vefgátt sem gerir fyrirtækjum og sveitarfélögum kleift að veita þjónustu allan sólahringinn, allt árið um kring. Rafrænir innri ferlar eru tengdir við þjónustugátt fyrir íbúa eða viðskiptavini, þar sem þeir geta á sjálfvirkan máta sent inn og fylgst með umsóknum og erindum á vefnum. Tímaskráningarker sem heldur utan um tíma sem fer í einstök mál, verkefni, og verkefnaokka, t.d. eftir tegundum viðskiptavina. Lausn sem auðveldar allt vinnferli við útgáfu og utanumhald gæðahandbóka og skjala þeim tengdum. Góð yrsýn yr gerða samninga geta hæglega veitt gott samkeppnisforskot og komið í veg fyrir, eða dregið verulega úr, áhættu. Hagkvæm lausn sem gerir kleift að sjá allar upplýsingar um viðskiptavini á einum stað, hvort sem um ræðir samskipti og skjöl eða t.d. árhagslegar upplýsingar úr ERP kerfum. Tryggir rekjanleika á uppruna skjala, hver gerði hvað og hvenær. Hver opnaði og skoðaði skjal og heldur utan um breytingarsögu þess. Þitt eigið verkefnasvæði innanhúss eða verkefnavefur á örfáum mínútum, með möguleika á aðgangi verktaka og eiri aðila inn á læst verkefnasvæði eða vef. WorkSpace Records Crm BigBrother VELJUM ÍSLENST - VELJUM ÍS LE NS KT -V EL JUM ÍSLENSKT - Starfsfólk OneSystems þakkar viðskiptavinum sínum frábært samstarf á liðnu ári. OneSystems - sími: 660 8551 | fax: 588 1057 | www.one.is | one@one.is www.one.is höfnin á þessu svæði og Kefla­ víkurflugvöllur stærsti flug völl ­ urinn. Ísland getur hæglega endurheimt stöðu sína sem mið stöð þjónustu á norðurslóð, enda höfum við íslausar hafnir árið um kring, eitt landa norður­ skautsins. Að auki höfum við byggt upp sterka innviði svo sem heilbrigðiskerfi, fjarskipti og al þjóðaviðskipti sem er nauð synlegt til að geta stutt við auk inn mannfjölda og viðskipti á þess um slóðum,“ segir Heiðar. Von um olíu Heiðar er líka stærsti eigandi í Eykon Energy, olíuleitarfélagi sem hefur tvö af þremur sérleyf ­ um á Drekasvæðinu. Það er á íslenska hluta landgrunnsins við Jan Mayen og er þar í samvinnu við meðal annars CNOOC, sem er eitt af 100 stærstu fyrirtækjum í heimi og mjög umsvifamikið á norðurslóðum, sérstaklega í kringum Norður­Ameríku, og norska ríkisolíufélagið Petoro. Rannsóknir eru að vísu ekki langt komar þarna miðað við mörg önnur svæði við Norður­ Atlants haf en rannsóknum verður haldið áfram, fyrst með berg málsmælingum og svo hugsanlega með tilrauna bor un ­ um árið 2018. Það er búið að sýna fram á að við Jan Mayen er brot af sama meginlandi og er við Noreg og Austur­Grænland. Það lofar góðu en engar lindir eru enn fundnar. „Mér finnst það vera ábyrgðar ­ hluti að Íslendingar taki þátt í leit innan okkar lögsögu, enda þurfum við að eiga sæti við borð ið og fylgjast vel með fram ­ kvæmdum. Ef vel tekst til, eins og hjá frændum okkar í Færeyjum, gæti orðið til fjórða stoðin í út ­ flutningi Íslendinga; þjónusta við olíuleit,“ segir Heiðar Ekki búandi við krónuna Möguleikarnir eru því margir að mati Heiðars, en samt: Það er erfitt að standa í alþjóðlegum viðskiptum með íslensku krón ­ una. Um þetta efni hefur Heiðar skrifað mikið og þá sér stak ­ lega um möguleikann á að taka upp aðra mynt einhliða. Þar hefur hann sérstaklega nefnt Kanadadollarinn – enda traust norðurslóðamynt að mati Heiðars – en hann telur aðal ­ atriðið vera að ekki sé búandi við núverandi stöðu og krónuna til lengdar. Gjaldmiðlar eigi að auð velda viðskipti en ekki hamla þeim. „Það eru til nokkrir alþjóðlegir gjaldmiðar. Þeim er haldið fljót andi með sjálfstæðri pen ­ ingastefnu. Svo eru aðrir gjald ­ miðlar sem eru tengdir við þá alþjóðlegu. Við höfum valið það versta úr báðum þessum leiðum, því við búum ekki við sjálfstæða peningastjórn þegar krónan fær ekki að fljóta en ekki heldur við alþjóðlegt frelsi því höftin læsa okkur inni,“ segir hann. „Þjóðargjaldmiðli fylgja völd og þau völd vilja stjórnmálamenn ekki láta frá sér heldur halda möguleikanum á að prenta pen inga til að loka fjárlagagati. Það er hægt að fella gengið til að hygla ákveðinni atvinnugrein eða þrýstihópi. Þjóðargjaldmiðill er ekki til fyrir almenning heldur stjórnmálamennina. Í gjald ­ miðla umræðunni tekst á tvenns konar hugmyndafræði; annars vegar þeirra sem vilja halda þjóðargjaldmiðli til að treysta völd ríkisins með hagstjórn og hins vegar þeirra sem vilja frelsi í gjald miðlamálum þannig að al menningur og fyrirtæki geti valið þá mynt sem þeim hentar best í viðskiptum. Ef við höldum í krónuna heftir það fyrirtækin og einstaklingana en eykur vald ríkisins yfir þeim,“ segir Heiðar. Fjárfestingar á Íslandi Heiðar komst síðast í fréttir vegna áforma um að kaupa minni hluta í HS­veitum í hópi með öðrum fjárfest um, þar á meðal lífeyris ­ sjóðum og trygginga félögum. „Þetta er fjárfesting sem borgar sig á nokkrum áratugum en er áhættulítil og traust því alltaf þarf að dreifa rafmagni og veita vatni í landinu,“ segir Heiðar, en tekur fram að kaupin séu enn ófrágengin: Þetta er tilboð í eignarhlut sem verið hefur til sölu í tvö ár. Heiðar hefur einnig keypt hlut í Vodafone. Hann lítur líka á þau kaup sem framtíðarfjárfestingu: „Gagnaflutningar tvöfaldast á tveggja ára fresti og fjarskipta­ mark aðurinn litast mikið af því. Fjarskipti eru grunnstoð í hverju hagkerfi og nauðsynlegir innviðir í hverju landi. Ég tel að fjarskiptamarkaðurinn á Íslandi sé mjög áhugaverður, líkt og um allan heim,“ segir Heiðar. Ytri þættir hagfelldir En hvernig er útlitið annars heima? Það eru gjaldeyrishöft og lítill vöxtur í hagkerfinu. Er vænlegt að flytja heim við þessar aðstæður? „Ytri þættir eru hagfelldir en innri þættir í ólagi, en þeir eru allir á okkar valdi svo það er okkar að bæta úr þeim,“ segir Heiðar. Hann útskýrir þetta nánar: „Við erum í kerfi þar sem verð á því sem við framleiðum hefur hækkað mikið síðustu 15 ár en lífskjör hafa staðið í stað og þjóðartekjur eru svipaðar og árið 1999. Kerfið vinnur ekki úr auðlindunum með hagkvæmum hætti,“ segir Heiðar. Hann nefnir nokkrar ástæður fyrir því að „kerfið vinnur ekki úr auðlindunum“: Það vantar gjaldgengan gjaldmiðil. Einnig að landsmenn búa við fjármálakerfi sem var endurreist í sömu mynd og það sem hrundi. Og að hið opinbera er of fyrirferðarmikið í hagkerfinu með sína þungu skuldabyrði. Ofan á þetta eru þrotabú gömlu bankanna enn óuppgerð, meira en fimm árum eftir fall þeirra. „Núna er færi á að gera up þrotabúin og loka þeim pakka. Þrotabúin virðast vera rétthærri en almenningur og venjuleg fyrirtæki í landinu. Þau eru ekki háð skilaskyldu á gjaldeyri en voru blessunarlega að missa undanþágu sína frá skatti ný ­ verið. Við getum ekki verið gestir í eigin landi,“ segir Heiðar. „Gjaldmiðil er hægt að fá með því að taka upp t.d. Kana da doll ­ ar. Það er miklu einfaldari aðgerð en haldið er fram af yfirvöldum,“ segir Heiðar og bendir á að 33 lönd hafi tekið upp alþjóðlega mynt með þeim hætti og það hafi alls staðar tekist vel. Rafstrengur raunhæfur Síðan er sá vandi að nýting auð ­ linda er ekki alltaf hagkvæm. Þó telur Heiðar að sjávarútvegur standi vel í alþjóðlegum saman­ „Við höfum valið það versta úr báðum þess­ um leiðum, því við búum ekki við sjálf ­ stæða pen inga stjórn þegar krónan fær ekki að fljóta en ekki held ­ ur við alþjóðlegt frelsi því höftin læsa okkur inni.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.