Frjáls verslun - 01.11.2013, Qupperneq 160
160 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013
2014
Stóri niðurskurðurinn kemur
ekki niður á kvikmyndum
sem ráðgert er að frumsýna
á næsta ári en líta verður á
að áætlanir standast ekki
alltaf og algengt er að fresta
sýningum af ýmsum orsökum
en svona lítur listinn út eins
og staðan er í dag.
Vonarstræti. Leikstjóri: Baldvin
Z. Vonarstræti gerist árið 2006
og fjallar um þrjá einstaklinga
sem allir standa frammi fyrir
stórum ákvörðunum í lífi sínu:
Móri er fyllibytta og rithöfundur
sem hefur nýlokið við að skrifa
sjálfsævisögu sína. Hann berst
við fortíðardrauga. Eik er ung
móðir og leikskólakennari sem
er flækt inn í vændi til að geta
séð fyrir sér og dóttur sinni
og Sölvi er frægur fyrrverandi
knattspyrnumaður sem virðist
vera á réttri leið í viðskipta
heim inum áður en allt hrynur. Í
aðal hlutverkum eru Þorsteinn
Bach mann, Hera Hilmarsdóttir
og Þorvaldur Davíð Kristjánsson.
Borgríki II er framhald spennu
myndarinnar Borgríkis sem
gerð var 2010, Ólafur De Fleur
Jóhannesson leikstýrir. Gunnar
er sem fyrr ein aðalpersónan.
Nú hefur hann misst veldi sitt
til Sergejs og er í hefndarhug.
Hannes, ungur og upprennandi
lögreglumaður, fær nýja stöðu
í innra eftirliti lögreglunnar og
ætlar að taka til hendinni. Hann
fær ábendingu um spilltan
yfir mann og ákveður að fylgjast
með honum til að koma einnig
höndum yfir Sergej og gengi
hans. Í helstu hlutverkum eru
Ingvar Eggert Sigurðsson, Darri
Ingólfsson, Ágústa Eva Erlends
dóttir, Sigurður Sigurjónsson,
Zlatko Krickic og Hilmir Snær
Guðnason.
Fúsi. Leikstjóri Dagur Kári Pét
ursson. Titilpersónan er liðlega
fertugur og býr einn með móður
sinni. Líf hans er í afar föstum
skorðum og lítið sem kemur
á óvart. Hann minnir á unga
sem hefur komið sér þægilega
fyrir í hreiðrinu og hefur enn
ekki haft kjark til að hefja sig
til flugs. Þegar ung stúlka og
kona á hans reki koma óvænt
inn í líf hans fer allt úr skorðum
og hann þarf að takast á við
ýmislegt í fyrsta sinn. Gunnar
Jónsson leikur Fúsa og hefur
Dag ur Kári látið hafa eftir sér að
hlutverkið sé skrifað fyrir hann.
Harry og Heimir: Morð eru til
alls fyrst. Leikstjóri: Bragi Þór
Hinriksson. Einkaspæjararnir
Harrý og Heimir fá þokkadísina
Díönu Klein í heimsókn. Hún
vill fá þá til að hafa uppi á föður
sínum, sem virðist hafa horfið
sporlaust á hálendi Íslands.
Harrý og Heimir leggja í leiðang
ur upp á hálendið og tekst að
stöðva svívirðilegt samsæri
danskra skíðaáhugamanna um
að stela íslenska hálendinu og
flytja það úr landi. Í aðalhlut
verk um eru Örn Árnason, Karl
Ágúst Úlfsson og Sigurður
Sigur jónsson.
París norðursins. Leikstjóri:
Hafsteinn Gunnar Sigurðsson.
Myndin fjallar um Huga sem
hefur fundið skjól frá flækjum
lífsins í litlu kyrrlátu þorpi úti
á landi, sækir AAfundi, lærir
portúgölsku og kann ágæt
lega við sig í fámenninu. Þegar
hann fær símhringingu frá föður
sínum, sem boðar komu sína,
er hið einfalda líf skyndilega í
uppnámi. Í hlutverki Huga er
Björn Thors.
Sumarbörn. Leikstjóri: Guðrún
Ragnarsdóttir. Sumarbörn fjallar
um tvíburasystkinin Eydísi og
Kára sem eru send á Silunga
poll vegna heimiliserfiðleika og
fátæktar. Börnin trúa því statt og
stöðugt að dvölin verði stutt, en
biðin veldur þeim síendurtekn
um vonbrigðum. Dagarnir
líða, en Eydís, með sinn sterka
lífsvilja og lífsgleði, yfirstígur
hverja hindrunina eftir aðra með
ráðsnilld og dugnaði meðfram
því að líta eftir Kára bróður
sínum. Aðalleikkonan, Kristjana
Thors, er sex ára og Stefán Örn
Eggertsson, sem leikur Kára,
var fimm ára meðan á tökum
stóð.
Grafir og bein. Leikstjóri:
Anton Sigurðsson. Myndin
fjallar um hjónin Gunnar og
Sonju sem erfa hús úti á landi.
Þegar þau koma á staðinn
fer óhugnanleg atburðarás
af stað sem lætur þau takast
á við drauga fortíðarinnar.
Með helstu hlutverk fara Björn
Hlynur Haralds son, Nína
Dögg Filippus dóttir, Gísli Örn
Garðarsson, Ólafía Hrönn Jóns
dóttir og Magnús Jónsson.
„Sumarbörn fjallar
um tvíburasystkinin
Eydísi og Kára sem
eru send á Silungapoll
vegna heimiliserfi ð
leika og fátæktar.“
Sumarbörn í leikstjórn Guðrúnar Ragnarsdóttur er ein þeirra kvikmynda sem áætlað er að frumsýna 2014.
kVikMyndaárið 2013