Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 162

Frjáls verslun - 01.11.2013, Side 162
162 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013 fóLk Sigurður Bjarnason, fyrrverandi bóndi á Hofsnesi, fór árið 1991 að bjóða ferða mönnum að fara með sér út í Ingólfshöfða á heykerrunni sinni en sjálfur sat hann við stýrið á traktorn­ um. Ævintýrið vatt upp á sig, fyrirtækið Öræfaferðir varð til og í dag er það sonur hans, Einar, sem situr þar við stýrið. Um sann kallað fjölskyldufyrirtæki er að ræða en Einar vinnur allan ársins hring við fjallaleiðsögn og jöklagöngur ásamt stjúpsyni sínum, Aroni, og unnustu hans, Helen. Boðið er áfram á sumrin upp á ferðir út í Ingólfshöfða, sem bæði er mikill sögustað­ ur og sérstaklega hentugur staður til að skoða fugla eins og lunda og skúm, auk þess sem fyrir tækið býður ferðir á jökla og fjöll í ríki Vatnajökuls. Eigin kona Einars, Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir, hefur tekið við að fara í ferðirnar út í Ingólfs höfða af tengdaföður sínum, sem sestur er í helgan stein, en Einar og Aron hafa verið á fullu þar líka auk þess að sinna fjallaleiðsögn. Það er líka nóg að gera á veturna og sækja t.d. ljósmyndahópar í leiðsögn þeirra í íshellum og segir Einar að það sé næstum því uppbókað alla daga í vetur í slíkar ferðir. „Við búum á Hofsnesi og erum að kaupa gamla verslunar­ húsið á Fagurhólsmýri sem við ætlum að gera upp. Þar verður von andi starfsstöð okkar í fram tíðnni en við gerum ráð fyrir að þar verði móttaka fyrir ferðamenn og kaffihús.“ Einar segir að fjallamennska og klifur séu aðaláhugamál sín sem og ljósmyndun. „Ef ég á frí á þessum tíma þá er mig helst að finna í einhverjum ísfossi að klifra. Ég ætlaði þegar ég var yngri að verða ljósmyndari þegar ég yrði stór,“ segir Einar sem tekur oft myndir auk þess að hafa gaman af því að vera leiðsögumaður ljósmyndara frá ýmsum löndum sem koma á veturna til að taka myndir í íshellum undir leiðsögn hans. Hann á fleiri áhugamál. „Ég byrjaði að læra á bassa fyrir þremur árum en ég hef gaman af tónlist og hlusta á alla vega tónlist. Svo hef ég alltaf verið mikill lestrarhestur en fjölskyld­ an les mikið.“ Svo er það spurning um fríin. „Við fáum aldrei sumarfrí,“ segir hann og það þurfti eiginlega ekki að spyrja að því, það lá beint við. „Fyrirtækið fór virkilega að bless­ ast hjá okkur fyrir um tveimur árum þannig að við getum dregið andann aðeins léttar. Við ætlum í framtíðinni kannski að fara í um tíu daga frí í apríl og þriggja vikna frí í september á milli vertíða. Það er langt síðan ég fór í almennilegt frí en við vinnum alla daga nema sunnu­ daga.“ Vinna frá fjöru til fjalla – Einar Rúnar Sigurðsson leiðsögumaður „Ef ég á frí á þessum tíma þá er mig helst að finna í einhverjum ísfossi að klifra. Ég ætl aði þegar ég var yngri að verða ljósmyndari þegar ég yrði stór,“ segir Einar. Nafn: Einar Rúnar Sigurðsson Fæðingarstaður: Selfoss, 26. júlí 1968 Foreldrar: Álfheiður Ósk Einarsdóttir og Sigurður Bjarnason Maki: Matthildur Unnur Þorsteinsdóttir Börn: Ísak, 11 ára, Matthías, 10 ára, og stjúpsonur, Aron Franklín Jónsson, 22 ára Menntun: Stúdentspróf frá Framhaldsskólanum í Vest- mannaeyjum Einar Rúnar Sigurðsson leiðsögumaður.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.