Frjáls verslun - 01.11.2013, Qupperneq 162
162 FRJÁLS VERSLUN 11. 2013
fóLk
Sigurður Bjarnason, fyrrverandi bóndi á Hofsnesi, fór árið 1991 að bjóða ferða mönnum að
fara með sér út í Ingólfshöfða
á heykerrunni sinni en sjálfur
sat hann við stýrið á traktorn
um. Ævintýrið vatt upp á sig,
fyrirtækið Öræfaferðir varð til og
í dag er það sonur hans, Einar,
sem situr þar við stýrið. Um
sann kallað fjölskyldufyrirtæki er
að ræða en Einar vinnur allan
ársins hring við fjallaleiðsögn
og jöklagöngur ásamt stjúpsyni
sínum, Aroni, og unnustu hans,
Helen. Boðið er áfram á sumrin
upp á ferðir út í Ingólfshöfða,
sem bæði er mikill sögustað
ur og sérstaklega hentugur
staður til að skoða fugla eins
og lunda og skúm, auk þess
sem fyrir tækið býður ferðir á
jökla og fjöll í ríki Vatnajökuls.
Eigin kona Einars, Matthildur
Unnur Þorsteinsdóttir, hefur
tekið við að fara í ferðirnar út
í Ingólfs höfða af tengdaföður
sínum, sem sestur er í helgan
stein, en Einar og Aron hafa
verið á fullu þar líka auk þess
að sinna fjallaleiðsögn. Það er
líka nóg að gera á veturna og
sækja t.d. ljósmyndahópar í
leiðsögn þeirra í íshellum og
segir Einar að það sé næstum
því uppbókað alla daga í vetur í
slíkar ferðir.
„Við búum á Hofsnesi og erum
að kaupa gamla verslunar
húsið á Fagurhólsmýri sem
við ætlum að gera upp. Þar
verður von andi starfsstöð okkar
í fram tíðnni en við gerum ráð
fyrir að þar verði móttaka fyrir
ferðamenn og kaffihús.“
Einar segir að fjallamennska
og klifur séu aðaláhugamál sín
sem og ljósmyndun. „Ef ég á frí
á þessum tíma þá er mig helst
að finna í einhverjum ísfossi
að klifra. Ég ætlaði þegar ég
var yngri að verða ljósmyndari
þegar ég yrði stór,“ segir Einar
sem tekur oft myndir auk þess
að hafa gaman af því að vera
leiðsögumaður ljósmyndara
frá ýmsum löndum sem koma
á veturna til að taka myndir í
íshellum undir leiðsögn hans.
Hann á fleiri áhugamál. „Ég
byrjaði að læra á bassa fyrir
þremur árum en ég hef gaman
af tónlist og hlusta á alla vega
tónlist. Svo hef ég alltaf verið
mikill lestrarhestur en fjölskyld
an les mikið.“ Svo er það
spurning um fríin. „Við fáum
aldrei sumarfrí,“ segir hann og
það þurfti eiginlega ekki að
spyrja að því, það lá beint við.
„Fyrirtækið fór virkilega að bless
ast hjá okkur fyrir um tveimur
árum þannig að við getum
dregið andann aðeins léttar. Við
ætlum í framtíðinni kannski að
fara í um tíu daga frí í apríl og
þriggja vikna frí í september á
milli vertíða. Það er langt síðan
ég fór í almennilegt frí en við
vinnum alla daga nema sunnu
daga.“
Vinna frá fjöru til fjalla
– Einar Rúnar Sigurðsson leiðsögumaður
„Ef ég á frí á þessum tíma þá er mig helst að finna í einhverjum ísfossi að klifra. Ég ætl aði
þegar ég var yngri að verða ljósmyndari þegar ég yrði stór,“ segir Einar.
Nafn: Einar Rúnar Sigurðsson
Fæðingarstaður: Selfoss, 26.
júlí 1968
Foreldrar: Álfheiður Ósk Einarsdóttir
og Sigurður Bjarnason
Maki: Matthildur Unnur
Þorsteinsdóttir
Börn: Ísak, 11 ára, Matthías, 10 ára,
og stjúpsonur, Aron Franklín
Jónsson, 22 ára
Menntun: Stúdentspróf frá
Framhaldsskólanum í Vest-
mannaeyjum
Einar Rúnar Sigurðsson leiðsögumaður.