Víkurfréttir - 05.01.2012, Qupperneq 14
14 FIMMTUdagUrInn 5. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Árið 2011 verður ekki lengi haft í
manna minnum á Suðurnesjum
þegar kemur að glæstum sigrum
og framúrskarandi árangri.
Auðvitað komu titlar á strendur
Suðurnesja en oftar en ekki
hafa stærstu lið svæðisins,
körfuboltaliðin í úrvalsdeild, og
knattspyrnuliðin sem einnig leika
í efstu deild náð betri árangri.
Hæst verður hafður í minnum
árangur körfuboltans í Keflavík
en hann verður sennilega ekki
hægt að toppa. Afrekið sem
Keflavíkurstúlkur unnu á síðasta
tímabili var ótrúlegt og sennilega
er um að ræða einhvers konar
heimsmet. Keflavíkurstúlkur unnu
alla Íslandsmeistaratitla sem voru
í boði í vetur í 8 flokkum, frá 6.
flokki upp í meistaraflokk. Liðin
unnu líka alla bikarmeistaratitla
nema einn og því er óhætt að
segja að þetta hafi verið einstakt
ár hjá stelpunum í Keflavík.
Keflvíkingar tryggðu sér
Íslandsmeistaratitilinn í
meistaraflokki eftir að hafa háð
skemmtilegt einvígi við granna
sína úr Njarðvík. Einvígið endaði
3-0 en leikirnir voru fjörugir og
spennandi. Sannarlega glæsilegt
að sjá lið frá sama bæjarfélaginu
leika til úrslita í einni af stærstu
íþróttum þjóðarinnar.
Hjá körlunum komu engir titlar
í hús en Keflvíkingar duttu út
í undanúrslitum eftir ægilegt
einvígi gegn KR-ingum, en þar
varð lokastaðan 3-2. Njarðvíkingar
töpuðu 2-0 gegn KR í 8-liða
úrslitum og Grindvíkingar
fóru sömuleiðis í frí eftir 8-liða
úrslitin, en þeir máttu sætta sig
við tap gegn Stjörnunni 2-1.
Fjöldi einstaklinga sem urðu
Íslandsmeistarar innan aðildarfélag
ÍRB voru 214 á árinu 2011.
Íslandsmeistaratitlar
unnust í 9 íþróttagreinum
hjá 5 íþróttafélögum.
Hjá Njarðvík áttu fjórar deildir
Íslandsmeistara og hjá Keflavík
áttu fjórar deildir Íslandsmeistara.
Þá áttu AIFS, Máni og Nes
einnig Íslandsmeistara.
Flestir urðu Íslandsmeistarar
í körfuknattleik eða 93, og í
sundi urðu 48 einstaklingar
Íslandsmeistarar.
Sú deild eða félag sem átti
flesta Íslandsmeistara var
körfuknattleiksdeild Keflavíkur,
en þar urðu 65 einstaklingar
Íslandsmeistarar og það ótrúlega
gerðist á árinu 2011 að Keflavík
vann alla Íslandsmeistaratitla
í körfuknattleik sem í boði
voru eins og áður segir.
Grindvíkingar unnu titla á
árinu. Reynir Berg Jónsson varð
Íslandsmeistari í U17 í júdó í
sínum þyngdarflokki, Björn Lúkas
Haraldsson varð Íslandsmeistari
U17 og Norðurlandameistari U17
í sínum þyngdarflokki og Ylfa Rán
Erlendsdóttir varð Íslandsmeistari
í unglingaflokki í taekwondó í
sínum þyngdarflokki. Einnig varð
8. flokkur karla Íslandsmeistari
í körfubolta karla. Körfuboltalið
ÍG vann svo 2. deildina síðasta
vor og leikur nú í 1. deild.
Botnbarátta í Pepsi-deildum
Fótboltaliðin riðu ekki feitum hesti
þetta sumarið og eftirminnilegast
er líklega hve ævintýralega
Grindvíkingar björguðu sér frá
falli úr úrvalsdeild karla með
sigri í Eyjum í síðustu umferð.
Keflvíkingar náðu 8. sæti Pepsi-
deildarinnar en voru þó aðeins
stigi fyrir ofan granna sína úr
Grindavík. Breytingar urðu
svo á þjálfaramálum beggja
liða en Keflvíkingar ákváðu að
semja ekki aftur við Willum
Þór Þórsson og sömdu þessi í
stað við heimamennina Zoran
Ljubicic og Gunnar Oddsson.
Grindvíkingar sömdu við hinn
litríka, og oft á tíðum umdeilda,
Guðjón Þórðarson en Ólafur
Örn Bjarnason lét af þjálfun
liðsins. Hann mun samt sem
áður leika áfram með liðinu.
Njarðvíkingar og Sandgerðingar
voru lengi vel nálægt
toppbaráttunni í 2. deild karla
í knattspyrnu og svo fór að
lokum að Njarðvíkingar rétt
misstu af lestinni eftir spennandi
lokaumferð þar sem þeir höfðu
6-4 sigur á grönnunum í Reyni.
Víðsmenn og Þróttur Vogum léku
í 3. deild þetta sumarið en áttu
engu sérstöku gengi að fagna.
Svo má ekki gleyma því
að Óskar Örn Hauksson,
Njarðvíkingurinn knái, var
lykilmaður í Íslandsmeistaraliði
KR í Pepsi-deild karla í
sumar. Suðurnesjamenn
eiga líka atvinnumenn í
fremstu röð á Norðurlöndum
eins og Loga Gunnarsson í
körfuboltanum og Jónas Guðna
Sævarsson í fótboltanum.
Í kvennaboltanum féllu
Grindavíkurstúlkur úr Pepsi-
deildinni á markatölu eftir
hetjulega baráttu. Þær byrjuðu
tímabilið afar illa og flestir
löngu búnir að afskrifa liðið.
Seinni hluta móts léku þær
þó skemmtilegan fótbolta og
voru eins og áður segir grátlega
nálægt því að halda sér uppi.
Keflvíkingar höfnuðu í 2. sæti 1.
deildar kvenna en liðið tapaði
einvígi sínu gegn Selfyssingum
um sæti í úrvalsdeild.
Golfunnendur á Suðurnesjum
fengu að njóta þess besta
sem íslenskt golf býður upp
á en Íslandsmótið í höggleik
var haldið á Hólsvelli í Leiru
seinni hluta júlímánaðar.
Suðurnesjamenn gerðu hins
vegar engar rósir á vellinum að
þessu sinni þó að umgjörðin
hafi verið frábær að öllu leyti.
Hestamenn frá Mána áttu gott
ár og þá sérstaklega Jóhanna
útspark Ómar JÓhannsson
Ómar Jóhannsson, markvörður og
starfsmaður í Fríhöfninni sparkar
pennanum fram á ritvöllinn.
Þá er komið nýtt og betra ár og daglegt líf fer að komast í samt
lag aftur eftir hátíðirnar. Allir búnir að éta yfir sig af kjöti,
kalkún, ís og konfekti. Nú er tíminn sem flestir ætla að efna
áramótaheitin sín um að fara í ræktina, taka mataræðið í gegn
og ná af sér nokkrum kílóum. Maður er heppinn ef maður
nær að hita upp á biluðu hjóli með einn pedala í ræktinni
því að hlaupabrettin eru full af fólki sem ætlar að koma sér í
toppform árið 2012.
Ég er samt ekki að kvarta, ég veit að ég verð kominn með
öruggt hlaupabretti í síðasta lagi í byrjun febrúar. Flestir
leggja af stað í átakið með góðum ásetningi en fæstir fylgja
því eftir lengur en í nokkrar vikur. Það verða bara þeir sömu
eftir og voru þar fyrir jól og fyrir páska og jólin þar á undan.
Reyndar með einhverjum undantekningum því það eru alltaf
nokkrir sem fara alla leið og taka sig virkilega á, en þeir eru
yfirleitt færri en þeir sem leggja af stað í upphafi árs.
Svona átak er eins og fjallganga. Það er mjög ólíklegt að þú
komist á toppinn ef þú byrjar á því að hlaupa upp hlíðina.
Margir fara allt of geyst af stað í ræktinni og hreinlega
sprengja sig. Það gæti verið gott að fara aðeins rólegar upp
fyrsta hjallann og finna rétta taktinn.
Það getur hjálpað mikið að fá leiðsögn frá einhverjum sem
þekkir góða leið upp fjallið. Það hafa ekki allir efni á flottum
einkaþjálfara sem væri best en internetið er sniðugur hlutur
og ekki erfitt að finna allskyns upplýsingar þar sem gætu
hjálpað. Það eru ekki margir sem klífa fjöll einir, fyrir utan að
það er miklu skemmtilegra í góðum félagsskap.
Þeir sem klífa fjöll hafa yfirleitt markmið, að komast á toppinn.
Þeir sem setja sér markmið í ræktinni og stefna að einhverju
aðeins meira áþreifanlegu en að komast í form (hringlótt
er líka form segir góður vinur minn) eru mun líklegri til að
ná árangri en hinir sem gera það ekki. Þeir ráfa bara um
fjallshlíðina og borða nestið sitt á góðum stað.
Vonandi verð ég ennþá hitandi upp á bilaða hjólinu um
páskana. Það þýðir að ég ásamt nokkrum öðrum höfum enst í
átakinu okkar. Öllum líður betur í hraustum líkama. Kannski
verður svo hjólið lagað einhvern tímann og þá verða allir
ánægðir. Annars er hægt að reyna aftur í janúar 2013 ef það
gengur ekki.
Gleðilegt ár
ÁramÓtahEIt
SUND - ÍRB
Sundráð ÍRB auglýsir nokkur laus pláss á sundæfingar. Prufuæfingar eru í Vatnaveröld á miðvikudögum
kl. 14:30-15:30 og er skráð í hópa þegar sundmenn hafa farið á eina prufuæfingu.
Skráning fer fram hjá gjaldkerum deildanna frá miðvikudeginum 11. janúar 2012.
UMFN: Herdís: sunddeild.umfn@gmail.com gsm: 6602481 og KEFLAVÍK: Hjördís
hjordiskrist@gmail.com gsm: 8460621
Allar nánari upplýsingar á heimasíðum félaganna www.keflavik.is/sund og www.umfn.is/sund
Margir hópar eru um það bil að fyllast, fyrstir koma fyrstir fá.
Akurskólalaug
Nokkur pláss laus
Gullfiskar, Silungar
og Laxar
(2-9 ára)
Sprettfiskar, Flugfiskar
og Sverðfiskar
(5-12 ára)
Heiðarskólalaug
Nokkur pláss laus
Gullfiskar, Silungar og
Laxar
(2-9 ára)
Sprettfiskar og
Flugfiskar
(5-11 ára)
Njarðvíkurlaug
Nokkur pláss laus
Silungar/Laxar
(3-9 ára)
Sprettfiskar og Flugfiskar
(5-11 ára)
Vatnaveröld
Sverðfiskar og
Háhyrningar
(7-13 ára)
Eldri hópur
(13 ára og eldri)
Í Vatnaveröld æfa einnig afrekshóparnir okkar en sundmenn þurfa að ná ákveðnum árangri til að æfa með þeim.
Árangur Keflvíkinga einstakur
Íþróttaannáll SuðurneSja 2011
Guðmundur Steinarsson leikmaður
Keflavíkur jafnaði og sló markamet
föður síns í sumar þegar hann
skoraði sitt 73. mark fyrir Keflavík.
Á myndinni er hann með bol frá því
hann jafnaði metið...
Iceland Express-deildirnar
af stað eftir jólafrí
Í kvöld fer fram heil umferð í Iceland Express-deild karla þar sem ber hæst að nefna grannaslag Grindavíkur og Njarðvíkur sem fram fer í
Grindavík í kvöld. Keflvíkingar fara í Breiðholtið og kljást við ÍR-inga.
Í gær fór kvennakarfan af stað en þar lágu úrslit ekki fyrir þegar blaðið fór
í prentun. Nánari upplýsingar um úrslit má nálgast á vf.is.