Víkurfréttir - 23.02.2012, Page 2
2 FIMMTUdagUrInn 23. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
LAUST STARF Á HEIMILI
FATLAÐS FÓLKS
Framtíðarstarf
Hæfniskröfur
Í boði er:
Umsóknum skal skilað til starfsmannaþjónustu,
Tjarnargötu 12, eða á mittreykjanes.is fyrir 8. mars nk.
Laun samkvæmt gildandi samningum Sambands
íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélög.
Karlar jafnt sem konur hvött til að sækja um.
HÁTÍÐARTÓNLEIKAR Á DEGI
TÓNLISTARSKÓLANNA
Skólastjóri
TÓNLEIKAR
Skólastjóri
ÞAKKIR TIL
SJÁLFBOÐALIÐA
Bæjarstjóri
›› FRÉTTIR ‹‹
Níu slökkviliðsmenn frá Brunavörnum Suðurnesja
og Slökkviliðinu á Keflavíkur-
flugvelli settust í byrjun vikunnar
á skólabekk. Framundan er 530
stunda nám sem nemendurnir
inna af hendi næstu sex vikurnar
og svo aftur í sex vikur að ári
þegar seinni hluti námsins verður
kláraður.
Námið er bæði bóklegt og verk-
legt en í náminu er mikil verkleg
þjálfun að sögn Jóns Guðlaugs-
sonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna
Suðurnesja. Námið er samstarfs-
verkefni slökkviliðanna tveggja og
samþykkt af yfirvöldum bruna-
mála. Allir kennarar og leiðbein-
endur koma einnig frá slökkvilið-
unum sem standa að náminu.
Þetta er í fyrsta skipti sem þessi tvö
slökkvilið sameinast um þetta nám
en áður hefur verið farið yfir sama
námsefni í samstarfi við Slökkvilið
höfuðborgarsvæðisins og Slökkvi-
liðið á Akureyri.
Jón Guðlaugsson sagði það vera
mikla viðurkenningu fyrir Bruna-
varnir Suðurnesja og Slökkviliðið
á Keflavíkurflugvelli að fá að bera
ábyrgð á þessu umfangsmikla námi
fyrir slökkviliðsmenn. Bæði mun
námið nýtast slökkviliðsmönn-
unum vel og þá er það góð endur-
menntun og upprifjun fyrir þá sem
koma að kennslunni.
Sú nýbreytni á sér stað núna
að námið verður allt tekið upp
á myndband og mun það nýtast
slökkviliðsmönnum hjá minni
slökkviliðum úti á landi sem eiga
þess ekki kost að senda nemendur
í slökkviliðsmannanámið. Námið
er dýrt, enda um daglegt nám að
ræða frá kl. 08 á morgnana til kl. 17
síðdegis alla virka daga í sex vikur
nú og aðrar sex vikur að ári.
Steinþór Pálsson, bankastjóri L andsbankans, tók fyrir
sl. helgi við áskorun frá Guð-
mundi Péturssyni, stjórnarfor-
manni Samtaka atvinnurekenda
á Reykjanesi, þess efnis að Lands-
bankinn leggi nýstofnuðu at-
vinnuþróunarfélagi, Heklunni,
til 50 milljónir króna á ári næstu
5 árin til öflugrar uppbyggingar
atvinnulífs á Reykjanesi. Áskor-
unin var afhent á opnum fundi
sem Landsbankinn stóð fyrir í
Stapa.
Áskorunin er eftirfarandi:
„Áskorun til Landsbankans – borin
upp á opnum fundi í Stapa 16.
febrúar 2012.
Samtök Atvinnurekenda á Reykja-
nesi (SAR), sem unnið hafa að
eflingu atvinnulífs á Reykjanesi
frá stofnun 2010, skora á Lands-
bankann í forystuhlutverk um að
leggja nýstofnuðu atvinnuþróunar-
félagi, Heklunni, til fjármuni svo
hefja megi atvinnuuppbyggingu á
Reykjanesi af miklu afli.
SAR leggur til að 50 milljónir verði
tryggðar árlega næstu fimm ár til
öflugrar uppbyggingar atvinnulífs
á Reykjanesi“.
Það er Guðmundur Pétursson,
stjórnarformaður SAR sem skrifar
undir áskorunina f.h. stjórnar Sam-
taka Atvinnurekenda á Reykjanesi.
Níu slökkviliðsmenn á skólabekk
Meðfylgjandi mynd var tekin við skólasetningu á slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja á mánudagsmorgun.
Skorað á Landsbankann að
leggja fé til uppbyggingar
atvinnulífs á Reykjanesi
Óviðeigandi en
ekki áreitni
Hátterni yfirmanns hjá Isavia, Stefáns Thordersen, að
fara í heitan pott án sundfata í
vinnuferð var með
öllu óviðeigandi, að
mati Hæstaréttar
Íslands. Hins vegar
geti það ekki talist
sem kynferðisleg
áreitni. Isavia var því
sýknað af bótakröfu starfsmanns
sem sagði á sér brotið.
Hæstiréttur segir í dómi sínum að
Isavia hafi tekið kvörtun starfs-
mannsins alvarlega. Leitað hafi
verið til tveggja lögmanna sem
gáfu álit sitt á því hvort um væri að
ræða kynferðislega áreitni og hvort
atvikið varðaði fyrirvaralausri upp-
sögn yfirmannsins. Var hvorugu til
að dreifa að mati þeirra.
Þrátt fyrir það áminnti Isavia yfir-
manninn og var sérstaklega tekið
fram í áminningunni að ætlast væri
til að maðurinn tæki hana alvarlega
og tryggði að slíkt endurtæki sig
ekki.
Rétturinn segir að ekki hafi verið
færð fyrir því haldbær rök að Isavia
hafi brotið á starfsmanni sínum í
kjölfar kvörtunar vegna yfirmanns-
ins, heldur bendi gögn málsins til
þess að félagið hafi lagt sig fram um
að gera það sem í valdi þess stóð til
að starfsmaðurinn gæti sinnt starfi
sínu eins og best varð á kosið.
Týndir þú
lyklakippu?
Skilað var inn til lögreglu lyklakippu í liðinni viku. Á
kippunni eru 5 húslyklar, Atl-
antsolíulykill og auðkennislykill
ásamt merki með liði úr ensku
úrvalsdeildinni. Eigandi getur
sótt lyklakippuna á lögreglustöð
Hringbraut 130 Reykjanesbæ og
fær þá afhenta ef hann greinir frá
hvaða lið í ensku úrvalsdeildinni
er átt við.
Guðmundur Pétursson, stjórnarformaður SAR, afhendir Steinþóri Pálssyni,
bankastjóra Landsbankans, áskorunina. VF-mynd: Hilmar Bragi
HS Orka skilaði tæplega millj-arðs króna tapi á síðasta ári.
Árið á undan varð hins vegar
865 milljóna króna hagnaður af
rekstrinum.
Þetta kemur fram í tilkynningu
um ársreikning félagsins. Þar segir
að tapið á síðasta ári megi einkum
rekja til sveiflna á gengi krónunnar
enda nam gengistap félagsins tæp-
lega 850 milljónum króna á árinu.
Hins vegar jukust tekjur HS Orku
nokkuð á árinu eða um 6,3% og
námu 7,3 milljörðum króna.
Tæplega milljarðs tap á
rekstri HS Orku í fyrra