Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2012, Page 6

Víkurfréttir - 23.02.2012, Page 6
6 FIMMTUdagUrInn 23. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Leiðari Víkurfrétta PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI Sigurður Ingimundarson, þjálfari körfuboltasigur- liðs Keflavíkur og fyrrverandi leikmaður er fæddur sigurvegari. Hann bætti við titli númer 34 sem þjálfari liða Keflavíkur um síðustu helgi þegar Keflavík vann Tindastól í Höllinni. Njarðvík vann svo í fyrsta sinn í kvennaflokki. Okkar fólk heldur áfram að vera í framlínunni í ritun körfuboltasögunnar. En meira um Sigga sigurvegara. Bikarlyftingar hans hófust 30. mars 1989 þegar hann var fyrirliði Keflvíkinga en þeir urðu þá Íslandsmeistarar í körfu í fyrsta sinn á sögulegu tímabili. Þann titil þökkuðu þeir þó mest bandarískum þjálfara sem kom með nýtt og ferskt blóð inn í keflvískan körfubolta. Svo blóðþyrstur þótti hann að okkar mönnum þótti nóg um og þeir ráku hann en nýttu sér þó það sem hann hafði kennt þeim. Það dugði þeim til áframhaldandi sigra á næstu árum og var upphafið að nýju körfuboltastórveldi á Íslandi. Keflavík hefur síðan 1989 verið sigursælasta félag í karla- og kvennaflokki í þessari íþrótt. Og Siggi á stóran þátt í því. Karlarnir hafa unnið 21 titil og kon- urnar 13 á þessum árum undir hans stjórn. Hann á að auki fimm risatitla (Íslands- og bikarmeistaratitla) sem leikmaður. Sigurður stendur því vel undir því að vera kallaður sigurvegari með Íslandsmet í körfubolta-bikarlyftingum. Þegar hann lyfti Íslandsbikarnum 1989 í fyrsta sinn, þá sem fyrirliði, hafði nafni hans Valgeirsson (guðfaðir körfunnar í Keflavík) á orði við VF að það hafi verið nettur fýlusvipur á Sigga Ingimundar. Var alla vega ekki skælbrosandi. En af hverju er spurt? Jú, hann hafði ekki fengið að leika nógu mikið í úrslitaleiknum og það var hann ekki sáttur við þó svo titill hafi unnist. Keppnisskapið á sínum stað og rúmlega það. Við sem höfum fylgst með úr blaða- mannastúkunni könnumst við keppnisskap Sigga sigurvegara því nokkrum sinnum hefur hann rokið út af velli og strunsað inn í búningsklefa og neitað okkur um viðtal. Af hverju? Jú, hann þolir ekki að tapa og ræður ekki við það. Dæmigert fyrir fædda sigurvegara. Þetta gerði Tiger Woods t.d. á sínum hápunkti sem kylfingur. Gaf skít í fjölmiðlamenn þegar hann vann ekki risamótin en brosti svo sínu breiðasta og var til í viðtöl þegar hann vann. Þegar Siggi var ráðinn á ný til Keflavíkur sl. haust eftir að hafa fengið reisupassann hjá Njarðvíkingum, (ótrúlegt en satt), þá sögðu forráðamenn Keflavíkur að þeir vildu engan annan. Siggi vissi hvernig ætti að sigra. Og þrátt fyrir nokkuð brösótta byrjun í haust þá blés Siggi sigurvegari á allar hrakspár og stýrði liði sínu til sigurs í Höllinni í næst stærsta móti tímabilsins. Það eina sem truflar leiðarahöfund er sú staðreynd að Siggi hafði pantað sér skíðaferð í sömu viku og bikarúrslitaleikurinn átti að fara fram og þegar Keflavík komst í úrslitin þurfti hann eðlilega að hætta við skíðamennsku í ítölsku Ölpunum. Ónefndur maður fékk pláss þjálfarans í Ölpunum en átti erfitt með að skilja skipu- lag Sigga í þessu máli. Hvernig gat hann pantað sér skíðaferð í bikarúrslitaviku? Enginn íslenskur þjálfari hefur átt þetta sæti frátekið oftar undanfarna þrjá áratugi en Sigurður Ingimundar- son. Ætli Siggi hafi hreinlega gleymt þeirri staðreynd þegar hann pantaði skíðaferðina? Hvað um það. Til hamingju Siggi sigurvegari og Keflvíkingar með enn einn risatitilinn. vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 1. mars 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Siggi sigurvegari Mikið var um dýrðir á opnu húsi í Myllubakkaskóla sl. föstudag, en þá var þess minnst að 60 ár eru liðin frá því að skólinn var fyrst tekinn í notkun. Fjöl- menni var á hátíðinni, jafnt nem- endur, foreldrar, núverandi og fyrrverandi starfsmenn skólans auk annarra gesta. Fjöldi sýninga var í skólanum í tilefni afmælisins og var gestum boðið upp á kaffi og kökur. Skólanum voru færðar ýmsar gjafir á afmælisdeginum. Einnig barst fjöldi blómvenda og árnaðaróska. Myllubakkaskóli vígður 1952 Saga Myllubakkaskóla eða Barna- skólans í Keflavík nær allt aftur til ársins 1897. Ákveðið var að hefja byggingu Myllubakkaskóla árið 1947, en bygging nýs barnaskóla hafði verið til umræðu frá því 1941. Keflvíkingar höfðu notast við skóla sem var frá 1911, þegar íbúar voru 300, en íbúafjöldinn var orðinn nærri 3000 þegar skólinn var tek- inn í notkun. Í upphafi var hann 500 fermetrar á tveimur hæðum, auk kjallara og voru kennslustofur alls 10. Mikið var um að vera þegar Myllu- bakkaskóli var vígður þann 17. febrúar 1952 og voru fluttar margar ræður og mörg kvæði litu dagsins ljós. Í kvæði Hallgríms Th. Björns- sonar, kennara við skólann, segir í upphafi þess: Vor höll er risin, há og björt og glæst vér höfum lifað merka óskastund Hér sést hvað fyrir samtök manna fæst hver sigur unninn ljær þeim gull í mund. Nú hafa vonir, - dýrir draumar ræst. Fyrstu árin var ekkert íþróttahús við skólann. Fljótlega eftir að skól- inn var tekinn í notkun var farið að huga að leikfimisal við skólann og lauk byggingu hans 1958. Voru þá liðin 100 ár síðan fyrst var farið að kenna leikfimi hér á landi og ennfremur var þetta 50. leikfimi- salurinn sem tekinn var í notkun á landinu. Það er mjög mismunandi hversu margir nemendur hafa verið við skólann hverju sinni. Árið 1949 voru 238 7-14 ára nemendur við skólann, 10 árum seinna voru þeir 605, árið 1969 voru þeir 885 og mestum fjölda náðu þeir 1973 er þeir voru 1100. Með tilkomu fleiri skóla í bæjarfélaginu hefur þeim fækkað og nú eru þeir 310 á aldr- inum 6-16 ára. Skólastjórar við skólann hafa alls verið 11 frá upp- hafi, þar af hafa þrír gegnt stöðunni tvisvar. Núverandi skólastjóri er Steinar Jóhannsson, en hann tók nýverið við starfinu. Áður hafði hann verið aðstoðarskólastjóri og kennari við skólann. Skemmtilegir þemadagar Dagana fyrir afmælið voru sér- stakir þemadagar í skólanum. Þá unnu nemendur undir stjórn starfsfólks að undirbúningi hátíðar- innar. Nemendum var skipt upp á fjölmargar stöðvar í skólanum þar sem þeir unnu að hinum ýmsu verkefnum. Má þar nefna bakstur, skólamynd, fjölmiðlun, þæfingu, skreytingu, Tarzan, gamla skóla- leikfimi, mósaík, sögustöð, kerta- gerð, myndlist, tilraunir, perlur, Legó, söng og dans. Afmælishátíðin Afmælisdagur skólans er 17. febrúar og var mikil gleði og gaman í skólanum þann dag. Skólinn var fagurlega skreyttur ýmiskonar listaverkum sem nemendur höfðu unnið á þemadögunum. Gestir fengu afhentan kynningarbækling við innganginn og fengu þeir sem vildu leiðsögn um skólann. Margt var í boði og sett var upp sögusýn- ing þar sem sýndir voru gamlir og nýir munir sem tengjast sögu skól- ans. Sýndar voru ljósmyndir frá skólalífinu í gegnum árin og viðtöl við gamla nemendur. Gestum var sýnd þæfing og hvernig hægt er að gera fallega hluti úr þæfðri ull. Í myndmenntastofunni var stórt mósaíkverk í vinnslu þar sem unnið var við gerð myllu sem er merki skólans. Allir fengu að taka þátt og marka þannig spor sitt í verkið. Þeir sem vildu taka sporið gátu það einnig en boðið var upp á diskótek í einni af kennslustofum skólans. Þar sýndu nemendur einnig dans. Ákveðið var að ráðast í útungunar- verkefni í tilefni afmælisins. Skól- inn á útungunarvél og hafa slíkar tilraunir verið gerðar áður við skól- ann, síðast fyrir u.þ.b. tíu árum. Fengin voru þrjátíu stropuð egg og voru litlu ungarnir sem úr þeim fengust til sýnis öllum til mikillar ánægju ekki síst yngsta fólkinu. Síðan er hugmyndin að þeir fari á milli kennslustofa nemendum og starfsfólki til yndis og ánægju. Ýmsar tilraunir voru einnig sýndar og fengu gestir að spreyta sig við þær. Á sal skólans sungu nem- endur og léku á hljóðfæri t.d. selló, píanó, fiðlu, klarínett og saxófón. Kökur, kókoskúlur, lyklakippur úr þæfðri ull og perlum og kerti voru til sölu á sérstökum sölubásum og er ætlunin að afraksturinn renni í afmælisgjöf til skólans. Stefanía María Júlíusdóttir Saga Myllubakkaskóla eða Barnaskólans í Keflavík nær allt aftur til ársins 1897. Ákveðið var að hefja byggingu Myllubakkaskóla árið 1947, en bygging nýs barnaskóla hafði verið til umræðu frá því 1941. Myllubakkaskóli 60 ára

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.