Víkurfréttir - 23.02.2012, Síða 8
8 FIMMTUdagUrInn 23. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR
›› Reykjanesbær:
Mikið um dýrðir í Myllubakkaskóla
Mikið var um dýrðir á opnu húsi í Myllubakka-skóla á föstudaginn síðastliðinn, en þá var
þess minnst að 60 ár eru liðin frá því að skólinn var
fyrst tekinn í notkun. Fjöldi sýninga var í skólanum
í tilefni afmælisins sem nemendur stóðu fyrir. Bæði
núverandi nemendur skólans og svo lögðu fyrrum
nemendur fram hjálparhönd og lánuðu gamla muni
til sýnis. Boðið var upp á kaffi og kökur og nem-
endur sýndu skemmtiatriði á sal skólans. Skólinn
var fagurlega skreyttur ýmiskonar listaverkum sem
nemendur höfðu unnið á þemadögum sem staðið
höfðu yfir vikuna fyrir afmælið. Gestir fengu af-
hentan kynningarbækling við innganginn og fengu
þeir sem vildu leiðsögn um skólann. Sýndar voru
ljósmyndir frá skólalífinu í gegnum árin en aragrúi
af ljósmyndum er til, þá sérstaklega frá tímabilinu
1970-1990. Stórt mósaíkverk var í vinnslu á föstu-
deginum þar sem unnið var við gerð myllu sem er
merki skólans. Gestir fengu þar að taka þátt og er
þegar búið að finna verkinu stað á vegg í skólanum.
Steinar Jóhannsson skólastjóri Myllubakkaskóla var
afar ánægður með útkomuna og segir að viðbrögðin
hafi farið fram úr björtustu vonum. „Við renndum
nokkuð blint í sjóinn með þetta en þetta tókst afar vel í
alla staði,“ sagði Steinar í samtali við Víkurfréttir. Fólk
á öllum aldri kíkti í heimsókn á föstudeginum en sýn-
ingin stóð yfir aðeins þann eina dag. „Við fengum ein-
hverjar fyrirspurnir um hvort ekki væri hægt að lengja
tímann á sýningunni en við vissum ekki hve margir
myndu mæta. Það var þó fólk sem fékk að kíkja við um
helgina og við tókum í raun ekki niður sýninguna fyrr
en á mánudag,“ sagði Steinar en fjölmargir sjálfboða-
liðar lögðu hönd á plóg til þess að þessi skemmtilega
sýning yrði að veruleika. „Ég held að þetta hafi ekki
verið gert áður. Á 50 ára afmæli skólans þá fórum við
í skrúðgöngu og haldin var veisla en þetta var eitthvað
sem við höfðum litla reynslu af.“ Leitað var ráða hjá
hinum ýmsu einstaklingum í samfélaginu og hug-
myndirnar komu úr ýmsum áttum.
Fólk á öllum aldri sótti sýninguna en Steinar taldi að
á bilinu 1000-1200 manns hafi heimsótt skólann og
notið sýningarinnar. Skólinn leitaði til fyrrum nem-
enda til að hafa upp á gömlum munum frá skólastarf-
inu og Steinar segir viðbrögðin hafa verið frábær. „Það
var gaman að fá mikið af 3-40 ára gömlum munum
sem gerðir voru í handavinnu hérna í skólanum og
eins vöktu gamlar vinnubækur mikla lukku,“ en ein-
hverjir af núverandi nemendum skólans spurðu hvort
það hefði verið meiri heimavinna í gamla daga. Það
má líklega rekja til þess að margar af þessum gömlu
bókum voru skreyttar með fallegum og vönduðum
myndum eftir börnin en jafnan þurfti að teikna upp
kort og fána tiltekinna landa í landafræðitímum.
Skólanum hafa borist margar þakkarkveðjur en Steinar
segir síðustu 2-3 vikur hafa verið undirlagðar af undir-
búningi og vildi hann þakka þeim aðilum sem komu
að þessari uppákomu vel fyrir.
Í tilefni af því að hinir sívinsælu Honda CR-V jepplingar hafa
verið í sölu hjá Bernhard ehf., í
15 ár, bauð fyrirtækið í samstarfi
við þjónustuaðila Honda upp á
nýja gerð af þjónustuskoðun fyrir
Honda CR-V af árgerðum 2002-
2006.
Þessi nýja þjónustuskoðun var
boðin á landsvísu og lentu nöfn
þeirra eigenda Honda CR-V bif-
reiða, sem tóku þátt, í lukkupotti
þar sem dregið var um tíu 50.000
króna eldsneytisúttektir hjá Olís
bensínstöðvum um land allt.
Þátttaka var það góð að Bernhard
ehf., hyggst halda áfram að bjóða
upp á nýjungar í þjónustuskoð-
unum í framtíðinni.
Þegar hafa 10 heppnir eigendur
Honda CR-V verið dregnir úr
lukkupotti og er það von okkar hjá
Bernhard að eldsneytisúttektirnar
komi sér vel fyrir þá heppnu. Á
Suðurnesjum hlaut Jóhannes Krist-
björnsson vinninginn og mætti
hann í umboðið í Reykjanesbæ
ásamt konu sinni, Guðrúnu Sigríði
Jóhannesdóttur, og tók við vinn-
ingnum.
Eins og áður hefur komið fram
hefur Honda CR-V verið í sölu
á Íslandi í 15 ár og hefur á þeim
tíma notið fádæma vinsælda enda
traustur fjórhjóladrifinn, vel útbú-
inn, rúmgóður jepplingur, sem nýt-
ist frábærlega ört stækkandi hópi
ánægðra viðskiptavina Bernhard
ehf., hvort sem er við akstur innan-
eða utanbæjar, segir í tilkynningu.
Bernhard ehf., heldur upp á 50
ára afmæli sitt nú 2012 og verður
bryddað upp á ýmsu til hátíða-
brigða. Þar á meðal eru frumsýn-
ingar á þremur nýjum bílum og má
nefna nýjan Honda Civic í mars
og Peugeot 208 á haustmánuðum.
Bernhard ehf., hefur verið í eigu
sömu aðila frá 1962 og setur það
fyrirtækið í sérstöðu á sínu sviði.
Boðið var upp á lukkuleikinn í
samstarfi við Olís og hefur Olís
bætt um betur og gefið frímiða
frá matsölustaðnum Quiznos með
hverjum vinningi.
Finna má nöfn hinna heppnu á
heimasíðu Bernhard ehf.
Vann bensín fyrir 50.000 kr.
í lukkupotti Bernhard
Vinningurinn afhentur. F.v.: Erlingur Hannesson, Sverrir Gunnarsson, Guð-
rún Sigríður Jóhannesdóttir og Jóhannes Kristbjörnsson.
VF-mynd: Hilmar Bragi
›› 60 ára afmæli Myllubakkaskóla fagnað í Reykjanesbæ: