Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.02.2012, Side 24

Víkurfréttir - 23.02.2012, Side 24
Borð fyrir tvo Inni í eldhúsi rís matráðungur undir nafni og flamberar afurðir íslenskrar náttúru. Ilmurinn líður um ganga veitingastaðarins um leið og þjónar þess ganga með bros á vör á milli borða. Hnarreistir, öruggir og þægilegir. Það er raki í lofti úti fyrir og hryssingsleg norðangolan gælir við gluggana. Andstætt vetrarríkinu utandyra brakar í glóðum innandyra, sem ylja og fanga augu gesta. Fínpússaðar gamlar skreiðartrönur skreyta veggi setustof- unnar og umhverfið neðanþilja marrar af niðjum forfeðranna. Húsgögnin eru líkust útstillingu úr Góða hirðinum og fiskroð úr laxa- og silung-astofnum landsins þekja birtu ljóssins á burðugum veggjum. Matborðin flest áferða- fallegar viðarþiljur og sum þeirra útskorin úr áratuga gömlum trjástofnum svo hægt er að telja hringina. Yfir þeim hanga útboraðir steypukjarnar og taka sér stöðu ljúfrar birtu. Lýsingin reyndar í öllum regnbogans afbrigðum sem gefa tóninn um það sem koma skal. Gólffjalir eru máðar og engu líkara en þær hafi marað í hálfu kafi þarafjöru og verið dregnar á þurrt á þorra. Stuðlaberg og aðrar bergtegundir rísa eins og tignir gestir á fögrum og styrkum stoðum umhverfisins. Húsið sjálft ber þó greinileg einkenni judendstílsins. Á matseðlinum er flóra íslenskra afurða sem fengnar eru beint frá býli. Mjólkur-, osta- og skyrbændur, sauðfjárræktendur, hunangs- og lynghænubændur þessa lands hjálpa til við að fóðra búrið að ógleymdu fiskmetinu úr Ægisheimum. Lynghænur og kjötdúfur koma úr Ásgarði, mitt á milli Garðs og Sandgerðis. Útverðir okkar á norðanverðu Reykja- nesi. Gleðilegt til þess að vita að hér er ræktun í handarjaðrinum, sem gefur framvörðum matargerðar tækifæri á að bjóða okkur upp á hefðbundna íslenska matargerð með óvæntu og nútímalegu ívafi. Framborið á steinhellu eða á annan framandi hátt. Góðmetið rennur ljúfar niður þannig. Það brakaði hæfilega í hurðinni á salerninu þegar ég opnaði, eins og verið væri að senda skilaboð að handan. Mér brá við steinaldarlegum aðbúnaði við handþvottinn enda engu líkara en jökulvatnið rynni úr greipum jötunhramma í lindarskál. Mig langaði helst að hraða mér út úr ljósi litbrigðanna og láta sem ég hafi ekki séð þetta fyrir mér. Ég leit í spegil og spurði sjálfan mig hvort ég hefði farið á mis við eitthvað. Mér varð orðfátt en harðákveðinn að láta vita að höfuðborgarbýlið Lækjargata 2A er undur, þið verðið ekki fyrir vonbrigðum. vf.is Fimmtudagurinn 23. febrúar 2012 • 8. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 FIMMTUDAGSVALS VAlUr KeTIlSSon SKrIFAr w w w . h l o l l a b a t a r . i s S : 4 2 1 - 8 0 0 0 K E F L A V Í K H Á D E G I S T I L B O Ð (ALLA DAGA FRÁ 10-14/ EVERY DAY BETWEEN 10-14) L U N C H S P E C I A L h a f a o p n a ð g l æ s i l e g a n s t a ð a ð H a f n a r g ö t u 1 2 Barnabörn Hafrúnar Víglundsdóttur í Garðinum voru heldur betur lukkuleg í gær með nýju öskudagsbúningana sína sem amma þeirra saumaði. Tíu strumpa- búningar voru saumaðir á tíu dögum eða einn búningur á dag. Hópurinn kom svo saman á mánudagskvöldið síðasta til að máta búningana og þá var tækifærið notað og hópnum stillt upp í hópmynd fyrir Víkurfréttir. Öskudagshefðin er orðin sterk á Suður- nesjum og búningar verða alltaf veglegri með hverju árinu. Í ár hefur skapast umræða um að komnir séu á markað búningar sem þykja fara yfir velsæmismörk. Það er alveg ljóst að búningarnir sem Hafrún saumaði á barnabörnin sín eru ekta öskudagsbúningar og þarna fer ekki á milli mála að það eru strumpar á ferð. Á myndinni er Hafrún með átta barna- börnum og einu barnabarnabarni. Þá er sonur Hafrúnar, Karl Júlíusson, klæddur sem æðsti strumpur á miðri mynd. Saumaði strumpabúninga á barnabörnin Alvöru AmmA í GArðinum:

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.