Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 8
fimmtudagurinn 11. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR8 Sara Lind Ingvars-dóttir er 17 ára Njarðvíkurmær sem stundar nám á Nátt- úrufræðibraut í Fjöl- brautaskóla Suður- nesja. Sara segir það fínt að vera fátækur námsmaður en hún er ekki í vinnu samhliða náminu. Aðspurð að því hver sé líklegastur FS-inga til að hlotnast frægð þá er svarið einfalt, jú auðvitað hún sjálf en hún stefnir alla leið á toppinn í framtíðinni. Af hverju valdir þú FS? Af því að hann er staðsettur í mínum heimabæ og ég nenni ekki að keyra á milli. Hvernig finnst þér félagslífið í skólanum? Það er svaka fínt. Eða böllin eru alla vega svaka fín, get ekki sagt að ég mæti á mikið fleiri viðburði. Hvert er stefnan tekin í framtíðinni? Á toppinn auðvitað. Ertu að vinna með skóla? Heldur betur ekki. Stundarðu íþróttir eða ert í öðrum tómstundum? Ég á það til að fara og rífa allhressilega í lóðin. Hvað borðar þú í morgunmat? Cheerios og banana að sjálfsögðu, eða ofnbakaðan hafragraut, aðeins snill- ingar vita hvað það er. Mjög gott samt. Hvaða FS-ingur er líklegur til þess að verða frægur? Ég sjálf, ef ég á að vera hreinskilin. Hvað fær þig til að hlæja? Alla vega ekki Thelma Hrund Tryggvadóttir. Sjónvarpsþættir Friends er í miklu uppáhaldi. Vefsíður Ætli það sé ekki bara facebook. Skyndibiti Ég er ekki mikil skyndibitamann- eskja en Subway líklegast. Kennari Einar Trausti er mikill meistari. Fag í skólanum Stærðfræðin er fallegt fag. Tónlistin Ég ætla ekki einu sinni að reyna að svara þessari spurningu, ég er alltof mikil alæta á tónlist. FS-INGUR VIKUNNAR EFTIRLÆTIS... MANNLÍFIÐ • UNGA FÓLKIÐ Auður Erla Guðmunds-dóttir er grunnskóla- nemi í 8.VIS í Holtaskóla. Hún væri til í að vera arki- tekt eða lögfræðingur þegar hún verður eldri. Hún segir að titillinn á laginu Never Grow Up lýsi henni best. Hvað gerirðu eftir skóla? Fer á æfingu eða er með vinum. Hver eru áhugamál þín? Fótbolti, körfubolti & tómstundir. Uppáhalds tónlistar- maður/hljómsveit? One Direction & Taylor Swift eru í uppáhaldi. Uppáhalds fag í skólanum? Enskan er skemmtilegust. En leiðinlegasta? Íslenska er leiðinlegasta fagið. Hver er uppáhalds maturinn þinn? Steik með bakaðri kartöflu er best. Ef þú gætir hitt einhvern frægan, hver væri það? Alveg klárlega Liam Payne í One Direction. Ef þú gætir fengið einn ofur- kraft hver væri hann? Geta haldið andanum eins lengi og ég vildi. Hvað er draumastarfið? Lögræðingur eða arkitekt væri mjög gaman. Hver er merkilegastur sem þú hefur hitt? Katy Perry fær þann heiður. Hvað myndirðu gera ef þú mættir vera ósýnileg í einn dag? Allt sem maður getur ekki gert þegar maður er sýnilegur. Hvernig myndirðu lýsa þér í einni setningu? Ákveðin, ekki með nógu góðan orðaforða, listræn. Hvað er skemmtilegast við Holtaskóla? Fólkið og krakk- arnir sem eru þar. Hvaða lag myndi lýsa þér best? Never Grow Up - Taylor Swift lýsir mér lang best. Ákveðin, ekki með nógu góðan orðaforða og listræn n Auður ErlA Guðmundsdóttir // UNG UmSjón: Páll oRRI PálSSon • PoP@VF.IS Stefnir alla leið á toppinn í framtíðinni Myndir! Óskum eftir að fá sendar ljósmyndir úr félagslífi skólanna á Suðurnesjum til birtingar á vf.is og í Víkurfréttum. Sendið myndir á vf@vf.is FélagslíFið í myndum „Við Siggi fórum til Kúbu til að taka upp plötu með Memphismafíunni og þetta var mjög eftirminnileg ferð. Við höfum verið að fara á eyjur í nágrenninu, t.d. tókum við í Hjálmum upp plötu á Jamaíka. Við urðum eiginlega að prófa að taka upp plötu á Kúbu. Núna erum við kannski búnir að loka hringnum. Ég er að hljóð- blanda plötuna um þessar mundir og hún kemur út fyrir jól. Við fengum marga hæfileikaríka tónlistarmenn frá Kúbu til að spila inn á plötuna og það gætir áhrifa frá Kúbu. Þetta lofar góðu,“ segir Kiddi í samtali við Víkurfréttir. Kiddi Hjálmur á Kúbunni Þ að hefur verið mikið að gera hjá Guðmundi Kristni Jónssyni, betur þekktum sem Kidda í Hjálmum, að undanförnu. Kiddi er orðinn einn afkastamesti upptökustjóri landsins auk þess að spila með Hjálmum, Baggalúti o.fl. sveitum. Hann kemur einnig að sjónvarpsþættinum Hljómskálinn sem sýndur hefur verið á RÚV við góðan orðstír. Kiddi var fyrir skömmu á Kúbu þar sem hann tók upp nýja plötu með Sigurði Guðmundssyni og Memphismafíunni. Uppgötvaði nýjustu tónlistar- stjörnu landsins Kiddi hefur að undanförnu unnið mjög náið með tónlistarmanninum unga, Ás- geiri Trausta, sem hefur slegið í gegn hér á landi á undanförnum mánuðum. Ás- geir Trausti gaf nýverið út plötuna Dýrð í Dauðaþögn sem hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og slegið í gegn hjá ís- lenskum tónlistarunnendum. Kiddi, sem stjórnaði upptökum á plötunni, fékk demó frá Ásgeiri, sem er hálfbróðir Þor- steins Einarssonar, söngvara í Hjálmum og heillaðist um leið. „Ég er ekki vanur að hlusta mikið á demó en úr því að þetta var bróðir hans Steina, sem er æskuvinur minn, þá gat ég ekki hafnað honum. Ég hlustaði á demóið og fann strax að það var mikið spunnið í þennan dreng. Við drifum okkur svo í kjölfarið í upptökur. Platan hefur orðið mjög vinsæl en það er fyrst og fremst vegna þess hve góð hún er. Þetta hefur verið mjög skemmtilegt ferli og gaman að taka þátt í þessu ævintýri með Ásgeiri. Þetta minnir mann svolítið á það þegar við í Hjálmum vorum að slá í gegn þó ég sjái þetta kannski örlítið með öðrum augum núna,“ segir Kiddi. Hefur mikla trú á of monsters and men Hljómsveitin Of Monsters and Men, sem að hluta er skipuð þeim Nönnu Bryndísi Hilmarsdóttur og Brynjari Leifssyni frá Suðurnesjum, þekkja flestir Íslendingar M yn di r a f F ac eb oo ks íð u M em ph is fa fí un na r.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.