Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 11. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 TÓNLISTARSKÓLI REYKJANESBÆJAR Danskt Big-band og Léttsveit TR Sunnudaginn 14. október n.k. mun Sct. Mariæ Skoles Bigband frá Álaborg í Danmörku halda tónleika í Stapa, Hljómahöllinni ásamt Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Stjórnendur eru Gert Norgaard og Karen J. Sturlaugsson. Tónleikarnir hefjast kl. 16:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir Skólastjóri HEILSU- OG FORVARNARVIKA KÆRAR ÞAKKIR Reykjanesbær vill koma á framfæri kærum þökkum til allra þeirra sem tóku virkan þátt í Heilsu- og forvarnarviku bæjarins nú í október. Fjölmargar stofnanir og fyrirtæki tóku þátt í vikunni með einum eða öðrum hætti og ekki skorti fjölbreytnina. Ábendingar um hvað mætti betur fara eða bæta á næsta ári eru vel þegnar. Vinsamlega sendið upplýsingar eða ábendingar til Hafþórs B. Birgissonar, tómstunda- og forvarnarfull- trúa á netfangið hafthor.birgisson@reykjanesbaer.is SÍÐUSTU SÝNINGAR- DAGAR Á HELGA S Sýningunni um Helga S í Bíósal Duushúsa lýkur miðvikudaginn 17. október n.k. Eigendur verka eru beðnir um að koma dagana 18. og 19. og sækja verk sín. Byggðasafnið og Listasafnið þakka kærlega öllum þeim sem lánuðu verk eða tóku á annan hátt þátt í undirbúningi sýningarinnar. FRÉTTIR VIKUNNAR Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum ályktaði um nýliðna helgi að ríkisvaldið verði að leiðrétta það misrétti sem á sér stað í úthlutun opinberra fjár- muna. Það er nánast sama hvaða málaflokkar eru skoðaðir, alls staðar eru Suðurnesin hornrekur, og þá sérstaklega í velferðar- og menntamálum. Svæðinu er gert að veita sömu þjónustu og aðrir landshlutar þrátt fyrir minna fjármagn á íbúa. Fjármagni til málefna fatlaðra er ekki deilt niður á sanngjarnan hátt um landið og sá mismunur sem var til staðar fyrir flutning málaflokksins til sveitarfélaganna er enn til staðar. Úthlutun til heilbrigðismála er mun lægri á íbúa til Suðurnesja en annarra svæða og er slíkt ólíðandi. Fjölbrautaskóli Suðurnesja fær um 90 milljónir króna minna fjárframlag á ári en sambærilegir skólar, sama á við um Keili. Tryggja ber fjármagn til að sá vaxtarsproti sem Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs er, fái vaxið og dafnað. Að auki styður ríkið ekki eins vel við Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum í samanburði við sambærilegar stofnanir í öðrum landshlutum og Fisktækniskóli Suðurnesja er eingöngu kominn á fjárlög fyrir árið 2013 og er framtíð hans því óviss. Eins er mikilvægt að styðja við Þekkingarsetur Suðurnesja. Mjög mikilvægt er að þegar kemur að úthlutun fjármuna í tengslum við Sóknaráætlun landshluta að þeim sé skipt jafnt milli landshluta. Suðurnesjamenn eru ekki að biðja um aukafjármuni fram yfir önnur landsvæði – aðeins að fjármunum sé úthlutað á réttlátan hátt þar sem allir landsmenn sitja við sama borð, segir í ályktun aðalfundarins. Atvinnuleysi er hæst á land-inu á Suðurnesjum og því mikilvægt að taka atvinnumálin föstum tökum. Á Suðurnesjum eru ógrynni tækifæra bæði fyrir stór sem lítil fyrirtæki. Mikilvægt er að stjórnvöld skapi hvetjandi umgjörð fyrir atvinnuupp- byggingu og styðji þannig við atvinnusköpun í landinu, meðal annars með því að skatta- og lagaumhverfi sé stöðugt og hvetjandi. Þetta kemur fram í ályktun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum um atvinnu- og samgöngumál. Fundurinn var haldinn um sl. helgi í Sandgerði. Hluti af stuðningi við atvinnulífið er áframhaldandi uppbygging á samgöngum á svæðinu. Brýnt er að ljúka tvöföldun Reykjanes- brautar og uppbyggingu Suður- strandarvegar sem og tryggja vetrarþjónustu á þeim vegi. Ferðamannaiðnaður er vaxandi atvinnugrein og fjöldi ferðamanna eykst með hverju ári. Samhliða því er mikilvægt að tryggja öryggi þeirra sem og annarra með því að byggja upp göngu- og hjólreiða- stíga meðfram Reykjanesbrautinni enda mun umferð bifreiða og hjólreiðamanna aukast næstu árin. Aðalfundur S.S.S. telur mikilvægt að fiskihafnir komist aftur inn á samgönguáætlun enda eru þær hluti af samgöngukerfi landsins og styðja við atvinnuuppbyggingu á svæðinu. Auk þess er mikilvægt að tryggja að hluti af veiðileyfa- gjaldinu skili sér til sveitarfélaga landsins, sérstaklega þeirra sem sjá um að þjónusta sjávarútveginn enda standa fæstar fiskihafnir landsins undir sínum rekstri. Veiðileyfagjaldið af Suðurnesj- unum er um 2,2 – 2,5 milljarðar króna og því eðlilegt að hluti af því skili sér aftur til svæðisins. Ekki hefur tekist að bregðast við því áfalli er Suðurnesin urðu fyrir er varnarliðið fór árið 2006 en þar með hurfu 1100 störf af svæðinu. Því er vandi Suðurnesjamanna dýpri og langvinnari en annarra landsvæða og krefst því kröftugri aðgerða í formi stuðnings við atvinnuuppbyggingu, nýsköpun og menntun á svæðinu. Aðalfundur SSS lýsir yfir miklum áhyggjum yfir þeim fjölda atvinnu- lausra sem falla munu út af at- vinnuleysisskrá á næstu misserum og munu fara á framfæri sveitar- félaga ef engin önnur úrræði bjóð- ast. Mikilvægt er að ríkisvaldið bregðist við þessum vanda og velti honum ekki yfir á sveitarfélögin. Eina varanlega lausnin er að skapa fleiri störf. Aðalfundur S.S.S. lýsir yfir fullum stuðningi við og hefur miklar væntingar til uppbyggingar álvers og annars iðnaðar í Helguvík. Safnaði fé til rann- sókna á arfgengri heilablæðingu María Ósk Kjartansdóttir af-henti á dögunum Tilrauna- stöð Háskóla Íslands í meina- fræðum að Keldum 80.000 kr. sem söfnuðust í kringum Ljósanótt í Reykjanesbæ. María Ósk stóð að söfnuninni ásamt Anítu Margréti frænku sinni en söfnunin var til að styrkja rann- sóknir á arfgengri heilablæðingu. María er með þann sjúkdóm en hún hefur fengið þrjár heilablæðingar. Söfnunarféð verður notað til að halda áfram rannsóknum á sjúk- dómnum. Styður uppbyggingu álvers og iðnaðar í Helguvík - samband sveitarfélaga á suðurnesjum ályktar á aðalfundi: Suðurnesin horn- rekur hjá ríkinu J maría Ósk afhendir söfnunarféð. Úthlutun til heilbrigðismála er mun lægri á íbúa til Suður- nesja en annarra svæða og er slíkt ólíðandi. Fimmtán ára og ölv- aður í skilríkjasvindli Lögreglunni á Suður-nesjum var tilkynnt um að ungur piltur væri að reyna að komast inn á skemmtistað í umdæminu á ökuskírteini annars manns. Pilturinn sem um ræðir reyndist vera fimm- tán ára. Hann kvaðst hafa fengið ökuskírteinið lánað hjá manni sem hann þekkti. Pilturinn, sem var ölvaður, var færður á lögreglustöð og látinn bíða þar uns hann var sóttur. Lögregla tjáði honum að ef hann reyndi aftur að nota skilríki annars manns til að reyna að villa á sér heimildir yrði hann kærður. Fréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.