Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 11. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR4 hilmar bragi bárðarsonvf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: afgreiðsla og ritstjórn: ritstjóri og ábm.: fréttastjóri: blaðamaður: auglýsingadeild: umbrot og hönnun: auglýsingagerð: afgreiðsla: Prentvinnsla: uPPlag: dreifing: dagleg stafræn Útgáfa: RITSTJÓRN RITSTJÓRNARBRÉF Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Hlúa þarf vel að mannauðnum Dregið hefur meira úr at- vinnuleysi á Suðurnesjum en á öðrum landsvæðum en er sem fyrr langmest á Suður- nesjum. Í maí 2012 mældist atvinnuleysi á svæðinu 9,4% en var 12,1% á sama tíma árið 2011. Á landinu öllu mælist atvinnuleysi 5,6% en var 7,4% á sama tíma árið 2011. Ein- staklingar á Suðurnesjum yngri en 30 ára eru 39% af þeim sem eru á atvinnuleysisskrá. Hlutfall heimila í van- skilum er hæst á Suðurnesjum en rúmlega 16% íbúa á Suðurnesjum yfir 18 ára aldri eiga í alvarlegum vanskilum. Næst á eftir Suðurnesjum kemur Suðurland með 9,7% og höfuðborgarsvæðið með 9,5%. Hlutfall íbúa sem fá ráðgjöf eða fara í greiðsluað- lögun hjá Umboðsmanni skuldara er hæst á Suðurnesjum samanborið við landið allt. Upplýsingarnar hér að ofan koma fram í áfangaskýrslu Suðurnesjavaktarinnar sem nýverið hefur verið gefin út. Víkur- fréttir gera efni skýrslunnar ítarleg skil í sérstökum 4 síðna blaðauka sem fylgir blaðinu í dag. Suður- nesjavaktina skipar samstarfs- hópur, sem er fjölbreyttur hópur lykilfólks á Suður- nesjum þar á meðal allir félags- málastjórar svæðisins, fulltrúar frá verkalýðshreyfingunni og Rauða krossinum og fulltrúar sex ríkisstofnana, fulltrúi kirkj- unnar og skólameistari Fjöl- brautaskóla Suðurnesja. Suðurnesjavaktin er óháður greiningar- og álitsgjafi sem leggur fram tillögur til stjórnvalda og hagsmunasamtaka og fylgir þeim eftir. Verkefnisstjóri Suðurnesjavaktarinnar er Lovísa Lilliendahl. Aðspurð í viðtali Vík- urfrétta hvað beri helst að leggja áherslu á á Suðurnesjum m.v. niðurstöðu skýrsl- unnar, segir hún: „Við teljum mikilvægt að þeir einstaklingar sem eiga í hvað mestum erfiðleikum sæki sér aðstoð fyrr en síðar og fái þann stuðn- ing sem þeir þurfa. Það skiptir svo miklu máli sérstaklega fyrir atvinnuleitendur að halda sér í virkni þar til vinnan býðst, sem hún mun á endanum gera. Það þarf að styðja betur við atvinnustarfsemi á svæð- inu og búa vel í haginn fyrir stofnun nýrra fyrirtækja. Í skýrslunni kemur einnig fram að menntunarstig einstaklinga á Suðurnesjum er lægra en annars staðar á landinu. Í nýlegri könnun Capacent Gal- lup kom fram að viðhorf til menntunar á Suðurnesjum er mjög jákvætt og við þurfum að vera duglegri að nýta okkur námstækifærin og það er einnig hlutverk okkar foreldranna að hvetja börnin okkar til frekara náms. Það er einnig mikilvægt að starfsfólk í velferðarþjónustu fái góðan stuðning og sé í góðum tengslum við hvert annað því það gerir vinnuna auðveldari og fólkið nýtur góðs af. Suðurnesjavaktin stóð meðal annars fyrir starfsdegi fyrir fólk í velferðarþjónustu á síðasta ári sem tókst einstaklega vel og þar kom vel í ljós hve frábært starfsfólk við höfum hérna á svæðinu við að sinna þessum málum. Þannig að við teljum að það þurfi að hlúa vel að mannauðnum á svæðinu á meðan við göngum í gegnum þetta erfiða tíma- bil“. Mikilvægi samvinnu Í störfum okkar hjá Fjölbrautaskóla Suðurnesja (FS) fengum við haustið 2009 tækifæri til að taka þátt í tveggja ára Evrópuverkefni sem styrkt var af Leonardo menntaáætlun Evrópusam- bandsins. Forsagan að því var sú að FS hafði fengið Guðrúnu Pétursdóttur, framkvæmda- stjóra Intercultural Iceland (ICI) og sérfræðing í fjölmenningarlegri kennslu, til að halda er- indi og síðan námskeið um fjölmenningarlegar kennsluaðferðir fyrir kennara skólans. Guðrún hefur haldið slík námskeið í mörgum grunn- skólum víða um land og fyrir erlenda kennara sem koma hingað gagngert til að sækja nám- skeiðin, en FS var fyrsti framhaldsskólinn á landinu sem bauð sínum kennurum upp á það. Í kjölfar samstarfsins í kringum námskeiðið bauð Guðrún tveimur fulltrúum skólans að vera með í verkefninu en ICI var einn af þátt- takendunum. Í verkefninu tóku þátt auk Íslands skólar og menntastofnanir í Belgíu, Finnlandi, Frakk- landi, Skotlandi og Tyrklandi. Brottfall nemenda úr námi er vandamál í öllum þessum löndum sem og annars staðar í heiminum, ekki síst hér á Íslandi. Markmið verkefnisins var að finna leiðir til að draga úr brottfalli, með áherslu á starfsnám. Á því tveggja ára tímabili sem verk- efnið stóð yfir heimsóttu þátttakendur skóla og tengdar stofnanir í löndunum sex þar sem þátttakendur miðluðu fjölbreyttum leiðum til að draga úr brottfalli nemenda. Margar áhuga- verðar leiðir voru kynntar. Afrakstur verkefnis- ins var í formi heimasíðu (http://serve.wikidot. com/) þar sem kennarar, náms- og starfsráð- gjafar, skólastjórnendur og jafnvel foreldrar geta fengið leiðbeiningar við að greina nemendur í brottfallshættu, lista yfir mögulegar ástæður brottfallsins og hugmyndir að lausnum. Það sem vakti helst athygli undirritaðra í þeim skólaheimsóknum sem fylgdu verkefninu voru námsleiðir sem settar höfðu verið upp fyrir ein- staklinga sem hætt höfðu í skóla en sneru aftur einhverju síðar, ýmist eftir veru á vinnumarkaði eða í atvinnuleit. Í Frakklandi og Belgíu er verið að gera mjög áhugaverða hluti fyrir unglinga í brottfallshættu. Áhersla er lögð á sjálfsstyrkingu, verklega kennslu, listir og útiveru sem dæmi til að koma til móts við nemendur þar sem þeir eru staddir og hjálpa þeim að efla sjálfstraust, byggja sig upp og ná árangri. Í Bolu í Tyrklandi er boðið upp á verknám fyrir einstaklinga á öllum aldri sem starfa við einhvers konar iðn en hafa hætt í skóla og því ekki lokið neinu prófi. Námið er stundað samhliða vinnu og á 5 árum geta nemendur lokið iðnmeistaraprófi. Í tengslum við framhaldsskólann Winnova í Finnlandi er úrræði í boði fyrir atvinnuleitendur sem felur í sér verknám og ráðgjöf með mikilli persónulegri aðstoð í nokkurs konar vinnusmiðjum. Þetta hefur reynst góður stökkpallur frá því að vera atvinnulaus til lengri tíma og að fara aftur út á vinnumarkaðinn eða í nám. Í framhaldsskóla í Arbroath í Skotlandi var lögð áhersla á að að- búnaður nemenda væri góður og að nemendum liði vel í skólanum. Jákvæð skilaboð blöstu við nemendum á veggjum og borðum skólans í stað boða og banna. Einnig var áhugavert að Skot- arnir notuðu orðin student retention í jákvæðu merkingunni að halda í nemendur, í stað orðsins brottfall sem við erum vön hér á landi og venju- lega er notað í neikvæðri merkingu. Áherslan er lögð á að halda sem flestum nemendum í skóla og að hafa hlutfall þeirra sem halda áfram og ljúka námi sem hæst, í stað þess að tala um fjölda þeirra sem hætta. Markmiðið er alltaf að halda sem flestum nemendum í námi. Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja er sífellt verið að leita leiða til að koma til móts við alla nemendur með námi við hæfi og að draga úr brottfalli þeirra. Eitt af því sem við tókum með okkur úr heimsókninni frá Skotlandi var notkun Fa- cebook við kennslu. Síðastliðið haust fengum við kennara frá Skotlandi sem hefur verið að nota Facebook til að halda kynningu fyrir kenn- ara FS auk þess sem öllum grunnskólakenn- urum á Suðurnesjum var boðið að koma. Nú hafa nokkrir kennarar í FS notað Facebook í sinni kennslu í skemmri eða lengri tíma. Fyrstu vísbendingar gefa til kynna að árangurinn sé góður. Sem dæmi hafa samskipti batnað og utanumhald um nemendur aukist með notkun Facebook, sérstaklega í krefjandi hópum. Samvinna og tengsl skóla hér á landi við mennta- stofnanir erlendis hefur miðað við okkar reynslu aðeins jákvæð áhrif á skólastarfið. Víðsýni bæði starfsfólks og nemenda eykst, nýjar hugmyndir kvikna og nýjar aðferðir lærast. Allt stuðlar þetta að fjölbreyttari kennsluháttum og skemmtilegri skóla. Guðmundur Grétar Karlsson, kenn- ari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja Hanna María Kristjánsdóttir, verkefnis- stjóri um eflingu menntunar á Suðurnesjum Lífi ð Sigrún María kom færandi hendi Sigrún María á deildinni Múla á leikskólanum Laut í Grindavík kom með kartöflur, gulrætur og rófur og færði leik- skólanum að gjöf á dögunum. Uppskeran var svo mikil hjá fjölskyldu hennar að hún ákvað að láta Laut njóta góðs af. Sig- rún María færði henni Beggu kokki krásirnar sem eldaði dýrindis máltíð fyrir krakkana. Á meðfylgjandi mynd er Sigrún María með grænmetið góða. Með 29 ketti á heimilinu Lögreglan á Suðurnesjum heimsótti nýverið heimili í umdæminu í kjölfar þess að kvart- anir höfðu borist vegna hunda- og kattahalds þar og óþrifnaðar sem af dýrahaldinu hlytist. Þegar inn var komið reyndist þar fyrir fjöldi katta, tveir hundar og þrír páfa- gaukar í búri. Gaukarnir höfðu eitt herbergi út af fyrir sig. Lögreglumaður reyndi að kasta tölu á kettina, en þegar hann var kominn upp í 22 stykki bættust fleiri kettir við og blönduðust við þá ketti sem búið var að telja. Húsráðandi kvaðst vera með 29 ketti, fimmtán sem hann ætti sjálfur og aðra fjórtán sem væru í pössun. Innan mánaðar yrði kattahaldið komið í annað og umfangsminna horf, pössunarkettirnir farnir og heimiliskettirnir yrðu ekki fleiri en sjö talsins. Lögregla hefur tilkynnt málið til Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.