Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 11
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. október 2012 11 Velferðarvaktin var sett á lagg- irnar í kjölfar efnahagshrunsins en hlutverk hennar er að fylgjast með félagslegum jafnt sem fjárhagslegum afleiðingum bankahrunsins fyrir fjölskyldur og einstaklinga í landinu með markvissum hætti og gera til- lögur um aðgerðir í þágu heimil- anna. Velferðarvaktin er óháður álitsgjafi sem leggur fram tillögur til stjórnvalda og hagsmunaaðila. Suðurnesjavaktin hefur verið starfandi frá því í byrjun janúar á síðasta ári. Nýverið var gefin út áfangaskýrsla Suðurnesjavaktar- innar þar sem ítarlega er farið yfir stöðu mála á Suðurnesjum. Suðurnesjavaktina skipar sam- starfshópur, sem er fjölbreyttur hópur lykilfólks á Suðurnesjum þar á meðal allir félagsmála- stjórar svæðisins, fulltrúar frá verkalýðshreyfingunni og Rauða krossinum og fulltrúar sex ríkis- stofnana, fulltrúi kirkjunnar og skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Suðurnesjavaktin er óháður greiningar- og álits- gjafi sem leggur fram tillögur til stjórnvalda og hagsmunasamtaka og fylgir þeim eftir. Verkefnis- stjóri Suðurnesjavaktarinnar er Lovísa Lilliendahl. Meginverkefni samstarfshópsins er að styrkja samstarf ekki einungis milli sveitarfélaganna heldur einnig milli ríkisstofnana, sveitarfélaga og félagasamtaka með það að markmiði að styrkja svæðið í heild. Meðal verkefna framundan er kortlagning með tilliti til styrkleika og helstu þarfa svæðisins, stefnumótun og gerð framkvæmdaáætlunar. Í áfangaskýrslunni, sem nýverið hefur verið kynnt, hafa verið dregnar saman á einn stað upp- lýsingar um stöðu Suðurnesja miðað við júní í sumar. Áfanga- skýrsla Suðurnesjavaktarinnar kemur nú út öðru sinni en hún greinir frá stöðunni á Suður- nesjum rúmum fjórum árum eftir efnahagshrunið haustið 2008. Dregið hefur meira úr atvinnuleysi á Suður- nesjum en á öðrum landsvæðum en er sem fyrr langmest á Suðurnesjum. Í maí 2012 mældist atvinnuleysi á svæðinu 9,4% en var 12,1% á sama tíma árið 2011. Á landinu öllu mælist atvinnuleysi 5,6% en var 7,4% á sama tíma árið 2011. Einstaklingar á Suðurnesjum yngri en 30 ára eru 39% af þeim sem eru á atvinnuleysis- skrá. Hlutfall heimila í vanskilum er hæst á Suður- nesjum en rúmlega 16% íbúa á Suðurnesjum yfir 18 ára aldri eiga í alvarlegum vanskilum. Næst á eftir Suðurnesjum kemur Suðurland með 9,7% og höfuðborgarsvæðið með 9,5%. Hlutfall íbúa sem fá ráðgjöf eða fara í greiðsluað- lögun hjá Umboðsmanni skuldara er hæst á Suðurnesjum samanborið við landið allt. Eignir Íbúðalánasjóðs í júní 2012 eru flestar á Suðurnesjum eða samtals 579. Næstflestar eignir sjóðsins eru á höfuðborgarsvæðinu eða 352 talsins. Þá segir í áfangaskýslunni að hlutfall íbúa á Suðurnesjum með háskólamenntun er 17,7% en landsmeðaltal er 33%. Mikil aukning hefur orðið á málum í forvarnar- og meðferðarteymi Heilbrigðisstofnunar Suður- nesja. Hlutfall öryrkja er hæst á Suðurnesjum eða 9,8% á meðan landsmeðaltal er 7,4%. Þá segir að mikil fjölgun hefur orðið á sprota- fyrirtækjum á Ásbrú en í frumkvöðlasetrinu Eldey eru nú starfrækt 18 sprotafyrirtæki. Áfangaskýrsla Suðurnesjavakt- arinnar komin út Í aðdraganda efnahagshrunsins stóðu Suðurnesin nokkuð verr að vígi samanborið við aðra landshluta en segja má að í framhaldi af brotthvarfi varnarliðsins árið 2006 hafi byrjað að halla undan fæti á svæðinu. Efnahagshrunið hefur þó ekki eingöngu haft slæm áhrif á samfélagið á Suðurnesjum eins og margir kunna að telja. Aðgerðir á vegum ríkisins hafa leitt til þess að samstarf milli aðila í velferðar- þjónustu á svæðinu öllu hefur styrkst verulega með tilkomu Suður- nesjavaktarinnar. Með tilkomu atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar blómstrar frumkvöðlastarfsemi á Ásbrúarsvæðinu en Heklan styður við atvinnuþróun á Suðurnesjum með fjölbreyttum hætti og eru í dag um 18 sprotafyrirtæki starfandi á svæðinu. Svæðisbundið verk- efni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem miðar að því að efla menntun á Suðurnesjum hefur einnig gengið vel. Síðast en ekki síst er vert að minna á öll þau öflugu virkni- og starfsendur- hæfingarúrræði sem standa einstaklingum til boða á svæðinu. Þetta eru styrkleikar sem vilja því miður oft gleymast í umræðunni um afleiðingar efnahagshrunsins. Svona er Staðan Á SUðUrneSJUM Byrjaði að halla undan fæti þegar varnarliðið fór n Í skýrslu Suðurnesjavaktarinnar kemur fram að staðan á svæðinu er ekki eins og best verður á kosið, sérstaklega þegar kemur að fjármálum heimilanna. Mörg heimili eiga í fjárhagserfiðleikum og vanskil eru töluvert hærri meðal íbúa á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta. vf.is BLAÐAUKI UM SUÐURNESJAVAKTINA • fimmtudagurinn 11. október 2012

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.