Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 24
Karlmaður á þrítugsaldri reyndist vera algjörlega út úr heiminum af völdum sveppaáts þegar lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af honum. Maðurinn var staddur við hafnarvogina í Keflavík þegar lög- regla varð hans vör. Hann reyndist vera í alvarlegu vímuástandi og óviðræðuhæfur. Lögreglumönnum tókst þó að greina af því sem hann reyndi að segja að hann væri búinn að borða mikið af sveppum. Maðurinn var færður á lögreglustöð og látinn sofa úr sér. Síðan var tekin af honum skýrsla, þar sem hann viðurkenndi sveppaátið, og var frjáls ferða sinna að því búnu. vf.is Fimmtudagurinn 11. október 2012 • 40. tölublað • 33. árgangur auglýsingasími víkurfrétta er 421 0001 Opið alla miðvikudaga frá kl. 8:00 – 16:00 Tímapantanir í síma 426 8540 Opið virka daga frá kl. 8:00 – 17:00 Frjáls mæting Meira í leiðinni GERÐU BÍLINN KLÁRAN FYRIR VETURINN FYRSTA FLOKKS VETRARDEKK Á FRÁBÆRU VERÐI OG FRAMÚRSKARANDI ÞJÓNUSTA WWW.DEKK.IS Á DEKKJAHÓTELI N1 BÝÐST ÞÉR AÐ GEYMA DEKKIN GEGN VÆGUGJALDI HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA N1 REYKJANESBÆ | GRÆNÁSBRAUT SÍMI 440 1372 VALUR KETILSSON SKRIFAR FIMMTUDAGSVALS Stigið í vænginn Hann vaknaði við kunnuglegt lag á Bylgjunni. Á ókunnum stað. Raggi Bjarna og Jón Jónsson sungu Geira Sæm lagið „Froðan“ af einstakri hljómþýðu. Við hlið hans lá kona sem hann hafði hitt fyrr um kvöldið. Naktir lík- amar þeirra lágu saman umvafðir röndóttum sængurverum. Ekki beint ósýnilega gyðjan eins og laglínan úr viðtækinu. Þau höfðu hist í Stapanum og látið vel að hvort öðru. Dansað saman inn í nóttina. Í hópi kunningja og vina. Allir voru að skemmta sér. Þau stigu í vænginn hjá hvoru öðru Hún var fráskilin fjögurra barna móðir. Eigin-maðurinn fyrrverandi hafði flust búferlum í leit að ævintýrum. Atvinnutækifærin í Noregi toguðu í hann eins og svo marga aðra iðnaðarmenn. Henni leiddist einveran og ákvað að fara með vinkonunum á ballið. Þráði að vera ein af stelpunum, jafnvel þó henni hafi gengið illa að koma því fyrir á undan- förnum árum. Átti erfitt með að fá barnapíu sem hægt var að treysta á. Oftar en ekki hafði hún þurft að fara fyrr heim, þar sem heimilið hafði verið undirlagt af unglingum sem hópast höfðu í partíið hjá heima- sætunni. Óvarin fyrir undirheimum og óþjóðalýð. Skeyttu engu um börnin, sem voru henni allt. Lífs- ins ljós. Afi og amma fóru blessunarlega með þau í sveitina að þessu sinni. Henni létti að vita af þeim í öruggum höndum. Hafði séð hann endrum og eins í samkvæmum og fannst nærvera hans góð. Þekkti hann af góðu einu. Þau ræddu heima og geima og áhugamál hvors annars. Börnin komu oftar en ekki við sögu í samræðunum. Ræddu skólann og íþróttirnar. Henni fannst gott að fá athyglina frá honum enda engir aðrir litið við henni frá skilnaðinum. Hún hafði gefið sig alla að uppeldi barnanna og tileinkað lífið fjöl- skyldunni. Henni leið þó ekki vel innra með sér og depurðin ruglaði hana í ríminu. Hún bauð honum heim. Eitt glas. Það hvarflaði ekki að henni að þetta færi svona. Hún vaknaði óróleg um morguninn og sá að hann var farinn. Það síðasta sem hún mundi, var að hún lá í örmum hans og fékk koss á ennið. Umvafin hlýju og mýkt. Anganin hans lagði enn um her- bergið. Þá rann það upp fyrir henni hvað hafði gerst. Engu að síður nagaði samviskan hana og hún grúfði sig í koddann. Hét því að láta slíkt ekki henda sig aftur. Aldrei. FRÉTTAVAKT VÍKURFRÉTTA Í SÍMA 898 2222 vaktsími allan sÓlarHringinn Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning um að barn sem var sofandi úti í barnavagni hefði verið tekið úr vagninum. Atvikið átti sér stað í Reykjanesbæ á milli kl. 13 og 14 á föstudaginn fyrir rúmri viku. Barnið, 14 mánaða gömul stúlka, hafði verið sofandi úti í barnavagni við íbúðarhús í Reykjanesbæ. Þegar huga átti að barninu reyndist það ekki vera í vagninum og eftir skamma leit heyrðist í barninu sem reyndist vera í húsagarði við næsta hús en milli húsanna er 80-90 cm há girðing. Ekkert virtist ama að barninu. Allt bendir til þess að óviðkomandi hafi tekið barnið úr barnavagninum og farið með það yfir í garðinn við næsta hús. Málið er til rannsóknar hjá lögregl- unni á Suðurnesjum sem lítur það mjög alvarlegum augum og hvetur til sérstakrar aðgæslu með börnum við þessar aðstæður í ljósi málsins. Óviðræðuhæfur eftir sveppaát Barn tekið úr Barnavagni n Fannst í næsta húsgarði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.