Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 11. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 Öflugar menntastoðir Á Suðurnesjum starfa öflugar menntastoðir en þar á meðal eru Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Fisktækniskólinn, Miðstöð sí- menntunar á Suðurnesjum og Samvinna starfsendurhæfing. Á Ásbrú hefur einnig byggst upp öflugt háskólasamfélag en þar er starfræktur Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs. Virkni- og starfsendur- hæfingarúrræði Á Suðurnesjum eru fjölbreytt virkni- og starfsendurhæfingarúr- ræði í boði fyrir einstaklinga sem ekki eru á vinnumarkaði, til dæmis vegna veikinda, slysa- og félags- legra erfiðleika. Má þar nefna Sam- vinnu, Björgina–geðræktarmið- stöð Suðurnesja, Virkjun og Fjöl- smiðjuna. Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum býður einnig upp á ýmis virkniúrræði og á í góðu samstarfi við Vinnumálastofnun hvað það varðar. Íþróttir og tóm- stundir Suðurnes eru þekkt fyrir góðan árangur í íþróttum og þar er unnið öflugt íþróttastarf með og fyrir börn og unglinga. Má nefna að í vetur urðu karlalið Grindavíkur- bæjar og kvennalið Njarðvíkur Íslandsmeistarar í körfubolta og karlalið Keflavíkur bikarmeistarar. Fyrir stuttu náðu Holtaskóli og Heiðarskóli í Reykjanesbæ þeim frábæra árangri að verða í tveimur efstu sætunum í Skólahreysti. Á Suðurnesjum er tónlistarskóli í hverju sveitarfélagi nema í Sveitar- félaginu Vogum. Einnig er öflugt æskulýðsstarf á svæðinu eins og skátarnir, KFUM og KFUK og æskulýðsstarf kirkjunnar. Fjölbreytt menningarlíf og afþreying Á Suðurnesjum er að finna fjöl- breytt menningarlíf og afþreyingu sem felst meðal annars í blómlegu tónlistarlífi, listviðburðum, söfnum, sýningum og leikhús- lífi. Tónlistarlíf á Suðurnesjum er öflugt en þaðan hafa komið margir efnilegir tónlistarmenn og hljóm- sveitir. Árlegar hátíðir sveitar- félaganna, eins og Ljósanótt í Reykjanesbæ, Sjóarinn síkáti í Grindavík, Sólstöðuhátíð í Garði, Sandgerðisdagar og Bryggjudagar í Vogum, draga að sér fjölda fólks sem setur mark sitt á bæjarlíf sveitarfélaganna. Á Suðurnesjum er einnig í boði fjölbreytt afþreying fyrir börnin. Í Reykjanesbæ er Listahátíð barna haldin árlega og á svæðinu er að finna land- 6,6% af heildarmannfjölda landsins Á Suðurnesjum eru sveitarfélögin Grinda- víkurbær, Reykjanesbær, Sveitarfélagið Garður, Sveitarfélagið Vogar og Sand- gerðisbær. Íbúafjöldi á svæð- inu er 21.242. Samfélagið á Ásbrú telst hluti af R e y kj ane s b æ e n þar búa um 1800 íbúar. Frá síðasta ári hefur íbúum fjölgað um 154 en mest fjölgun íbúa hefur orðið á Ásbrú. Íbúar á Suðurnesjum eru 6,6% af heildar- mannfjölda lands- ins. Eldri borgarar á Suðurnesjum eru um það bil 3.000 talsins en hlutfall eldri borgara af íbúafjölda er lægst á Suðurnesjum miðað við aðra landshluta eða 14,1%. Næst á eftir er höfuðborgarsvæðið með 17,3% íbúa yfir 60 ára aldri en Norðurland vestra er með hæsta hlutfallið eða 22%. Þrátt fyrir þetta er félag eldri borgara á Suðurnesjum annað fjölmennasta félagið á landinu með um 2.000 félagsmenn. 9,8% Suðurnesjamanna 16 - 66 ára á örorkulífeyri Síðustu ár hafa Suðurnesin skorið sig úr í samanburði við önnur landsvæði sérstaklega hvað varðar atvinnuleysi, lágt menntunarstig og fjölda öryrkja. Samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins frá árinu 2011 eru 7,4% einstaklinga á aldrinum 16 - 66 ára á örorkulífeyri miðað við landið allt. Á Suðurnesjum eru 9,8% einstak- linga á þessum aldri á örorku- lífeyri en árið 2010 var hlut- fallið 8,8%. Sé litið til ársins 2003 er staðan önnur en þá var hlutfall örorkulífeyris- þega á Suðurnesjum 6,6% og svæðið skar sig ekki úr miðað við aðra landshluta. Þá var hlutfall örorkulíf- eyrisþega á Norðurlandi eystra 7% og í Reykjavík 6,7%. Frá og með árinu 2007 fór örorkulífeyrisþegum á Suðurnesjum að fjölga og svæðið fór að skera sig úr samanborið við aðra landshluta og hefur gert síðan. Velta má fyrir sér hvort brotthvarf varnarliðsins árið 2006 hafi haft einhver áhrif á þessa þróun en margir starfsmenn varnar- liðsins voru komnir á efri ár þegar varnarliðið fór af svæðinu og áttu hugsanlega í meiri erfiðleikum með að f inna annað starf. Af þeim 1154 ein- staklingum á landinu sem eru á endurhæfingarlífeyri eru 94 á Suður- nesjum eða 8%. Urðu illa úti í efnahagshruninu Svæðið varð fyrir verulegu áfalli við brotthvarf varnarliðsins árið 2006 en þá má segja að þeir erfiðleikar sem Suðurnesin standa frammi fyrir í dag hafi hafist fyrir alvöru. Suðurnesin urðu einnig illa úti í efnahagshruninu haustið 2008 í samanburði við aðra landshluta. Á svæðinu hefur nauðungarsölum farið fjölgandi og eignir Íbúðalánasjóðs eru flestar á Suðurnesjum. Um- boðsmaður skuldara opnaði útibú í Reykja- nesbæ í desember 2010 til þess að mæta auknu álagi á svæðinu. Lítið þokast í nýjum atvinnutækifærum Suðurnesjabúar hafa undanfarið beðið eftir nýjum atvinnutækifærum en lítið hefur þok- ast í þeim málum. Með tilliti til aðstæðna á svæðinu hafa stjórnvöld reynt að bregðast við með ýmsum hætti. Iðnaðarráðuneytið lagði til að mynda til fjármagn í stofnun atvinnuþróunarfélags, velferðar- ráðuneytið lagði svæðinu lið með Suðurnesjavaktinni sem starfar á vegum vel- ferðarvaktarinnar og mennta- og menn- ingarmálaráðuneytið beitir sér fyrir eflingu menntunar og fjöl- breyttari námstæki- færum á svæðinu. Félagsþjónusta sveitarfélaganna á Suðurnesjum Aukið álag og málin þyngri Á Suðurnesjum eru starfræktar þrjár félagsþjónustur þ.e. í Reykjanesbæ, Grindavíkurbæ og Sandgerðisbæ. Í hinum síðastnefnda er rekin sam- eiginleg félagsþjónusta fyrir Sandgerð- isbæ, Garð og Voga. Einstaklingum á fjárhagsaðstoð á Suðurnesjum fjölgaði árið 2011 en árið 2010 fengu 420 einstaklingar fjárhagsaðstoð hjá sveitarfélögunum en þeim fjölgaði í 514 árið 2011. Mesta aukningin var í Reykjanesbæ en þar fjölgaði einstaklingum á fjár- hagsaðstoð úr 331 árið 2010 upp í 409 árið 2011. Á framfæri þessara 514 einstaklinga sem fengu fjár- hagsaðstoð árið 2011 voru 311 börn. Í samtali við félagsmálastjóra á svæðinu kemur fram að álagið hafi aukist á milli ára, málin séu orðin þyngri og aukning hafi orðið í fóstur- málum og einnig hafi farið vaxandi að mál séu leidd fyrir dóm. Það virðist vanta fleiri úrræði fyrir foreldra svo að þeir séu betur í stakk búnir til þess að takast á við erfiðleika í fjölskyldu- lífinu og er þá verið að tala um meiri stuðning og ráðgjöf varðandi uppeldi. Vinnuumhverfi félagsráðgjafa og annarra starfsmanna hjá félags- þjónustum sveitarfélaganna hefur breyst verulega á undanförnum árum en starfsmenn finna fyrir meiri reiði og örvæntingu í samskiptum við skjólstæðinga sem standa höllum fæti og eru jafnvel að missa eigur sínar. Af þeim einstaklingum sem eru á fjárhagsaðstoð í Reykjanesbæ hafa 166 aldrei átt bótarétt hjá Vinnumála- stofnun eða eru búnir að fullnýta bótarétt sinn. Miðað við áætlun mun fjölga enn frekar í þeim hópi sem mun fullnýta bótarétt sinn á árinu 2012. Athygli vekur að einstaklingum í ald- urshópnum 20 - 29 ára fjölgar mest á milli ára og er ennþá stærsti hópurinn sem þarf á fjárhagsaðstoð að halda. Kostnaður við fjárhagsaðstoð sveitar- félaganna á Suðurnesjum fer vaxandi en árið 2010 greiddu sveitarfélögin samtals rúmar 137 milljónir króna í fjárhagsaðstoð en sú fjárhæð fór upp í tæpar 196 milljónir króna árið 2011. Hjá Reykjanesbæ var hlutfallslega mest hækkun á kostnaði við fjár- hagsaðstoð milli áranna 2010 og 2011 eða 44%. Hjá Sandgerðisbæ/Garði/ Vogum var hækkunin 38% en var minnst hjá Grindavíkurbæ eða 36%. Hvað hefur verið gert til að bregðast við ástandinu? Í skýrslunni segir að fyrir tilstuðlan stjórnvalda hefur eftirfarandi verkefnum verið ýtt úr vör: Formlegu samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum á sviði velferðarmála. Menntaverkefni á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem miðar að því að efla menntun á Suðurnesjum. Stofnað hefur verið atvinnuþróunarfélag sem vinnur að fjölbreyttum verkefnum á sviði atvinnu- og byggðaþróunar auk verkefna á sviði nýsköpunar. Umboðsmaður skuldara opnaði útibú á svæðinu. Sýslumaðurinn í Keflavík hlaut styrk til þess að gera rannsókn á orsökum nauðungarsala á Suðurnesjum. Þróun nýrra atvinnu- og námstækifæra með úrræðum á borð við Atvinnutorg, Vinnandi vegur og Nám er vinnandi vegur. Fjölbrautaskóli Suðurnesja mun bjóða upp á sérstaka námsleið fyrir einstaklinga sem standa ekki vel að vígi að loknum grunnskóla og hafa ekki áhuga á hefð- bundnu bóklegu námi. Fræðsluskrifstofan í Reykjanesbæ vinnur að verkefninu Framtíðarsýn sem miðar að bættum námsárangri í Reykjanesbæ og nágrannasveitar- félögunum. Fjölbreytt og öflug virkni- og starfsendurhæfingarúrræði fyrir fólk á öllum aldri og með ólíkan bakgrunn. Skimunarverkefni Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja og Vinnumálastofn- unar sem miðar að því að skima fyrir heilsufarslegum vandamálum meðal atvinnulausra einstaklinga. Þeim einstaklingum sem reynast vera í áhættuhópi er vísað í viðtal hjá Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þetta eru SuðurneS! Styrkleikar Suðurnesja n Sveitarfélögin á Suðurnesjum vinna flest eftir yfir- lýstum stefnum varðandi fjölskyldumál, forvarnir, fjöl- menningu, skólamál og jafnréttismál. SUÐURNESJAVAKTIN

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.