Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 14
fimmtudagurinn 11. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR14 Vinnumálastofnun býður upp á ýmis úrræði fyrir atvinnuleitendur og má þar nefna ÞOR (Þekking og reynsla) og UFTA (Ungt fólk til athafna) sem bæði miða að því að virkja atvinnuleitendur og auðvelda þeim að fá vinnu á ný. Síðast- liðið haust var ýtt úr vör átakinu Nám er vinnandi vegur en það gaf atvinnuleitendum kost á að fara í nám eina önn án þess að atvinnuleysisbætur myndu skerðast. Eftir önnina gafst þeim sem voru í ólánshæfu námi kostur á framfærsluað- stoð næstu þrjár annir. Þeir sem voru í lánshæfu námi sneru sér til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Samkvæmt upplýsingum frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja voru 35 einstaklingar sem hófu nám í skólanum á haustönn 2011 á vegum Vinnumálastofnunar sem munu halda áfram námi. Framhald verður á þessu úrræði Vinnumálastofnunar haustið 2012 en einungis verður hægt að skrá sig í iðn- og starfsnám í framhaldsskólum og í frumgreinadeildir Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst og Keilis á Ásbrú. Í febrúar síðastliðnum fór af stað verkefnið Vinnandi vegur. Með þátttöku í Vinnandi vegi eiga atvinnurekendur kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna úr hópi atvinnuleitenda í allt að eitt ár. Átakið beinir sjónum sérstaklega að einstaklingum sem hafa verið án vinnu lengur en 12 mánuði. Í mars síð- astliðnum var ýtt úr vör nýju úrræði fyrir ungt fólk sem nefnist Atvinnutorg en það er sam- starfsverkefni velferðarráðu- neytisins, Vinnumála- stofnunar og Reykjanesbæjar. Atvinnu- torgið á að veita ungu fólki á aldrinum 16-25 ára sem hvorki er á vinnumarkaði né í námi, náms- eða atvinnutengda ráð- gjöf og stuðning við að finna úrræði við hæfi. Markmiðið er að bjóða öllum þessum ungmennum úrræði sem geta falist í starfsþjálfun eða atvinnu, námi eða námstengdum úrræðum eða starfs- endurhæfingu. Atvinnutorgið hefur farið vel af stað en um það bil 15 einstaklingar eru nú komnir með störf á almennum vinnumarkaði, eru í vinnustaðarnámi eða öðrum virkniúrræðum. Fyrirtæki á Suðurnesjum hafa brugðist vel við þessu úrræði og vilja leggja sitt af mörkum til þess að bæta atvinnustöðuna á svæðinu. Í maí 2012 voru að meðaltali um 477 einstaklingar í vinnumarkaðsúrræðum. Langflestir í þessum hópi voru í náms- tengdum úrræðum eða um 387 ein- staklingar en 90 voru í starfstengdum úrræðum, þ.e. á reynsluráðningar- eða starfsþjálfunarsamningum. Menntunarstig einstaklinga í atvinnuleit Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumála- stofnun er menntunarstig þeirra sem eru á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum lægra en meðal atvinnuleitenda á landinu öllu, en rúm 69% þeirra eru einungis með grunn- skólamenntun. Á landsvísu er hlutfall einstaklinga á atvinnuleysisskrá sem eru aðeins með grunnskólamenntun rúmlega 49%. Háskólamenntaðir einstaklingar á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum eru 5,3% en yfir landið er hlutfallið 16,1%. Atvinnuþróunarfélagið Heklan Atvinnuþróunarfélagið Heklan var formlega sett á laggirnar í apríl 2011 en iðnaðarráðuneytið og Byggðastofnun leggja því til 20 milljónir króna á ári. Sam- band sveitarfélaga á Suðurnesjum aflar mótframlaga og sér að öðru leyti um fjár- mögnun starfseminnar eins og tíðkast í at- vinnuþróunarfélögum annarra landshluta. Verkefni Heklunnar eru fjölbreytt og eru flest á sviði atvinnu- og byggðaþróunar auk nýsköpunarverkefna. Heklan sér einnig um rekstur vaxtarsamnings Suðurnesja og menningarsamnings Suðurnesja. Óhætt er að segja að Heklan sé ein af jákvæðu afleiðingum efnahagshrunsins. Í Eldey frumvöðlasetri, þar sem Heklan hefur aðsetur, blómstrar frumkvöðla- starfsemi og eru þar nú starfandi 18 sprotafyrirtæki og yfir 30 starfsmenn. Heklan aðstoðar frumkvöðla við að stíga sín fyrstu skref, þróa viðskiptahugmyndir sínar og koma sprotafyrirtækjum á legg. Hægt er að fá leigt smiðjurými, skrif- stofurými og aðstöðu í opnu vinnurými. Haldin eru námskeið fyrir frumkvöðla og eins hafa leigjendur haldið nám- skeið í húsinu en þeir hafa aðgang að fundarrýmum og kennslustofu. Sýslumaðurinn í Keflavík Nauðungarsölum heimila á Suður- nesjum hefur farið fjölgandi undan- farin ár. Þróun í nauðungarsölum síðastliðin tíu ár gefur til kynna að erfiðleikar íbúa á svæðinu hafi í raun hafist fyrir hrun, en strax árið 2008 verður mikil aukning í nauð- ungarsölum íbúðarhúsnæðis hjá sýslumanninum á Suðurnesjum. Árið 2010 náðu nauðungarsölurnar hámarki en þá var fjöldi nauðungar- sölumála alls 279 og er átt við bæði íbúðar- og atvinnuhúsnæði. Samanburður á fyrstu fjórum mán- uðum áranna 2011 og 2012 sýnir fækkun í sölu íbúðarhúsnæðis úr 164 íbúðum árið 2011 í 93 íbúðir 2012. Staðan er önnur varðandi atvinnuhúsnæði en á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2012 hafa verið seldar þrefalt fleiri eignir í atvinnu- rekstri en allt árið 2011. Meirihluti eignanna sem seldar hafa verið nauðungarsölu eru í Reykja- nesbæ. Á árabilinu 2008 - 2011 námu þær eignir tæpum 70% af seldum eignum í heild. Hámarkinu í aukningu nauðungarsölu virðist hafa verið náð ári fyrr í fámennari sveitarfélögunum eða árið 2010. Í maí 2011 hófst rannsókn hjá sýslumanninum í Keflavík á or- sökum nauðungarsölu heimila á Suðurnesjum og er búist við að henni verði lokið í byrjun sumars 2012 en gert er ráð fyrir að skýrslan dragi fram gagnlegar upplýsingar sem nýta má meðal annars við for- varnarstarf. Umboðsmaður skuldara Umboðsmaður skuldara hefur verið starfað Suðurnesjum frá desember 2010 og verður áfram meðan þörf krefur. Samkvæmt upplýsingum frá Umboðsmanni skuldara á Suðurnesjum er staðan á svæðinu ekki góð og hefur aukist að einstaklingar taki þá ákvörðun að fara í gjaldþrot þar sem þeir sjá ekki fram á að geta staðið við skuldbindingar sínar. Samkvæmt upplýsingum frá dómstólaráði voru 44 einstaklingar á Suðurnesjum úrskurðaðir gjaldþrota árið 2011 en þeir voru 83 á höfuðborgar- svæðinu. Fram til 31. mars á þessu ári hafa 27 einstaklingar á Suður- nesjum verið úrskurðaðir gjald- þrota sem er tæplega helmingur af öllum gjaldþrotum á landinu. Á sama tíma hafa 16 einstaklingar verið úrskurðaðir gjaldþrota á höfuðborgarsvæðinu. Hlutfall íbúa, sem hafa farið í ráð- gjöf og greiðsluaðlögun frá því Umboðsmaður skuldara tók til starfa í ágúst 2011, er mjög hátt á Suðurnesjum samanborið við aðra landshluta en 3,3% íbúa á Suður- nesjum fengu ráðgjöf eða fóru í greiðsluaðlögun. Í Reykjavík er hlutfallið 1,9% og á Suðurlandi er það 1,8%. Sennilega hefur gott að- gengi að Umboðsmanni skuldara á Suðurnesjum þau áhrif að fólk fer fyrr af stað og fær ráðgjöf varð- andi sín mál. Af þeim sem eru í greiðsluaðlögum hjá Umboðs- manni skuldara á Suðurnesjum eru 34% á aldrinum 31-40 ára. Suður- nes eru álíka stödd miðað við aðra landshluta hvað varðar meðalskuld á hverja umsókn, meðaltekjur og meðalgreiðslugetu eftir fram- færslukostnað en eins og áður sagði er fjöldinn mun meiri. Gjaldþrot fyrirtækja 2009-2011 Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofu Íslands urði alls 1.578 fyrir- tæki á landinu gjaldþrota árið 2011. Af þeim voru 1206 á höfuðborgar- svæðinu, þar á eftir var Suðurland með 118 gjaldþrot og svo Suður- nes með 107 gjaldþrot. Af gjald- þrota fyrirtækjum á Suðurnesjum voru 31,8% í byggingastarfsemi og mannvirkjagerð. Frá árinu 2009 hafa 232 fyrirtæki á Suðurnesjum orðið gjaldþrota sem er sambæri- legur fjöldi og á Suðurlandi. Hvaða úrræði eru fyrir atvinnuleitendur? n Í nýlegri skýrslu frá Creditinfo kemur fram að rúmlega 16% íbúa á Suður- nesjum yfir 18 ára aldri eiga í alvarlegum vanskilum. Næst á eftir Suður- nesjum kemur Suðurland með 9,7% og höfuðborgarsvæðið með 9,5%. „Strax í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 stóð Reykjanesbær fyrir því að kalla saman alla þá aðila á Suðurnesjum sem vinna að vel- ferð með það að markmiði að fylgjast sameiginlega með þróuninni og bregðast við eftir því sem þörf er á. Suðurnesjavaktin kemur í kjölfar þess, en það hafði sýnt sig að til að halda málinu vakandi þyrfti starfsmann sem héldi utan um þetta samstarf. Velferðarráðuneytið lagði hann til, til tveggja ára,“ segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ. Starfsmenn Reykjanesbæjar frá fjölskyldu- og félagssviði og fræðslusviði hafa tekið virkan þátt í þessu starfi frá upphafi. Starfið hefur fyrst og fremst skilað því að stofnanir og starfsmenn velferðarmála á svæðinu eru meðvitaðri um verkefni og aðstæður hver hjá öðrum og boðleiðir ættu því að vera styttri. Hvað framhaldið varðar, þá munum við áfram taka þátt í verkefninu ef Vel- ferðarráðuneytið heldur áfram að leggja því lið, segir Árni Sigfússon. „Mér finnst þessi skýrsla sýna að okkur hefur miðað í rétta átt hér á Suðurnesjum og það hefur margt jákvætt verið að gerast. Ég get þó ekki sagt að ástandið sé orðið ásættanlegt og enn eru ótal atriði sem þarf að vinna í. Mikilvægasta verkefnið er að tryggja áframhaldandi uppbyggingu atvinnutæki- færa og þar skiptir miklu máli að fram- kvæmdir við álverið í Helguvík komist í gang sem fyrst. Mér finnst líka mikilvægt að við höldum áfram að huga með markvissum hætti að atvinnuþróun eins og gert hefur verið í gegnum Hekluna,“ segir Ólafur Þór Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Sandgerðis um áfangaskýrslu Suðurnesjavaktarinnar. „Það er áhyggjuefni hversu hlutfall háskólamenntaðra er langt fyrir neðan landsmeðaltal. Því verður að breyta m.a. með því að efla enn frekar menntastofnanir á Suðurnesjum og styrkja samvinnu og sam- starf þeirra á milli. Þá er sá fjöldi eigna á Suðurnesjum sem er í höndum Íbúðalánsjóðs sláandi. Það þarf örugglega að greina þær tölur betur en þó er klárt að þetta getur ekki talist eðlilegt ástand og hlýtur að vera sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga að skoða það nánar. Það væri auðveldlega hægt að nefna fleiri atriði úr þessari ágætu skýrslu sem er fín samantekt og gott verkfæri í höndum okkar allra sem vilja hag Suðurnesjanna sem mestan. Hún er gagnleg til að skil- greina þau verkefni sem þarf að takast á við og hjálpar til við að sjá þær leiðir sem eru færar. Ég hef óbilandi trú á Suðurnesjunum og Suður- nesjamönnum og þegar maður skoðar þau tækifæri sem við höfum hér á svæðinu þá er ekki annað hægt en að vera bjartsýnn á framtíð okkar sem eitt af sterkustu landsvæðum Íslands,“ segir Ólafur Þór í samtali við blaðið. VIÐBRÖGÐ VIÐ SKÝRSLUNNI Tryggja verður áframhaldandi uppbygginu atvinnutækifæra Starfsmenn velferðarmála á svæðinu meðvitaðri SUÐURNESJAVAKTIN Rúmlega 16% íbúa í alvarlegum vanskilum

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.