Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 10
fimmtudagurinn 11. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR10
MENNING OG MANNLÍF
n Danskt Big-band og Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar:
Me
nn
ing
LEIKSKÓLAKENNARA/LEIÐBEINENDUR
VANTAR TIL STARFA Í GEFNARBORG
Leikskólinn Gefnarborg er einkarekinn ögurra deilda leikskóli í Garði.
Í leikskólanum er unnið metnaðarfullt starf þar sem mikil áhersla er á virðingu og jákvæð samskipti. Í starnu er
stuðst við kenningar Howard Gardners og sérstök áhersla á ölmenningu og umhversmennt.
Í starfsmannahópinn vantar starfsmenn á deild.
Æskilegar menntunar- og hæfniskröfur eru:
Háskólagráða í leikskólakennarafræðum eða önnur uppeldismenntun
Góð færni í samskiptum
Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
Ef ekki fást starfsmenn með uppeldismenntun verða ráðnir leiðbeinendur.
Við hvetjum karlmenn jafnt sem kvenmenn til að sækja um.
Viðkomandi þarf að geta hað störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til 16. október 2012.
Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á heimasíðu leikskólans http://www.leikskolinn.is/gefnarborg
Nánari upplýsingar veita leikskólastjóri og rekstraraðili í síma 422- 7166
Sunnudaginn 14. október nk. kl. 16.00 mun Stórsveit Sct. Mariae
Skole í Álaborg í Danmörku, Sct.
Mariae Skoles Bigband, halda
tónleika í Stapa ásamt Léttsveit
Tónlistarskóla Reykjanesbæjar.
Reykjanesbær er bara nokkuð ríkur af bókmenntum. Það
kom í ljós þegar starfsfólk Bóka-
safns Reykjanesbæjar bauð upp á
bókmenntagöngu í heilsu- og for-
varnarviku. Af nógu var að taka,
þannig að göngurnar verða án efa
fleiri í framtíðinni.
Góður hópur fólks var mættur
á Bókasafnið fyrir kl. 11:00 sl.
laugardag til að taka þátt í fyrstu
bókmenntagöngu safnsins. Það
var spenningur í lofti, ekki síst hjá
starfsfólki sem var að bjóða upp
á bókmenntagöngu í fyrsta sinn.
En gangan tókst vel og marga
óraði ekki fyrir því hversu mikið
við eigum af skemmtilegum bók-
menntatextum. Auk þess að koma
við á gömlum bókasafnsslóðum,
við Sólvallargötu, Skólaveg og
Mánagötu var lesið bernskubrot
úr ævisögum Rúnars Júlíussonar,
Gunnars Eyjólfssonar og Árna
Bergmann, lesið ljóð eftir Kristin
Reyr, brot úr Diddu og dauða kett-
inum eftir Kikku, upphaf Ódáða-
hrauns eftir Stefán Mána og sagt
frá tilurð þess að skessa Herdísar
Egilsdóttur fékk bústað í Gróf.
Þegar Lestrarmenning í Reykja-
nesbæ var sett árið 2003 sagði Sig-
urður Þór Salvarsson blaðamaður
að nú væri Reykjanesbær ekki bara
þekktur fyrir bolta og bítlatónlist,
heldur líka bækur. Það er ástæða til
að rifja þau orð upp hér. Að lokum
má geta þess að Njarðvíkingurinn
Elías Snæland Jónsson var að senda
frá sér nýja sögu þar sem Reykja-
nesbær er sögusviðið. Hún heitir
Ævintýri á Ljósanótt.
Grindavíkurbær og Guð-bergur Bergsson rithöf-
undur, sem verður áttræður 16.
október nk., skrifuðu sl. laugar-
dag undir viljayfirlýsingu um að
opnuð verði sýning um líf og feril
Guðbergs í Kvikunni, auðlinda-
og menningarhúsi Grindavíkur.
Stefnt er að opnun sýningarinnar
í mars 2013 í tengslum við menn-
ingarviku Grindvíkinga. Jafnframt
er áhugi beggja aðila á því að í nýju
bókasafni Grindavíkur sem opnar
í ársbyrjun 2014 verði hægt að
nálgast öll verk Guðbergs og þar
verði verkum hans jafnframt gerð
góð skil.
Við athöfnina las Guðbergur þrjár
smásögur sínar sem hafa ekki verið
birtar eða lesnar opinberlega áður.
Þá bauðst hann til að láta sýning-
unni í té hluta úr listaverkasafni
sínu. Hinrik bróðir hans sagði frá
uppvaxtarárum þeirra bræðra í
Grindavík og Jóhann Páll Valdi-
marsson frá Forlaginu sem gefur
út bækur Guðbergs sagði frá
samskiptum sínum við skáldið.
Bryndís Gunnlaugsdóttir forseti
bæjarstjórnar færði Guðbergi gjöf
frá bænum sem var listaverk eftir
Önnu Sigríði Sigurjónsdóttur.
vf.is
Halda tónleika í Stapa
Viljayfirlýsing um opnun sýn-
ingar um líf og feril Guðbergs
Vel heppnuð bókmenntaganga
Svanhildur Eiríksdóttir setti fyrstu
bókmenntagönguna og lét svo
göngustjórn í hendur Rannveigar
Garðarsdóttur göngukonu.
Valgerður Guðmundsdóttir menningar-
fulltrúi las ljóðið Keflavík eftir Kristin
Reyr, við Keflavíkurmerki Helga S.
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á Grikklandi.
Á söguslóðum Diddu og dauða kattarins eftir Kikku.
Stefanía Gunnarsdóttir las.
Danska stórsveitin verður í heim-
sókn hér á landi dagana 12. til 19.
október og auk tónleikanna í Stapa,
mun Sct. Mariae Skoles Bigband
leika við messu í Keflavíkurkirkju
nk. sunnudag kl. 11. Sveitin leikur
einnig á höfuðborgarsvæðinu.
Hljóðfæraleikararnir í Sct. Mariae
Skoles Bigband eru 30 talsins á
aldrinum 13 – 17 ára og það eru
hljóðfærakennarar frá Listaskóla
Álaborgar, Aalborg Kultur Skole,
sem kenna nemendunum.
Stórsveitin leikur tónlist í ýmsum
stíltegundum, sveiflu, rokk og popp,
en það er athyglisvert að sveitin
hefur einnig kirkjulega tónlist á
efnisskrá sinni og nýtir hana þegar
það á við.
Léttsveit Tónlistarskóla Reykjanes-
bæjar er ein af fremstu stórsveitum
landsins og hefur borið hróður
Reykjanesbæjar og Tónlistarskólans
síns víða, bæði innan lands sem
utan.
Á tónleikunum í Stapa á sunnudag-
inn kemur, munu Sct. Mariae Skoles
Bigband og Léttsveit Tónlistarskóla
Reykjanesbæjar leika sitt hvora
efnisskrána, en síðan munu sveit-
irnar leika saman nokkur lög. Það
er gaman að geta þess að þær munu
frumflytja nýtt tónverk; verk fyrir 2
big-bönd, sem var samið sérstaklega
fyrir þessar stórsveitir af danska tón-
skáldinu Jesper Riis. Verkið byggir á
íslenskum og dönskum lögum sem
sett eru fram í eins konar syrpu.
Verkið var samið með styrk frá
Menningarsjóði Norðurlandaráðs.
Stjórnendur stórsveitanna eru Gert
Norgaard, tónlistarkennari við Sct.
Mariae Skole og Karen J. Sturlaugs-
son, aðstoðarskólastjóri Tónlistar-
skóla Reykjanesbæjar.
Aðgangur er ókeypis og allir vel-
komnir.
Sjá nánar á vf.is