Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 11. október 2012 23 Tekur Milan Stefán við Grindavík? Hávær orðrómur er uppi um að Milan Stefán Jankovic muni taka við knatt- spyrnuliði Grindavíkur sem féll úr Pepsi-deild karla í haust. Stjórn Grindavíkur nýtti sér ákvæði í samningi við Guðjón Þórðarson að af- stöðnu tímabili og sagði upp launaliði samningsins. Báðir aðilar þurfa því að setjast aftur að samningaborðinu en afar ólíklegt er að Guðjón haldi áfram störfum sem þjálfari liðsins enda var árangur liðsins í sumar afleitur og sá versti í sögu liðsins í efstu deild. Jónas Þórhallsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, vildi ekkert tjá sig um þjálfara- mál í samtali við Víkurfréttir en sagði að tíðinda væri að vænta í lok mánaðarins. Milan Stefán var aðstoðarþjálfari Guðjóns í sumar og hefur þjálfað yngri flokka félagsins. Hann er reyndur þjálfari og gerði Keflavík meðal annars að bikarmeisturum árið 2004. Heil umferð hjá körlunum í kvöld Heil umferð verður í Dominos-deild karla í kvöld og verða Suður- nesjaliðin í eldlínunni. Keflvíkingar fara í heimsókn til Stjörnunnar í Garðabænum og Grindvíkingar taka á móti Snæfelli á heimavelli sínum. Njarðvíkingar gera sér svo ferð í Borgarnes og leika á móti Skallagrími. Allir leikir hefjast kl. 19:15. Grindavík og Njarðvík unnu góða sigra í 1. umferð. Grindvíkingar lögðu granna sína í Keflavík í Toyota-höllinni, 80-95, og á sama tíma gerði Njarðvík sérdeilis góða ferð í Þorláks- höfn og lagði heimamenn í Þór í framlengdum leik, 82-84. Ennþá sveifla í kylfingum Þrátt fyrir að komið sé fram í október er ennþá líf í kylfingum hér á Suður- nesjum. Allir golfvellir Suður- nesja eru ennþá opnir fyrir umferð og nýta margir sér það til að leika á blíðveðurs- dögum sem þó fer fækkandi. Golfklúbbur Grindavíkur, Golfklúbbur Sandgerðis og Golfklúbbur Suðurnesja munu hafa velli sína opna eins lengi og veður leyfir í haust og eru opin mót hjá klúbbunum um helgar. Áhuga- sömum kylfingum er bent á heimasíður golfklúbbanna. SPORTIÐ Þessi 16 ára gamli leikmaður á ekki langt að sækja hæfileikana því hann er sonur Guðmundar Bragasonar, fyrrum Íslandsmeistara, landsliðs- manns og fyrirliða Grindavíkur. Jón Axel þykir mikið efni og hefur verið í yngri landsliðum Íslands, nú síðast í U-16 ára liði. Hann hefur æft af kappi á undirbúningstíma- bilinu og unnið sér inn spilatíma hjá Íslandsmeisturunum. Jón Axel lék í um 10 mínútur í leik gegn Keflavík í 1. umferð Dominos-deildar- innar síðastliðinn mánudag þar sem G r i n d v í k i n g a r höfðu betur 80-95. Jón Axel viðurkennir að það sé smá pressa á sér að standa sig vel enda sonur k ö r f u b o l t a g o ð - sagnar í Grindavík. „Jú, það er örugg- lega smá pressa á mér. Ég reyni samt að hugsa ekkert um þetta. Pabbi er líka búinn að hjálpa mér talsvert og segir mér að spila ákveð- ið. Það er mjög gaman að vera núna farinn að spila á móti þekktum leik- mönnum í deildinni.“ Jón Axel fékk hæðina í arf frá föður sínum og er í dag 192 cm að hæð. Hann vonast til að ná pabba gamla í hæð, sem er yfir tveir metrar á hæð, áður en langt um líður. „Vonandi gengur það eftir. Við pabbi erum samt mjög ólíkir leikmenn. Ég spila sem bakvörður og er mun meira fyrir utan teig. Það er ekki spurning að ég er mun fjölhæfari og miklu betri leikmaður en pabbi,“ segir Jón Axel og hlær. „Pabbi segir að hann sé ennþá betri og við tökum oft 1-á-1 heima. Það er mjög gaman að spila á móti honum.“ Eftir frábæran vetur í fyrra þá eru miklar væntingar hjá Grindvík- ingum um að fylgja Íslandmeist- aratitlinum eftir með fleiri titlum á nýhöfnu tímabili. Íslandsmeistar- arnir byrja vel og unnu nýverið Meistarakeppni KKÍ. Breytingar hafa orðið á liðinu fyrir tímabilið í ár og er ætlast til að ungir og upp- aldir leikmenn komi sterkir inn af bekknum. „Sverrir hefur trú á okkur ungu strákunum og ætlar að gefa okkur tækifæri í vetur. Við þurfum að skila inn framlagi þegar við fáum sénsinn. Tímabilið byrjar vel og það er frábært að byrja á útisigri gegn Keflavík. Við unnum þar í fyrra og urðum að lokum Íslands- meistarar. Vonandi endurtökum við leikinn.“ Keflavíkur- stúlkur fóru illa með granna sína Keppnistímabilið í körfu-knattleik er komið í fullan gang eftir langt undirbúnings- tímabil. Heil umferð var hjá konunum í gærkvöldi þar sem Grindavík og Njarðvík mættust í Röstinni og Keflavík fór í heim- sókn í Vesturbæinn og lék gegn KR. Blaðið var farið í prentun áður en úrslit í leikjunum lágu fyrir en finna má úrslit á vf.is. Síðastliðinn laugardag mættust Keflavík og Grindavík í Toyota- höllinni og fóru heimastúlkur illa með granna sína úr Grindavík. Lokaúrslit urðu 87-47 fyrir Keflavíkurstúlkum sem byrja keppnistímabilið af krafti. „Ég er miklu betri en pabbi“ Stu tta r n Jón Axel Guðmundsson er ungur og efnilegur körfuboltakappi í Grindavík og ætlar að feta í fótspor Guðmundar Bragasonar, föður síns: Þ að er hrikalega gaman að vera kominn í meistaraflokk og að fá að spila. Sverrir Þór (Sverrisson, þjálfari Grindavíkur) sagði við okkur ungu leikmennina fyrir tímabilið að við ættum tækifæri á að spila okkur inn í liðið og ég var staðráðinn í að gera það,“ segir Jón Axel Guðmundsson, ungur körfuknattleiksmaður í liði Grindvíkinga sem skoraði 4 stig í leiknum gegn Keflavík í Dominos-deildinni á mánudag. Sportið

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.