Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 11.10.2012, Blaðsíða 18
fimmtudagurinn 11. október 2012 • VÍKURFRÉTTIR18 MYNDASAFN VF Þriðjudaginn 9. október sl. kvöddum við, starfs- fólk Tónlistarskóla Reykjanesbæjar, kæran samstarfsmann og vin, Guðrúnu Rósu Guðmundsdóttur. Guðrún Rósa hóf störf við skólann við ræstingar snemma árs 2003, þá í hluta- starfi, tímabundið í forföllum. En það varð framhald á því og árið 2004 var hún fastráðin í hálft starf. Árið 2008 tók hún að sér allar ræstingar við skólann og var þar með komin í fullt starf. Guðrún Rósa sinnti starfi sínu af slíkri alúð og umhyggju að einstakt hlýtur að teljast. Það var ekki einungis að hún væri einstaklega vandvirk við þrif, heldur kappkostaði hún að hafa allt vel til tekið og snyrtilegt. Þótt skólastarfið væri líflegt og tónlist oft í kringum hana í starfinu, vildi hún gæða skólann annars konar lífi og kom með plöntur sem hún passaði vel upp á allt árið um kring. Plönturnar gerðu skólahúsin hlýlegri og það var einmitt ætlun hennar, að vinnustaður okkar starfs- fólksins og nemendanna væri hlýlegur, hreinn og snyrtilegur. Guðrún Rósa átti það alveg til að „lesa okkur pistilinn“ ef henni þótti við eða nemendur ekki ganga nægilega vel um. Inn- takið í þeim pistlum var virðing fyrir skólanum og því sem við stöndum fyrir. Skólahús á að vera til fyrirmyndar, snyrtilegt og vel við haldið að innan sem utan. Og það er alveg rétt hjá henni. En það var okkur öllum vel ljóst að Guðrúnu Rósu þótti afar vænt um okkur sam- starfsfólk sitt. Það var svo aug- ljóst í öllum hennar orðum og gjörðum. Hún tók þátt í því sem við starfsfólkið gerðum saman og hún lagði sjálf til ýmislegt sem gerði vinnustaðinn notalegri í þeim tilgangi að stuðla að auk- inni vellíðan okkar í vinnunni. Hún kom oft og iðulega í skólann á öðrum tímum dags en vinnu- tímanum sínum, til að athuga hvort ekki hefði verið nægilega vel þrifið, eða til að ræða eitt- hvað annað tengt starfinu, eða bara til að heilsa upp á okkur og athuga hvernig við hefðum það. Oft kom Guðrún Rósa með blóm í vasa og setti á afgreiðslu- borð skrifstofunnar og ef henni þótti við hafa gert eitthvað fyrir hana, kom hún og þakkaði fyrir sig og gaukaði að okkur ein- hverju fallegu sem hún setti inn á kennarastofu. Einnig kom hún oft á tónleika hjá skólanum og sýndi með því nemendum og kennurum áhuga og stuðning. Þetta er væntumþykja. Guðrún Rósa var búin að berjast við krabbamein um árabil og meinið mætti þar hörðum and- stæðingi. Oft leit út fyrir að hún ynni þá baráttu en inn á milli voru dekkri tímar. Guðrún Rósa átti auðvelt með að ræða veikindi sín við okkur og með því sýndi hún okkur mikið traust sem við erum þakklát fyrir. Við, samstarfsfólk Guðrúnar Rósu, kveðjum hana með miklum söknuði og trega. Við trúum því að henni líði betur núna og eigum minningar um traustan, heilsteyptan og tilfinn- ingaríkan samstarfsmann og vin. Við vottum Hólmari og fjölskyld- unni allri okkar dýpstu samúð. Þau eiga um sárt að binda, en við vitum að almættið vakir yfir þeim og veitir þeim styrk. f.h. starfsfólks Tónlistar- skóla Reykjanesbæjar, Haraldur Árni Haraldsson skólastjóri Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Arnarhraun 2 fnr, 209-1393, Grindavík, þingl. eig. Arnar Ingi Sigurðsson og Sigurveig B Þórhallsdóttir, gerðarbeið- andi Arion banki hf, þriðjudaginn 16. október 2012 kl. 11:15. Bogabraut 14 fnr. 229-1191, Sandgerði, þingl. eig. Svava H. Fuglö Hlöðvers- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 16. október 2012 kl. 09:00. Breiðhóll 26 fnr. 230-0338, Sandgerði, þingl. eig. Andrea Sigurrós Andrés- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 16. október 2012 kl. 09:20. Brekkugata 14 fnr. 209-6358, Vogar, þingl. eig. Guðmundur Sigurðsson og Kolbrún Dagbjört Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðju- daginn 16. október 2012 kl. 10:10. Brekkugata 18 fnr. 209-6364, Vogar, þingl. eig. Kjartan Hilmisson, gerðar- beiðandi Sveitarfélagið Vogar, þriðju- daginn 16. október 2012 kl. 10:20. Brekkustígur 35a fnr 209-3069, Njarð- vík, þingl. eig. Sigurður Hilmar Ólafs- son og Hafdís Helga Þorvaldsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Valitor hf, þriðjudag- inn 16. október 2012 kl. 12:40. Efstahraun 8 fnr. 209-1628, Grindavík, þingl. eig. Þóra Björg Garðarsdóttir, gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 16. október 2012 kl. 10:45. Háseyla 33 fnr. 209-3390, Njarðvík, þingl. eig. Dalbert Þór Arnarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, þriðju- daginn 16. október 2012 kl. 12:15. Hjallavegur 3 fnr. 209-3427, Njarðvík, þingl. eig. Sveinn Sveinsson, gerðarbeið- endur Reykjanesbær og Sýslumaðurinn á Blönduósi, þriðjudaginn 16. október 2012 kl. 12:30. Hólagata 1 fnr. 209-4816, Sandgerði, þingl. eig. Þórhildur Björk Sigurðar- dóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðjudaginn 16. október 2012 kl. 09:10. Leynisbraut 11 fnr. 209-2027, Grinda- vík , þingl. eig. Halldór Bogi Sigurðsson, gerðarbeiðandi Grindavíkurbær, þriðju- daginn 16. október 2012 kl. 11:05. Staðarhraun 23 fnr. 209-1886, þingl. eig. Linda Silvía Hallgrímsdóttir og Björgvin Björgvinsson, gerðarbeið- endur Borgun hf og Sjóvá-Almennar tryggingar hf, þriðjudaginn 16. október 2012 kl. 10:55. Suðurgata 1 fnr. 209-5055, Sand- gerði, þingl. eig. Birkir Freyr Hrafns- son, gerðarbeiðendur Landsbankinn hf., Sandgerðisbær, Sýslumaðurinn á Blönduósi og Vörður tryggingar, þriðju- daginn 16. október 2012 kl. 08:50. Tjarnabakki 4 fnr. 228-8314, Njarðvík, þingl. eig. Margrét Linda Helgadóttir, gerðarbeiðandi Reykjanesbær, þriðju- daginn 16. október 2012 kl. 12:05. Túngata 5 fnr. 209-2413, Grindavík, þingl. eig. Jón Eyjólfur Sæmundsson, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, þriðju- daginn 16. október 2012 kl. 11:35. Sýslumaðurinn í Keflavík, 9. október 2012. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi. Sýslumaðurinn í Keflavík Vatnsnesvegi 33, 230 Keflavík, s: 4202400 UPPBOÐ Einnig birt á www.naudungarsolur.is. Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir Ásabraut 14 fnr. 208-6866, Keflavík, þingl. eig. Guðleifur Magnússon, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mið- vikudaginn 17. október 2012 kl. 09:30. Duusgata 10 fnr. 223-1421, Keflavík, þingl. eig. Fídon ehf, gerðarbeiðandi Sjóvá-Almennar tryggingar hf, mið- vikudaginn 17. október 2012 kl. 10:10. Hafnargata 23 fnr. 208-8000, Keflavík, þingl. eig. Ingibjörg M Ragnarsdóttir og Ómar Jónsson, gerðarbeiðandi Lands- bankinn hf., miðvikudaginn 17. októ- ber 2012 kl. 10:00. Hátún 8 fnr. 208-8347, Keflavík, þingl. eig. Hlynur Ólafsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður og Vátryggingafélag Íslands hf, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 10:40. Heiðarvegur 23a fnr. 208-9047, Kefla- vík, þingl. eig. Baldvin Arason, gerðar- beiðendur Íslandsbanki hf og Sýslu- maðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 09:20. Heiðarvegur 6 fnr. 208-9011, Keflavík, þingl. eig. Lilja Tahirih Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðandi Íbúðalánasjóður, mið- vikudaginn 17. október 2012 kl. 09:40. Hringbraut 96 fnr. 208-9384, Keflavík, þingl. eig. Páll Marinó Jónsson, gerðar- beiðandi Reykjanesbær, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 10:50. Kirkjuvegur 52 fnr. 208-9688, Keflavík 33,33% eignahl., þingl. eig. Rafal Sobc- zak, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn á Blönduósi og Sýslumaðurinn í Keflavík, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 10:30. Mávabraut 5 fnr. 208-9919, Keflavík, þingl. eig. Rögnvaldur S Hilmarsson, gerðarbeiðandi Íslandsbanki hf, mið- vikudaginn 17. október 2012 kl. 11:00. Mávabraut 9 fnr. 208-9946, Keflavík, þingl. eig. Börkur Birgisson, gerðar- beiðendur Mávabraut 7-9,húsfélag og Reykjanesbær, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 11:10. Seljavogur 3 fnr. 209-4311, Hafnir, þingl. eig. Auður Sveinsdóttir, gerðar- beiðandi Reykjanesbær, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 09:45. Sólvallagata 26 fnr. 209-0536, Keflavík, þingl. eig. Börkur Birgisson, gerðar- beiðandi Reykjanesbær, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 09:00. Sólvallagata 27 fnr. 209-0539, Keflavík, þingl. eig. Hlynur Ólafsson, gerðarbeið- endur Íbúðalánasjóður, Reykjanesbær og Vátryggingafélag Íslands hf, mið- vikudaginn 17. október 2012 kl. 09:10. Vesturgata 19 fnr. 209-1247, Keflavík, þingl. eig. Guðbjörg S Guðbjartsdóttir, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Landsbankinn hf. og Reykjanesbær, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 10:20. Víkurbraut 4 fnr. 209-1282, Keflavík, þingl. eig. Innvík ehf, gerðarbeiðendur Gluggasmiðjan ehf, Reykjanesbær, Sýslumaðurinn í Keflavík og Trygg- ingamiðstöðin hf, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 09:50. Sýslumaðurinn í Keflavík, 9. október 2012. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi. Guðrún Rósa Guðmundsdóttir - minning Gamalt Ásýnd Fitja í Reykjanesbæ hefur breyst mikið á tveimur áratugum eða svo. Hér er mynd sem er tekin úr körfubíl Hitaveitu Suðurnesja og eins og sjá má þá vantar þarna fjölmargar byggingar sem nú eru komnar við Njarðarbraut- ina þar sem rekin er bílaþjónusta ýmiskonar, s.s. bílaumboð og þjónustuverkstæði, svo eitthvað sé nefnt. ÞaRFTU að aUglýsa? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is Til sölu RenaulT TRaffic – ÁRg. 2004 ekinn 150.000 – ÁseTT veRð 950.000 fRekaRi upplýsingaR í síma 421-2000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.