Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 19
ÁGRIP ERINDA /
XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
characterized as heartburn, chest pain, etc. Given this heterogeneity
of patients and symptoms, it is not surprising that the efficacy of
antisecretory drugs is less impressive in the domain of symptom
control than it is within the domain of healing esophagitis -
especially in the ENRD population. Nonetheless, for the proportion
of symptoms that are attributable to acid reflux, one would
anticipate good efficacy. With respect to the adenocarcinoma risk, it
is now well established that the dominant known risk factor is
chronic reflux disease with increasing risk for individuals with more
chronic and more severe symptoms, especially obese, white males.
However, the major focus of disease management has been on the
identification of Barrett's metaplasia and subsequent surveillance
endoscopy. Critical review of the effectiveness of this strategy shows
that although effective, it is relevant to only a small minority of the
overall adenocarcinoma population and is very unlikely to prove to
be either effective or a cost-effective strategy. Finally with respect to
disease complications, GERD is fundamentally a disease of substan-
tial morbidity but minimal mortality. Complications are mainly the
result of therapeutic interventions, which is why antireflux surgery
has to be approached cautiously. There are very few circumstances
in which antireflux surgery offers any therapeutic advantage over
PPI therapy but it clearly is associated with its own family of risks.
Given this paradigm, antireflux surgery should be viewed as an
alternative management strategy in only select subsets of patienls,
not in patients with typical GERD well managed on PPIs.
ÁGRIP ERINDA
E 01 Hvaða þættir í fari manna auka líkur á hjartastoppi?
Gestur Þorgeirsson1, Guðmundur Þorgeirsson’, Helgi Sigvaldason2,
Jaqueline Witteman3
'Landspítali háskólasjúkrahús, !Hjartavernd, 3Erasmus, Rotterdam
Netfang: gesturth@landspitali.is
Tilgangur: Markniið rannsóknarinnar var að skilgreina þá áhættu-
þætti í fari þátttakenda í hóprannsóknarþýði Hjartaverndar, sem
gætu aukið líkur á hjartastoppi utan spítala.
Efniviður og aðferðir: í hóprannsókn Hjartaverndar voru 8.007
karlmenn og 9.435 konur á lífi á árinu 1987. Frá 1987 til 1996 varð
181 einstaklingur fyrir hjartastoppi af völdum hjartasjúkdóma, 137
karlmenn og 44 konur. Orsakir hjartastopps voru fengnar úr sjúkra-
skýrslum og dánarvottorðum. Eftirtaldar breytur voru kannaðar
með tilliti til sambands við hjartastopp: aldur, hæð, þyngd, kólester-
ól, þríglýseríðar, blóðþrýstingur í slagbili og hlébili, blóðþrýstings-
lyf, reykingar, sykursýki, saga um hjartadrep í nánum ættingjum,
gamalt hjartadrep, hjartadrep á riti án sögu um slíkt, hjartakveisa,
hjartastærð á röntgenmynd og sökk. Hjartarit var kannað með tilliti
til takttruflana og spennubreytinga. Sjálfstætt vægi og tölfræðileg
marktækni var metin með tímaháðri aðhvarfsgreiningu Cox.
Helstu niðurstöður: Hjá karlmönnum eykst áhætta á því að verða
fyrir hjartastoppi utan spítala marktækt með aldri, vaxandi þyngd-
arsluðli (BMI), hækkandi kólesteróli, háþrýstingi, reykingum og
sögu um að hafa fengið kransæðastíflu. Hjá konum jókst áhættan
marktækt með hækkandi kólesteróli og þríglýseríðum, blóðþrýst-
ingi í slagbili og aukinni spennu á hjartariti. Aukinn þyngdarstuðull
virtist vernda konur í þessari rannsókn gegn hjartastoppi.
Ályktanir: í almennu þýði úr samfélaginu eru þekktir áhættuþættir
kransæðasjúkdóms helstu áhættuþættir hjartastopps utan spítala.
Ástæða er til að rannsaka nánar samband þyngdarstuðuls við líkur
á hjartastoppi utan sjúkrahúsa.
E 02 Algengi gáttatifs hjá sjúklingum með heilablóðþurrð
Pétur Pétursson', Sigurlaug Sveinbjörnsdóttir2, Guðmundur Þorgeirsson',
Páll Torfi Önundarson3, Davíð O. Arnar'
'Lyflækningadeild, !taugalækningadeild og ’blóðmeinafræðideild Landspítala
Hringbraut
Netfang: davidar@landspitali.is
Inngangur: Gáttatif (AF) er algeng hjartsláttartruflun og er segarek
til heila einn alvarlegasti fylgikvilli þess. Árleg hætta á segareki hjá
þeim sem hafa gáttatif án lokusjúkdóms er allt að fimm sinnum
hærri en hjá þeim sem eru í sínustakti. Blóðþynningarmeðferð með
warfaríni dregur verulega úr hættu á segareki.
Efniviöur og aðferðir: Til að kanna hversu hátt hlutfall sjúklinga
með heilablóðþurrð (HBP) eða skammvinna blóðþurrð í heila
(SBH) hafði gáttatif voru gögn úr heilablóðfallsskrá skoðuð aftur-
skyggnt fyrir 1997-2000. Sjúklingar höfðu ýmist áður greint gáttatif
(í köstum eða viðvarandi), greindust fyrst með gáttatif eftir að þeir
komu á sjúkrahús með heilablóðþurrð/skammvinna blóðþurrð í
heila eða reyndust hafa gáttatif á Holter sírita eftir greiningu heila-
blóðþurrðar/skammvinnrar blóðþurrðar í heila.
Niðurstöður: Alls 918 sjúklingar voru skráðir í heilablóðfallsskrá á
ofangreindu tímabili og reyndust 159 (17%) hafa gáttatif. Meðal-
aldur var 76,5 ár. Hjá 124 (78%) var gáttatif þekkt fyrir tilkomu
Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 19