Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 36
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS (SLENSKRA LYFLÆKNA
fall nýgreindra (SS2: fastandi blóðsykur (BS) >7,0 mmól/1 í tvígang)
og metnir hefðbundnir áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma. Sam-
anburðarhópur var einstaklingar með eðlilegan fastandi blóðsykur
(SB: fastandi blóðsykur <6,0 mmól/1).
Mann-Whitney-U próf, kí-kvaöratspróf, líkindahlutfall (odds
ratio) og MANCOVA voru notuð við úrvinnslu en p<0,05 auð-
kennir marktækni.
Niðurstöður: Af þátttakendum höfðu 21,5% óeðlilegan BS en af
þeim voru 243 (7,8%) með sykursýki af tegund 2 og 422 (13,6%)
með fastandi blóðsykur 6,1-6,9 mmól/l (IFG). Hlutfall 50-64 ára
karla á blóðþrýstingslækkandi lyfjum var 35,6%±14,0% CI í sykur-
sýki af tegund 2 en 21,4%±5,3% C1 hjá SB (p<0,04). Hlutfall 50-64
ára karla á blóðfitulækkandi lyfjum var 8,9%±8,3% CI í sykursýki
af tegund 2 en 5,7%±8,4% CI í SB (p=ns). Hefðbundnir áhættu-
þættir karla 50-64 ára sem hvorki voru á blóðþrýstings- né blóðfitu-
lækkandi lyfjameðferð voru eftirfarandi (tafla I).
Tafla I. Heföbundnir áhættuþættir karla 50-64 ára sem hvorki voru á
blóöþrýstings- né blóöfitulækkandi lyfjameöferö.
Meöalgildi Meöalgildi p-gilcfi
±SEM (SS2) ±SEM (SB)
Slagbilsþrýstingur (mmHg) 144,3±3,8 132,4±1,5 p<0,005
Hlébilsþrýstingur (mmHg) 88,6±1,9 79,6±0,9 p<0,001
TG (mmól/L) 2,4±0,2 1,4±0,06 p<0,001
Þyngdarstuöull (BMI) (kg/m2) 31,4±1,1 26,8±0,3 tH o o o~ V Q.
Kólesteról/HDL 5,9±0,3 5,0±0,1 p<0,01
Mann-Whitney-U próf. Sambærilegt fékkst fyrir konur. SEM: standard error of mean.
HDL = high density lipoprotein: háþéttnifituprótín
Algengi áhættuþáttanna í töflu I var eftirfarandi (SS2;SB): Há-
þrýstingur (>160/100) 27,6 á móti 6,2%; p<0,001. TG(>2,2) 44,8 á
móti 10,9%; p<0,001. Kólesteról/háþétlnifituprótín (high density
lipoprotein, HDL) (>5,0) 69,0 á móti 44,0%; p<0,02. Þyngdarstuð-
ull (BMI)(>25,0) 89,3 á móti 64,4%; p<0,01. Lækkað háþéttnifitu-
prótín (<0,90) 31,0 á móti 9,1%; p<0,001. Slagbilsþrýstingur var
sterkasti áhættuþátturinn í þekktum kransæðasjúkdómi hjá körlum
40-80 ára samkvæmt fjölþáttaaðhvarfsgreiningu. Með greindan
kransæðasjúkdóm voru 16,9%±4,7% CI SS2 en 8,8%±1,1% CI SB
(p<0,00005) sem gefur líkindahlutfall upp á 2,0 (95% C1 1,5-3,0)
fyrir þekktan kransæðasjúkdóm. Sambærilegt fékkst fyrir bæði kyn-
in í báðum aldurshópum.
Alyktanir: Hátt hlutfall hafði ógreinda sykursýki sem gæti bent til
aukningar á sjúkdómnum. Marktækur rnunur er á áhættumynstri
stóræðasjúkdóma og algengi þess hjá nýgreindum sykursjúkum
með skimun og heilbrigðum. Hærra hlutfall sykursjúkra er á blóð-
þrýstings- og blóðfitulækkandi lyfjum. Niðurstöðurnar auka vægi
þess að taka upp kerfisbundna skimun við sykursýki af tegund 2 á
Islandi þar sem meðhöndlun ofangreindra áhættuþátta kemur í veg
fyrir og hægir á framgangi fylgikvilla.
E 39 Ristruflanir hjá sykursjúkum körlum, tengsl við
blóðsykurstjórnun
Nína Björk Ásbjörnsdóttir', Guömundur Vikar Einarsson2, Sigríður Ýr
Jensdóttir3, Ari J. Jóhannesson3, Ástráður B. Hreiðarsson3
‘Lyfjafræöideild Háskóla íslands, 2þvagfæraskurödeild og ’göngudeild sykursjúkra
Landspítala Hringbraut
Netfang: astradur@landspitali.is
Inngangur: Erlendar rannsóknir hafa bent til þess að ristrullanir séu
mjög algengar hjá körlum með sykursýki. Engar rannsóknir hafa
36 Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88
verið gerðar hingað til á umfangi þessa vandamáls hjá íslenskum
sykursjúkum körlum.
Tilgangur rannsóknar: Markmiðið var að kanna algengi ristruflana
hjá sykursjúkum körlum hér á landi og jafnframt hversu algengt er
að menn notfæri sér meðferðarmöguleika. Einnig vildum við kanna
hvort hægt væri að sýna fram á samhengi milli ristruflana og blóð-
sykurstjórnunar.
Efniviður og aðferðir: í ársbyijun 2001 var sykursjúkum körlum á
aldrinum 30-75 ára sem mættu í reglubundið eftirlit á göngudeild
sykursjúkra boðið að fylla út alþjóðlega staðlaðan spurningalista um
kynlíf (International Index of Erectile Function -5). Af 226 körlum
fylltu 203 út spumingalistann, 18 neituðu að taka þátt og fimm voru
útilokaðir af ýmsum ástæðum. Af þátttakendum var 41 (20%) með
sykursýki af tegund 1 (meðalaldur 51,9±10,7 (SD) ár) og 162 (80%)
með sykursýki af tegund 2 (meðalaldur: 62,5 ár±10,5 (SD) ár).
Niðurstöður: Alls reyndust um 40% karla með sykursýki af tegund
1 og 56% karla með sykursýki af tegund 2 hafa einhverjar ristrufl-
anir. Af körlum með sykursýki af tegund 1 höfðu 17% ristruflanir á
háu stigi og 28% karla með sykursýki af tegund 2. Algengi ristrufl-
ana jókst með aldri við báðar tegundir sykursýki (p<0,001). Mark-
tæk tengsl voru milli HbAlc og ristruflana hjá körlum með sykur-
sýki af tegund 1 (p< 0,018) en ekki hjá körlum með sykursýki af
tegund 2. Algengi ristruflana var marktækt hærra hjá sjúklingum,
sem voru á meðferð með þvagræsilyfjum (p=0,032) og þunglyndis-
lyfjum (p=0,036). Alls höfðu 39 (19%) reynt meðferð við ristruflun-
um, 30 (15%) höfðu reynt sildenafil (Viagra), 10 (5%) höfðu reynt
sprautumeðferð í lim og 11 (5,4%) hormónameðferð. Af þeim sem
notuðu sildenafil töldu 57% lyfið hafa hjálpað.
Ályktanir: Algengi ristruflana hjá íslenskum sykursjúkum körlum
virðist svipað og annars staðar. Ristruflanir tengdust slæmri blóð-
sykurstjórnun hjá körlum með sykursýki af tegund 1. Innan við helm-
ingur karla með ristruflanir hafði fengið meðferð við vandamálinu.
E 40 Áhættan á öðru kransæðastíflutilfelli er jafnmikil meðal
kvenna og karla sem fengið hafa kransæðastíflu
GunnarSigurðsson'-2, Nikulás Sigfússon', Uggi Agnarsson''2, Inga
Ingibjörg Guðmundsdóttir', Ingibjörg Stefánsdóttir’, Helgi Sigvaldason',
Vilmundur Guðnason'
'Rannsóknarstöð Hjartaverndar, 'Landspítali háskólasjúkrahús
Netfang: mariah@landspitali.is/gunnars@landspitali.is
Inngangur: Áhættan á kransæðastíflu er margfalt meiri meðal karla
en kvenna. Þetta hefur verið skýrt með því að kvenkynið hafi
verndandi þætti gegn kransæðastíflu. Tilgangur þessarar rannsókn-
ar var að kanna hvort konur hafi minni líkur á að fá endurteknar
kransæðastíflur en karlar.
Efniviður og aðferðir: Hjartavernd hefur framkvæmt skráningu á
öllum kransæðastíflutilfellum á íslandi 1981-1998 samkvæmt gögn-
um allra spítala landsins, dánarvottorðum og krufningsniðurstöð-
um. Stuðst var við skilmerki MONICA-rannsóknarinnar á krans-
æðastíflu og Poisson-aðhvarfsgreining notuð.
Niðurstöður: Kynjahlutfall (karlar/konur) á tíðni fyrstu kransæða-
stíflu var 7,7 við fertugt og 2,6 við sjötugt. Heildartíðni annarrar
kransæðastíflu í aldurshópi 50-59 ára var 2,5 á 100 á ári meðal karla
og 2,9 meðal kvenna árin 1996-1998 og 2,5 og 2,0 á 100 á ári í aldurs-
hópi 60-69 ára. Sama kynjahlutfallið fyrir aldurshópa 25-74 ára 1,15
hélst óbreytt árin 1981-1998.
i