Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 33
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA ir og 25 við milliverkanir. Upplýsingar komu fram um 253 auka- verkanir og 13 milliverkanir. Innlögn á sjúkrahús var talin afleiðing 38 tilvika og í 14 tilvikum var talið að aukaverkun hafi stofnað lífi sjúklings í hættu. Alvarlegustu aukaverkanir sem svarendur greindu frá voru meðal annars: lifrarbilun, hjartsláttartruflun og hjartastopp af völdum Herbalife, hjartsláttaróregla af völdum gin- sengs og lost eftir neyslu sólhatts. Það lyf sem oftast var greint frá að hafi milliverkað við náttúruefni var warfarín. Af þeim læknum sem svöruðu listanum sögðust 17% alltaf/oft spyrja sjúklinga sína hvort þeir neyti náttúrurefna, 62% stundum/sjaldan og 19% aldrei. Um 55% læknanna sögðu þó að þeim fyndist skipta mjög miklu/miklu máli að sjúklingar nefni neyslu sína á áðurnefndum efnum. Um 75% svarenda vilja fræðast meira um náttúrulyf og 68% um nátt- úruvörur og fæðubótarefni. Alyktanir: Auka- og milliverkanir vegna náttúruefna virðast vera vanskráðar hérlendis. Nauðsynlegt er að auka fræðslu um auka- verkanir og milliverkanir náttúrulyfja, náttúruvara og fæðubótar- efna og hvetja til virkrar skráningar og tilkynningar um auka- og milliverkanir sem hljótast af neyslu þessara efna. E 31 Framskyggn rannsókn á byrjandi iktsýki bendir til að sjúklingar með lágt mannósa bindilektín fái verri sjúkdóm Sædís Sævarsdóttir1, Þóra Víkingsdóttir', Arnór Víkingsson'2, Valdís Manfreösdóttir', Árni Jón Geirsson2, Helgi Valdimarsson' 'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, 'gigtlækningadeild Landspítala háskólasjúkrahúss Netfang: saedis@landspitali.is Tilgangur: Mannósa bindilektín (mannose binding lectin, MBL) er prótín sem getur virkjað komplementkerfið ef það binst sykrum á yfirborði vissra örvera eða mótefnafléttna og þannig stuðlað að út- rýmingu þeirra. Mannósa bindilektínsskortur er algengur og hefur fundist fylgni við sýkingar en einnig við úrátur í langt genginni ikt- sýki (rheumatoid arthritis, RA). Markmið þessarar rannsóknar var að athuga hvort lágt mannósa bindilektín tengist slæmum horfum í iktsýki og hvort iktsýkisjúklingar hafa aukna tíðni á mannósa bindi- lektínsskorti. Efniviður og aðferðir: Sjúklingar með samhverfa fjölliðabólgu (inn- an við eitt ár) voru teknir inn ef þeir höfðu ekki verið meðhöndlaðir lengur en tvær vikur með lyfjum er hafa áhrif á sjúkdómsgang. Eftir sex mánuði voru virkni og gangur sjúkdómsins borin saman við mannósa bindilektínsstyrk og gigtarþátt (rheumatoid factor, RF). Til samanburðar voru metnar 63 konur með langt gengna iktsýki. Niðurstöður: Þegar hafa 65 sjúklingar með byrjandi liðagigt upp- fyllt skilmerki ACR fyrir iktsýki og komin er sex mánaða eftirfylgd fyrir 52 þeirra. Sjúklingum með lágt mannósa bindilektín (lægsti fjórðungur) hafði batnað marktækt minna eftir sex mánaða lyfja- meðferð en sjúklingum í hæsta fjórðungi mannósa bindilektíns- styrks, metið út frá Thompsons liðskori (p=0,03) og gripkrafti (p=0,004). Sjúklingar með lágt mannósa bindilektín höfðu einnig marktækt oftar úrátur í liðum á röntgenmyndum við upphaf þátt- töku og eftir sex mánuði (p=0,039). Hjá sjúklingum með langt gengna iktsýki var marktækt samband milli lágs mannósa bindi- lektínsstyrks og liðskemmda á röntgenmynd (p=0,036). Ennfremur voru marktæk tengsl milli lágs mannósa bindilektíns og hækkaðs gigtarþáttar, einkum IgA gigtarþáttar (p=0,02) og samhliða hækk- unar á IgM og IgA gigtarþáttar (p=0,035). Enginn munur fannst á tíðni mannósa bindilektínsskorts hjá sjúklingum með byrjandi eða langt gengna iktsýki og viðmiðunarhópi. Alyktanir: Lágt mannósa bindilektínsmagn virðist spá fyrir um slæmar horfur í sjúklingum með byrjandi iktsýki. Skýringin gæti verið sú að mannósa bindilektín gegni mikilvægu hlutverki við út- rýmingu mótefnafléttna úr liðum í iktsýki. E 32 Áhrif skorts á mannósa bindilektíni og komplementþáttum C4A og C4B í íslenskum fjölskyldum með ættgenga rauða úlfa Sædís Sævarsdóttir', Helga Kristjánsdóttir2, Gerður Gröndal2, Þóra Víkingsdóttir', Helgi Valdimarsson', Kristján Steinsson2 Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræöi', Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum' Netfang: saedis@landspitali.is Tilgangur: Mannósa bindilektín (mannose binding lectin, MBL) er prótín sem getur virkjað komplementkerfið ef það binst sykrum á yfirborði vissra örvera eða mótefnafléttna og þannig stuðlað að út- rýmingu þeirra. Mannósa bindilektínsskortur er algengur og hefur ásamt skorti á C4 verið tengdur aukinni tíðni á rauðum úlfum (systemic lupus erythematosus, SLE). Við höfum því athugað ntannósa bindilektín og C4 í fjölskyldum sem hafa meira en eitt til- felli af rauðum úlfum. Efnivitlur og aðferðir: Þátttakendur voru úr níu fjölskyldum með 26 sjúklinga með rauða úlfa, 100 fyrsta stigs (1°) og 31 annars stigs (2°) ættingjar þeirra án rauðra úlfa, auk 30 venslamanna (maka og inn- giftra). Mannósa bindilektín var mælt með samloku-ELISA (n=187) og C4 samsætur með prótínrafdrætti (n=146). Lágt mann- ósa bindilektín var skilgreint undir 500 ng/ml. Niðurstöður: Tíðni óvirkra C4A samsætna (C4AQ0) var aukin bæði í sjúklingum (58%) og fyrsta stigs ættingum (53%) miðað við annars stigs ættingja (29%) og venslafólk (24%), en ekki var munur á tíðni C4BQ0. í fimm af níu fjölskyldum (n=79) hafði mannósa bindilektín tilhneigingu til að vera lágt í sjúklingum og fyrsta stigs ættingjum. í þeim höfðu sjúklingar lægra mannósa bindilektín en ættingjar (429 á móti 1287 ng/ml; p=0,048) og fyrsta stigs ættingjar lægra mannósa bindilektín en annars stigs ættingjar (940 á móti 2245 ng/ml; p=0,003). Ennfremur höfðu fyrsta og annars stigs ættingjar sem uppfylltu eitt til þrjú skilmerki fyrir rauða úlfa (þarf fjögur) lægra mannósa bindilektín en ættingjar án skilmerkja (p=0,049). í hinum fjórum fjölskyldunum var magn mannósa bindi- lektíns eðlilegt eða aukið. Sjúklingar höfðu svipað magn mannósa bindilektíns og ættingjar í tveimur fjölskyldum en hærra í hinum tveimur. Fremur hátt mannósa bindilektín virtist vernda gegn rauð- um úlfum, einkum í fjölskyldum með háa tíðni C4AQ0. Því fleiri skilmerki fyrir rauða úlfa sem sjúklingar uppfylltu því lægra var mannósa bindilektín (r= -0,3; p=0,067) og sjúklingar með sjö eða fleiri skilmerki höfðu marktækt lægra mannósa bindilektín en hinir sjúklingarnir (672 á móti 2206 ng/ml; p=0,036). Sjúklingar með nýrnabólgu höfðu lágt mannósa bindilektín (301 á móti 1722; p=0,037). Ályktanir: Magn mannósa bindilektíns er breytilegt í fjölskyldum með ættgenga rauða úlfa. C4AQ0 og/eða mannósa bindilektíns- skortur auka líklega áhættu á rauðum úlfum. Læknabladið/Fylgirit 44 2002/88 33

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.