Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 46

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 46
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA 400 2 ’bt) c 300- B ■ o X Om. 20 mg (N Rab. 10 mg (N Rab. 20 mg (N = 76) = 74) = 69) ■ bb | 200- m • ■ o ■ ....8 ■ Í 100 ■ 9 ; s * o ■ o X a 8 9 I Dottcd linc shows uppcr limit of normal Wcek 26 52 78 104 130 156 182 208 234 260 Enginn staðtölulegur munur var á gastrínblóðþéttnikúrfu milli meðferðarhópa og meðalgildi rabeprazólhópanna var rétt um og yfir normalgildum (150 ng/1) og enginn hafði mikið hækkað gildi. I ómeprazólhópnum voru meðalgildi á bilinu 200-300 ng/1 en þar voru hins vegar fimm einstaklingar með gastrín á bilinu 500-2050 ng/1. Engin marktæk breyting var á Solcia skori á ECL frumum hjá þessum sjúklingum. Alyktanir: Hækkun á gastríni í sermi var óveruleg hjá miklum meirihluta sjúklinga sem fengu ómeprazól- og rabeprazólmeðferð. Nokkrir sjúklingar í ómeprazólhópnum fengu mikla hækkun á gastríni í sermi og er það í samræmi við þekktan breytileika á niður- broti ómeprazóls. Engin merki komu fram um forstig carcinoid æxla. Rannsóknin bendir til að langtímameðferð með PPI lyfjum sé áhættulaus að minnsta kosti til fimm ára. V 17 Öryggi rabeprazóls og ómeprazóls í viðhaldsmeðferð á vélindabakflæði. Áhrif fimm ára meðferðar á magaslímhúð EinarOddsson', Bjarni Þjóðleifsson', Hallgrímur Guðjónsson', Herdís Ástráðsdóttir’, Hafdís Aradóttir', Guido Rindi2, Roberto Fiocca" 'Rannsóknastofa í meltingarsjúkdómum Landspítala Hringbraut, 2Eisai Ltd, London Netfang: bjarnit@landspitali.is Inngangur: Langtímameðferð með prótonpumpuhemjum (PPH) er oft nauðsynleg og það er því mikilvægt að rannsaka vel öryggi þess- arar meðferðar. Það er vel þekkt að sýrulækkandi meðferð hjá rott- um veldur carcinoid æxlum en þessi fylgikvilli hefur ekki fundist hjá mönnum. Það er einnig þekkt að langtímameðferð með sýrulækk- andi lyfjum veldur rýrnun á magaslímhúð hjá mönnum og stundum fylgja breytingar sem flokkast sem forstig magakrabbameins. Það er hins vegar ekki ljóst hvort þessar breytingar stafa af sýrulækkandi meðferð einni saman eða hvort þær koma fyrst og fremst hjá þeim sem eru sýktir af Helicobacter pylori. Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að kanna áhrif fimm ára meðferðar með ómeprazóli 20 mg eða rabeprazóli 10 eða 20 mg á magaslímhúð hjá mönnum. Efniviður og aðferðir: Skilyrði fyrir þátttöku var vélindabakflæði með bólgu, sem hafði gróið á meðferð með prótonpumpuhemjum, hvort tveggja staðfest með speglun. Tvö hundruð fjörutíu og þrír sjúklingar fengu síðan meðferð með ómeprazóli 20 mg eða rabe- prazóli 10 eða 20 mg, sem var ákveðin með tvíblindu slembivali og 123 luku fimm ára meðferð. Áhrif á magaslímhúð voru metin með sýnum frá antrum og corpus maga, sem tekin voru eftir 13,26 og 52 vikur og síðan árlega eftir það. ECL forstigsbreytingar voru metnar á Solcia kvarða. Niðursföður: Við upphaf rannsóknar voru um 40% sjúklinga sýktir í antrum og corpus af H. pylori, jafnt í öllum meðferðarhópum. Við lok rannsóknar hafði sýkingartfðni fallið í antrum í öllum meðferð- arhópum en sýkingartíðni í corpus féll aðeins í hópnum sem tók rabeprazól 10 mg (niður í 20%). Magabólga og rýrnun á magaslím- húð voru mun algengari hjá sjúklingum með H. pylori sýkingu. Bólga í antrum var minni í lok meðferðar í öllum meðferðarhópum en bólga í corpus minnkaði aðeins í hópnum sem tók rabeprazól 10 mg. Rýrnun á magaslímhúð jókst við meðferð í öllum meðferðar- hópum en forstigsbreytingar fyrir magakrabbamein sáust ekki. Ofvöxtur á argyrophil ECL frumum var vægur í upphafi meðferðar og hafði minnkað í lok meðferðar hjá hópunum sem tóku rabe- prazól en aukist hjá hópnum sem tók ómeprazól. Carcinoid for- stigsbreytingar sáust ekki hjá neinum sjúklingi hvorki í upphafi né við lok meðferðar. Ályktanir: Langtímameðferð með ómeprazóli 20 mg og rabeprazóli 10 og 20 mg hefur engar alvarlegar aukaverkanir á slímhúð maga. Þær breytingar sem sáust voru mest tengdar sýkingu með Helico- bacter pylori. Ráðlegt er að uppræta sýkilinn hjá sjúklingum sem eiga að fá langtímameðferð með prótonpumpuhemjum. V 18 Næmi áður óþekkts forstigs CD4+/CD45RA+ T-frumna fyrir bæliáhrifum TGF-(31 Brynja Gunnlaugsdóttir', Björn Rúnar Lúðvíksson 'Rannsóknastofa í gigtsjúkdómum og 'Rannsóknastofnun, ónæmisfræðdeild Landspítala Hringbraut Netfang: bjornlud@landspitali.is Inngangur: Rannsóknir okkar og annarra hafa sýnt að TGF-þl getur haft margvísleg áhrif á þroskun og virkni T-frumna. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga áhrif TGF-pi á virkni óþrosk- aðra CD4+/CD45RA+ T-frumna einangraðra úr naflastrengsblóði. Efniviður og aðferðir: CD4+/CD45RA+ T-frumur voru einangrað- ar úr naflastrengsblóði. Frumurnar voru ræstar með anti-CD3 +/- anti-CD28 í stórum og litlum skömmtum með eða án TGF-pi (10 ng/mL). Niðurstöður: CD4+/CD45RA+ nai've T-frumur eru mjög næmar fyrir bæliáhrifum TGF-pi sérstaklega hvað varðar frumufjölgun. Auk þess benda niðurstöður okkar til þess að í naflastrengsblóði sé að finna óþroskaðar CD4-/CD8- eitilfrumur sem þroskist í CD4+hi/ CD45RA+ T-frumur eftir ræsingu gegnum T-frumuviðtakann. At- hyglivert er að áhrifa TGF-pi gætir mest meðal forstigs þessara frumna, CD4+‘°, sem jafnframt eru virkastar við frumufjölgun sam- kvæmt innanfrumulitun með Brdu. Einkennandi útlit þessara frumna hvað varðar stærð og granúleringu bendir einnig til sér- hæfðrar starfsemi þeirra. Umræða: Mismunandi ræsingarleiðir áður óþekkts forstigs full- þroska CD4+/CD45RA+ T-frumna í naflastrengsblóði geta ef til vill haft afgerandi áhrif á endanlegt þroskunarstig og hlutverk þeirra í ónæmissvari. Munu næstu rannsóknir okkar beinast að slík- um boðleiðum. V 19 Árangur meðferðar sjúklinga í blóðskilun á íslandi Ólafur S. Indriðason Nýrnadeild Landspítala háskólasjúkrahúss Netfang: osi@tv.is Tilgangur: Við meðferð sjúklinga með lokastigsnýrnabilun (LSNB) er skilunarmeðferð þungamiðja en einnig þarf að nota lyf til að leiðrétta ýmsa fylgikvilla. Mælikvarðar á árangur meðferðarinnar 46 Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.