Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 39

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 39
AGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS ISLENSKRA LYFLÆKNA tidis. Að auki voru þeir sjúklingar skráðir sem höfðu klínísk teikn um meningókokkasjúkdóm og voru með jákvæða ræktun úr hálsi eða hráka, eða jákvæða rannsókn (Gram-litun eða PCR) á mænu- vökva þótt ræktun væri neikvæð. Skráð var dagsetning sýkingar, aldur sjúklinga, kyn, sýkingarstaður, hjúpgerð og afdrif. Niðursföðun Á árunum 1975-2001 greindust 528 einstaklingar með 530 ífarandi meningókokkasýkingar hér á landi. Börn undir 16 ára aldri voru 397 og fullorðnir 131. Nýgengi sýkingarinnar var mjög aldursbundið. I aldurshópi barna undir eins árs aldri var það 68 til- felli á 100.000 á ári, lækkaði lítillega í 55,8 meðal eins og tveggja ára barna; 36,9 meðal þriggja ára og 16,4 á 100.000 á ári meðal fjögurra ára barna. Nýgengi var 10,8-7,5 á 100.000 á ári fyrir aldurshópinn 5- 25 ára, en féll eftir það niður í 0,7-2,2 tilfelli á 100.000 á ári. Algeng- asta birtingarform sýkingarinnar var heilahimnubólga, 56%, en 42% voru með blóðsýkingu og 2% með liðsýkingu. Algengustu hjúpgerðir voru B (49,6%) og C (26,7%), en hjúpgerð A olli 3,6% sýkinganna. Aðrar eða óþekktar hjúpgerðir voru 20,1%. Ekki var marktækur munur á dánartíðni milli sjúklinga með heilahimnu- bólgu eða blóðsýkingu (p=0,5). Dánartíðni barna á fyrstu viku eftir greiningu var 6,3% en 13% meðal fullorðinna (p=0,02). Heildar- dánartíðni hélst óbreytt á rannsóknartímabilinu, 7,4% fyrir árin 1975-1988 og 8,6% fyrir 1989-2001 (p=0,7). Ályktanir: Horfur sjúklinga með ífarandi meningókokkasýkingar hafa ekki batnað á síðustu 27 árum. Dánartíðni barna með men- ingókokkasjúkdóm er mun lægri en fullorðinna. Þörf er á bættum forvörnum og meðferð þessara erfiðu sýkinga. E 47 Endurteknar ífarandi pneumókokkasýkingar á íslandi Hulda M. Einarsdóttir, Helga Erlendsdóttir, Karl G. Kristinsson, Magnús Gottfreðsson Lyflækningadeild og sýklafræðideild Landspítala háskólajsúkrahúss Netfang: huldamaja@islandia.is Inngangur: Endurteknar ífarandi sýkingar af völdum pneumó- kokka (Streptococcus pneumoniae) eru sjaldgæfar og oft vísbending um ónæmisgalla. Þær greinar sem birst hafa um þetta efni hafa skoðað fáa sjúklinga úr völdu þýði. Markmið rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði endurlekinna sýkinga af völdum pneumó- kokka í óvöldu þýði á 20 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Notast var við gagnagrunn sem í eru skráðar allar ífarandi pneumókokkasýkingar hér á landi frá árinu 1981, sem staðfestar hafa verið með ræktun. Fundnir voru sjúklingar með tvær eða fleiri jákvæðar ræktanir úr blóði, mænuvökva eða liðvökva með að minnsta kosti tveggja vikna millibili og upplýsingum safnað úr sjúkraskrám þeirra. Hjúpgerðir og sýklalyfjanæmi bakteríanna var skráð þegar þær upplýsingar voru fyrir hendi. Niðurstöður: Alls voru skráðar 774 ífarandi sýkingar af völdum pneumókokka hjá 734 sjúklingum á þessu ríflega 20 ára tímabili. Af þessum sjúklingum fengu 34 (4,6%) 73 sýkingar. Algengasta sýk- ingin var lungnabólga með sepsis (34/73), næst heilahimnubólga (9/73) og lífhimnubólga (5/73). Blóðsýking án greinanlegs uppruna greindist hjá 17 af 73 sjúklingum. Vandamál fundust hjá 32 af 34 sjúklingum (94%). Algengast var multiple myeloma (15%), aðrir illkynja blóðsjúkdómar eða eitlakrabbamein (15%) og meðfæddur eða áunninn mótefnaskortur (15%). Aðrar orsakir voru langvar- andi nýrna- eða lifrarbilun (15%), miltisleysi og HIV. Hlutfall sjúk- linga með endurteknar ífarandi pneumókokkasýkingar breyttist ekki á rannsóknartímabilinu (5,4% fyrri áratuginn og 4,6% þann seinni; p=NS). Dánartíðni á fyrstu 30 dögunum hélst óbreytt á tímabilinu (15% á móti 19%; p=NS). Ályktanir: Sjúklinga með endurteknar ífarandi pneumókokkasýk- ingar sem ekki eru með þekkta áhættuþætti ætti að rannsaka vel með tilliti til annarra sjúkdóma. Þrált fyrir fyrirbyggjandi aðgerðir svo sem pneumókokkabólusetningu, sýklalyf og mótefnagjöf hefur hlutfall sjúklinga með endurteknar pneumókokkasýkingar haldist óbreytt. Horfur þessara sjúklinga hafa ekki batnað. Þörf er á árang- ursríkari meðferð og forvörnum. Tilvitnun: 1. Dahlöf B, devereux RB, Kjedlsen et al. cardiovascular morbidity and mortality in the Losartan Intervention For Endpoint reduction in hypertension study(LIFE); A randomised trial against atanolol. Lancet 2002;359:995-1003 Cozaar MSD TÖFLUR; C 09 C A 01 yirkt innihaldsefni: Losartanum INN, kalíumsalt, 12,5 mg, 50 mg eöa 100 mg. Ábendingar: Háþrýstingur. Hjartabilun þegar meðferð með ACE hemlum er ekki lengur talin henta. Ekki er mælt með að skipta yfir í meðferð með Cozaar ef hjartasjúklingar eru í jafnvægi á ACE hcmlum. Skammtar og lyfjagjöf: SkammtastœrÖir handa fullorÖnum: Háþrýstingur: Venjulegur upphafs- og viðhaldsskammtur fyrir flesta sjúklinga er 50 mg einu sinni á dag. Hámarksblóðþrýstingslækkandi áhrif lyfsins nást 3-6 vikum eftir að mcðferð er hafin. Hjá sumum sjúklingum næst aukinn árangur með því að auka skammtinn í 100 mg cinu sinni á dag. Hjá sjúklingum með minnkað blóðrúmmál (t-d. þcim scm fá stóra skammta af þvagræsilyfjum) skal íhuga að hafa upphafsskammtinn 25 mg einu sinni á dag (sjá Vamaðarorð og varúðarreglur). Ekki er þörf á að breyta upphafsskammti aldraðra sjúklinga eða sjúklinga með skerta nýmastarfsemi, þ.m.t. sjúklinga sem fá kvið- eða blóðskilun, en gefa sjúklingum með sögu um skerta lifrarstarfscmi lægri upphafsskammt (sjá Vamaðarorð og varúðarreglur). Lyfið má gefa mcð öðrum háþrýstingslyfjum. Hjartabilun: Upphafsskammtur lyfsins hjá sjúklingum með hjartabilun er 12,5 mg einu sinni á dag. Skammtinn ætti að auka vikulega (t.d. 12,5 mg á dag, 25 mg á dag, 50 mg á dag) upp í hinn venjulega viðhaldsskammt sem er 50 mg einu sinni á dag, háð þoli sjúklingsins. Lósartan er venjulega gefið samhliða þvagræsilyfjum og dígitalis. SkammtastœrÖir lianda börnum: Lyfið er ekki ætlað börnum. Lyfið má gefa með eða án matar. Frábendingar: Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Varnaöarorð og varúöarreglur: Ofnæmi. Ofsabjúgur (sjá Aukaverkanir). Lágþrýstingur og truflun ájóna- og völcvajafnvœgi: Hjá sjúklingum með minnkað blóðrúmmál (þ.e. þeir sem meðhöndlaðir eru með stórum skömmtum af þvagræsilyfjum) geta einkenni um lágþrýsting komið fyrir. Þennan vökvaskort á að leiðrétta fyrir gjöf lyfsins cða nota lægri upphafsskammt af því (sjá Skammtastærðir handa fullorðnum). Skert lifrarstarfsemi: Þar sem marktækt hærri blóðþéttni lósaitans hefur komið fram í hjá sjúklingum með skorpulifur, skal íhuga að gefa sjúklingum sem hafa haft skerta lifrarstarfsemi minni skammta af lósartani (sjá Skammtar og Lyfjahvörf). Skert nýmastarfsemi: áem afleiðing af hömlun renín-angíótensín kerfisins, hafa breytingar á nýmastarfsemi, þ.m.t. nýmabilun, sést hjá næmum cinstaklingum; þessar breytingar á nýmastarfsemi geta gcngið til baka ef meðferð er hætt. Önnur lyf sem hafa áhrif á renín-angíótensín kerfið geta aukið þvagefni og kreatínín í sermi hjá sjúklingum með þrengsli í báðum nýmaslagæðum eða hafa eitt nýra og þrengsli í nýmaslagæðinni til þess. Svipuð áhrif hafa sést hjá losartani; þessar breytingar á nýmastarfsemi geta gengið til baka, ef mcðfcrð er hætt. Milliverkanir: Ekki þckktar. Meðganga og brjóstagjöf: Cozaar á ckki að nota á meðgöngu og kona með bam á brjósti á ekki að nota Cozaar. Aukaverkanir: Lyfið þolist almcnnt vel. Almcnnt hafa aukaverkanir verið vægar og tímabundnar og hafa ekki orðið til þess að hætta hafi þurft meðferð. Heildartíðni aukaverkana sem sést hafa eftir notkun lyfsins hafa verið sambærilegar við lyfleysu. í klínískum samanburðarrannsóknum á háþrýstingi var svimi eina aukaverkunin sem skráð var sem lyfjatengd aukaverkun, scm hafði hærri tíðni en þegar lyfleysa var notuð, hjá > 1% sjúklinga sem fengu lósartan. Auk þess hafa skammtaháð áhrif á stöðutengdan blóðþrýsting komið fram hjá < 1% sjúklinga. Utbrot áttu sér stað í sjaldgæfum tilvikum, en tíðni þeirra í klínískum samanburðarrannsóknum var lægri en þegar lyflcysa var gefin. í þessum tvíblindu klínísku samanburðarrannsóknum á háþrýstingi, komu eftirfarandi aukaverkanir fram í tcngslum við gjöf lyfsins hjá > 1% sjúklinga, án tillits til annarra lyfja. Tíðni þessara aukaverkana var yfirleitt svipuð og þegar lyfleysa var notuð. Almennar: Kviðverkir, máttleysi/þreyta, brjóstverkur, bjúgur/þroti. Hjarta- og aÖakerfi: Hjartsláttarónot, hraðtaktur. Meltingarfœri: Niðurgangur, meltingartruflanir, ógleði. StoÖketfi: Bakverkir, vöðvakrampar. Taugakerfilgeörœn einkenni: Svimi, höfuðverkur, svefnleysi. Ondunarfœri: Hósti, nefstífla, hálsbólga, kvillar í ennis- og kinnholum (sinus disorder), sýking í efri loftvegum. Lyfið hefur almennt verið vel þolað í klínískum rannsóknum á hjartabilun. Aukaverkanir voru þær sem við var að búast hjá þessum sjúklingahópi. Algengustu aukaverkanimar tengdar töku lyfsins vom svimi og lágþrýstingur. Eftirfarandi aukaverkanir hafa cinnig sést eftir almenna notkun lyfsins: Ofncemi: Bráðaofnæmi, ofsabjúgur þ.á m. þroti í barkakýli og raddböndum sem lokar öndunarveginum og/eða þroti í andliti, vörum, koki og/eða tungu, hafa í sjaldgæfum tilvikum sést hjá sjúklingum á lósartan meðferð. Sumir þessarra sjúklinga hafa áður fengið ofsabjúg af völdum annarra lyfja, þ.á m. ACE hemla. Æðabólga hefur sjaldan sést, þar með talið purpuralíki scm svipar bæði til purpuralíkis Henochs og Schönleins, með kviðvcrkjum, maga- og gamablæðingum, liðverkjum og nýmabólgu. Mcltingarfœri: Lifrarbólga (sjaldgæf), tmflanir á lifrarstarfsemi. BlóÖ: Blóðleysi. StoÖkerfi: Vöðvavcrkir. TaugakerftlgcÖrœn einkenni: Mígrcni. Ondunarfœri: Hósti. HúÖ: Ofsakláði, kláði. Breytingar áblóögildum: I klínískum samanburðarrannsóknum á háþrýstingi komu klínískt mikilvægar breytingar í sjaldgæfum tilvikum fram á stöðluðum rannsóknagildum í tengslum gjöf lósartans. Hækkað kalíum í blóði (>5,5 mmól/1 (ca 1,5%)); væg hækkun á lifrarensímum kom sjaldan fyrir, og gekk venjulega til baka ef mcðferð var hætt. Afgreiösla: Lyfseðilsskylda. Greiðsluþátttaka: B. Pakkningar og verð (apríl, 2002): Töflur 12,5 mg: 28 stk 2459 kr. Töflur 50 mg: 28 stk. 3825 kr: 98 stk. 11160 kr. Upphafspakkning 12,5 mg og 50 mg: 35 stk. 3825 kr. Töflur 100 mg: 28 stk. 5790 kr; 98 stk. 17176 kr. Handhafi markaðsleyfis: Merck Sharp & Dohme B.V., Haarlcm, Holland. Umboösaðili á Islandi: Farmasía ehf, Síðumúla 32, 108 Reykjavík. Uppbygging LIFE rannsóknarinnar: Framsækin, fjölstöðva, tvíblind, samanburðarannsókn, þar sem sjúklingar með háþrýsting (höfðu verið í meðferð eða ekki) og stækkaðan vinstri slegil metið út frá EKG voru slembivalin í tvo hópa og fengu lósartan eða atonólól í minnst 4 ár. Meginmarkmið: Að bera saman langtíma verkun af lasartani og atanólóli m.t.t. áfalla og dauða (dauða af völdum hjarta- eða æðasjúkdóma, hjarta- eða heilaáföll). Þátttakendur voru 9193 menn og konur á aldrinum 55 - 80 ára. Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 39

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.