Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 29

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 29
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA E 19 Kúffisksótt. Lýsing á yfirgripsmikilli rannsókn til greiningar á atvinnusjúkdómi Gunnar Guðmundsson', Kristinn TómassonL Vilhjálmur Rafnsson3, Ásbjörn Sigfússon", Unnur Steina Björnsdóttir’, Víðir Kristjánsson2, Ólafur Hergill Oddsson5 'Landspítali háskólasjúkrahús, 2Vinnueftirlit ríkisins, 'Rannsóknastofa Háskólans í heilbrigðisfræði, 'Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði, 'héraðslæknir Norðurlands Netfang: ggudmund@landspitali.is Inngangur: Atvinnutengdir sjúkdómar geta verið erfiðir í greiningu og meðferð. Er það meðal annars vegna óljósra einkenna, tregðu við að tilkynna þá og tregðu starfsfólks og atvinnurekenda til að viðurkenna tilvist þeirra. Efniviður og aðferðir: Gefið er yfirlit yfir rannsókn á atvinnutengd- um einkennum sem upp komu í kúffiskvinnslu og reynt að sýna fram á hversu flókin og yfirgripsmikil slík rannsókn getur orðið og hve margir aðilar koma að rannsókninni. Niðurstöður: Farið var að rannsaka starfsmenn í skelfiskvinnslu á Norðurlandi eftir að tilkynnt var um mikil lungnaeinkenni hjá þeim. ítarlegar rannsóknir voru gerðar á starfsmönnum og bentu þær hvorki til lungnateppu né ofnæmis en einnig voru allt vinnu- ferlið og fiskurinn rannsökuð sérstaklega í leil að mögulegum or- sakavöldum. Hins vegar fundust mótefni gegn kúffiski í blóði og mikið af prótínum var í andrúmslofti í verksmiðjunni. Stafaði það meðal annars af loftblæstri í gegnum vinnslulínuna til að hreinsa fiskinn. Einn starfsmaður var berkjuspeglaður og reyndist hafa mikið af eitilfrumum í berkjuskolvökva. Virðist kúffisksótt vera form af ofsanæmislungnabólgu (hypersensitivity pneumonitis). Gerðar voru endurbætur á verksmiðjunni sem hafa dregið úr einkennum starfsfólks. Alyktanir: Mikilvægt er að tilkynna um atvinnusjúkdóma til Vinnu- eftirlits ríkisins því þá er hægt að greina þá, rannsaka og gera tillög- ur til úrbóta. Hér er um að ræða ferli, sem krefst fjölbreyttrar sér- fræðiþekkingar þar sem læknar þurfa að hafa forystu. Kúffisksótt er form af ofsanæmislungnabólgu sem ekki hefur verið lýst áður. E 20 Greining illkynja æxla með lokaðri fleiðrusýnatöku og afdrif þeirra sem fá bólgugreiningu Jónas Geir Einarsson’, Helgi J. ísaksson2, Gunnar Guðmundsson3 'Læknadeild Háskóla íslands, "Rannsóknastofa Háskólans í meinafræði. 'Landspítali háskólasjúkrahús Netfang: ggudmund@landspitali.is Inngangur: Vökvasöfnun í fleiðru er algengt klínískt vandamál. Ef um er að ræða vilsu eru mismunagreiningar margar en mögulegt er að illkynja vöxtur sé orsökin. Er því oft gerð lokuð fleiðrusýnataka til að nálgast greiningu. Mjög algeng niðurstaða úr slíku sýni er bólga. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna afdrif og sjúkdómsgreining- ar hjá sjúklingum með bólgu og athuga næmi fleiðrusýna til greining- ar krabbameina og hvaða aðrar rannsóknaaðferðir væru notaðar. Efniviður og aðferðir: Hjá Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði voru athuguð svör allra fleiðrusýna sem tekin voru með lokaðri sýnatöku frá 1990 til 1999. Sjúkraskrár voru kannaðar og sérstak- lega leitað að greiningaraðferðum illkynja æxla og könnuð afdrif þeirra sem fengu greininguna bólga í fyrsta sýni. Niðurstöður: Alls var um að ræða 130 sýni frá 120 einstaklingum. Af þeim voru 85 eða 71% með bólgu eða bandvefsgreiningu við fyrstu sýnatöku og 15 eða 13% voru með illkynja vöxt en aðrar greiningar voru hjá 16%. Með frekari rannsóknum var sýnt fram á að 55 (46%) af hópnum voru með illkynja æxli. Þar af voru 33 (39%) sem höfðu fengið bólgugreiningu í fyrsta sýni en aðrar or- sakir hjá þeim sem fengu bólgugreiningu voru lungnabólga hjá 12%, áverki 6%, hjartabilun 5%, aðrar ástæður 9% en hjá 29% fundust engar skýringar á vökvasöfnuninni. Næmi fleiðrusýnis var um það bil 27% við greiningu á illkynja vexti. Ef frumurannsókn var gerð á vökvanum einnig jókst næmið í 55%. Aðrar greiningar- aðferðir sem leiddu til greiningar á illkynja vexti voru: fleiðruspegl- un hjá 9%, miðmætisspeglun hjá 7%, annað fleiðrusýni 7%, berkju- speglun hjá 4%, krufning hjá 4%, fleiðruhýðing (decorticatio), sýni úr aðgerð og ástunga í skyggningu hjá 2% hvert en hjá 9% var fyrri saga um krabbamein. Algengast var krabbamein í lunga, því næst brjóstakrabbamein, þá krabbamein í fleiðru og svo krabbamein í eitlum og eggjastokkum. Ályktanir: Orsakir bólgu í fleiðrusýni geta verið fjöldamargar. Af þeim sem greinast með bólgu eru flestir með krabbamein eftir frek- ari rannsóknir. Lokuð fleiðrusýnataka hefur fremur lágt næmi í greiningu illkynja æxla en auka má næmið með því að gera frumu- rannsókn á vökvanum. Þörf er ítarlegri rannsókna og eftirlits hjá þeim sem hafa bólgu í fleiðrusýni en fleiðruspeglun með sýnatöku gæti verið næsta skref á eftir vökvasýni fremur en lokuð sýnataka. E 21 Áhrif þátta sem trufla eða viðhalda himnuspennu hvatbera á steraframleiðslu Leydig-frumna Steinunn Þórðardóttir’2, John A. Allen’, Thorsten Diemer3, Paul Janus', Dale B. Hales' ‘Department of Physiology & Biophysics, University of Illinois at Chicago (UIC), Chicago IL, 2læknadeild Háskóla íslands, 'Department of Urology, University Hospital, Justus-Liebig-University (JLU) Giessen, Þýskalandi Netfang: steitho@hi.is Inngangur: Starfsemi rafeindaflutningskeðju hvatbera veldur því að spennumunur myndast yfir innri himnu þeirra. Spennumunur þessi er talinn nauðsynlegur eðlilegri virkni hvatberans, þar á meðal steraframleiðslu og tjáningu hins svokallaða Steroidogenic Acute Regulatory protein eða StAR-prótíns. Markmið þessarar rann- sóknar var að kanna áhrif þátta sem trufla/aflétta himnuspennunni á steraframleiðslu og magn StAR-prótínsins. Einnig þótti vert að kanna hvort þættir sem taldir eru vernda himnuspennuna gætu stuðlað að eðlilegri steraframleiðslu og StAR magni í viðurvist truflandi þátta, nánar tiltekið H202. Væru slík verndandi áhrif til staðar gæti það varpað nánara ljósi á þá ferla sem leiða lil truflunar á himnuspennunni við slíkar aðstæður. Efniviður og aðferðir: ÆxIis-Leydig-frumur úr músum (MA-10) voru meðhöndlaðar með 8-Br-cAMP í þrjár klukkustundir, auk þátta sem trufla himnuspennu hvatbera. Þættir sem hér voru notað- ir voru CCCP (myndar göng yfir innri himnu hvatberans), nigericin (K+/H±dæla sem breytir sýrustigi hvatberans), oligomycin (stöðvar ATP myndun), Na+ arsenate og H202 (sindurefni). Þrír hópar MA- 10 frumna voru einnig meðhöndlaðir með H202 eingöngu; viðmið- unarhópur, hópur sem samtímis fékk Cyclosporin A og hópur sem hafði gengist undir genaleiðslu með Bcl-2 geninu. Cyclosporin A og Bcl-2 eru hvort tveggja talin vernda himnuspennu hvatbera. Eftir meðhöndlun var æti safnað frá öllum tilraunahópunum og pró- gesterónframleiðsla þeirra mæld með geislaónæmismælingu (RIA- Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 29

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.