Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 30
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
prófi). Magn StAR-prótínsins var auk þess mælt með western
þrykki (Western blot analysis).
Niðurstöður: Geislaónæmismælingin sýndi minnkaða prógesterón-
framleiðslu eftir meðhöndlun með öllum ofantalinna truflandi
þátta. Western þrykkið leiddi í ljós minnkun á öðru eða báðum
formum StAR-prótínsins og í sumum tilvikum algjöra hindrun á
tjáningu þess. Cyclosporin A og Bcl-2 virtust ekki geta viðhaldið
eðlilegri starfsemi hvatbera í viðurvist H2Ot
Alyktanir: Niðurstöðurnar sýna að þættir sem trufla himnuspennu
hvatbera minnka steraframleiðslu þeirra og tjáningu StAR-prótíns-
ins. Himnuspennan þarf því að vera til staðar til að hvatberinn starfi
eðlilega. Pættir á borð við H202 koma fyrir í umhverfi hvatbera við
ónæmisviðbrögð og gætu við slíkar aðstæður átt þátt £ að lama meg-
instarfsemi Leydig-frumna, testósterónframleiðsluna. Ekki tókst að
viðhalda steraframleiðslunni með Cyclosporin A eða Bcl-2 og því
má telja að H2Oz verki á hvatbera eftir öðrum leiðum en þessir
verndandi þættir.
E 22 Heiladingulssjúkdómar á íslandi
Ásta Bragadóttir, Árni V. Þórsson, Gunnar Sigurðsson, Ari Jóhannesson,
Ástráður B. Hreiðarsson, Guðni Sigurðsson, Gunnar Valtýsson, Rafn
Benediktsson, Garðar Guðmundsson, Sigurður Þ. Guðmundsson
Félag um innkirtlafræöi
Netfang: arniv@landspitali.is
Tilgangur: Kannað var algengi heiladingulssjúkdóma á Islandi og
einkenni þeirra svo að unnt verði að gera sér grein fyrir stærð
vandamálsins.
Efniviður og aðf'erðir: Farið var í sjúkraskrár helstu sjúkrahúsa lands-
ins og allra innkirtlasérfræðinga. Dregnar voru út skrár með sjúk-
dómsgreiningum sem samræmdust heiladingulssjúkdómum sam-
kvæmt ICD kerfinu, það er ofstarfsemi, vanstarfsemi og æxli í heila-
dingli. Könnunin nær yfir alla aldurshópa frá 1983 til desember 2000.
Niðurstöður: AIls fundust 222 einstaklingar með heiiadingulssjúk-
dóm á þessu tímabili, 99 karlar og 123 konur. í árslok 2000 voru 194
einstaklingar lifandi, þriðjungur þeirra hafði greinst með ofstarf-
semi en tveir þriðju með vanstarfsemi. Af hópnum höfðu 67% æxli
í eða við heiladingul, algengast var prólaktínæxli (prolactinoma) og
æxli án hormónaframleiðslu. Af æxlunum voru 68% stærri en 1 sm
(macroadenoma) í þvermál og greindust vegna sjóntruflana, höfuð-
verkja, þreytu eða hormónaraskana. Minni æxli greindust frekar
vegna hormónaraskana. Algengasti hormónaskorturinn var skortur
á vaxtarhormóni.
Ályktanir: Á síðustu árum hafa greinst um 10 sjúklingar árlega á ís-
landi með heiladingulssjúkdóma. Niðurstöðurnar benda til að þessir
sjúklingar greinist oft seint og því vert að vekja athygli á byrjunar-
einkennum þessara sjúkdóma meðal lækna og heilbrigðisstarfsfólks.
E 23 Samanburður á mismunandi mæliaðferðum á blóðþéttni
kalkkirtlahormóns og tengsl við beinumsetningarvísa og
beinþéttni
Jakob Pétur Jóhannesson’, Ólafur Skúli Indriðason2, Leifur Franzson2,
Gunnar Sigurðsson2
'Læknadeild Háskóla íslands, :Landspítali Fossvogi
Netfang: jakobp@landspitali.is
Inngangur: Kalkkirtlahormón (parathyroid hormone, PTH) er 84
amínósýru langt peptíð sem stjórnar miklu í kalk- og beinefnaskipt-
um líkamans. Þær mæliaðferðir sem nú eru notaðar nema ekki að-
eins virka form PTH (1-84) heldur einnig stór niðurbrotsefni þess
(helst 7-84). Ný aðferð hefur verið þróuð sem talið er að mæli ein-
göngu virka formið. Tilgangur þessarar rannsóknar var að bera
saman aðferðirnar í stórum hópi heilbrigðra einstaklinga.
Efniviður og aðferðir: Gögn voru notuð frá 746 einstaklingum á
aldrinum 40-85 ára úr framskyggnri rannsókn á aldursbundnum
breytingum á kalk- og beinabúskap sem nú stendur yfir. Allir skil-
uðu blóð- og þvagprufu, fóru í DEXA mælingu af hrygg og mjöðm
og svöruðu spurningalista um heilsufar og lyfjanotkun. Valdir voru
456 einstaklingar, 247 konur og 209 karlar, sem ekki voru á lyfjum
sem hafa áhrif á kalkbúskap. Innbyrðis fylgni og samræmi rann-
sóknaraðferðanna var könnuð sem og fylgni rannsóknaraðferð-
anna við ýmsa þætti úr blóði og beinþéttni skipt eftir kyni, aldri,
þyngdarstuðli (BMI) og árstíð.
Niðurstöður: Fylgni mælingaraðferðanna var 0,787 (p<0,001) hjá
konum og 0,690 (p<0,001) hjá körlum. Kappa samræmið reyndist
0,486 (p<0,001) hjá konum og 0,283 (p<0,001) hjá körlum. Mæli-
aðferðirnar sýndu báðar hækkun kalkkirtlahormóns með aldri sem
þó var minni með mælingu á virka forminu. Báðar aðferðir sýndu
einnig beina fylgni við þyngdarstuðul. Fylgni mæliaðferðanna við
ýmsa þætti í blóði var svipuð fyrir utan þá sem tengjast nýrnastarf-
semi.
Ályktanir: Talsverður munur virðist vera á mæliaðferðunum í hópi
heilbrigðra einstaklinga. Muninn má að einhverju leyti skýra út
með aldursbundinni skerðingu nýrnastarfsemi.
E 24 Aldursbundnar breytingar á osteoprotegerini í blóði í
almennu íslensku þýði og tengsl við beinþéttni
Ólafur S. Indriðason, Jakob P. Jóhannesson, Leifur Franzson, Gunnar
Sigurðsson
Landspítali háskólasjúkrahús
Netföng: osi@tv.is / gunnars@landspitali.is
Tilgangur: Osteoprotegerin (OPG) er nýlega uppgötvað prótín af
TNF-viðtaka fjölskyldunni sem hamlar þroskun osteoclasta og gæti
því dregið úr beinniðurbroti. Tilgangur rannsóknarinnar var að at-
huga hvernig OPG breytist með aldri og hvernig það tengist bein-
þéttni (BMD) og öðrum beinumsetningarvísum (BUV) í blóði.
Efniviður og aðferðir: Þýðið samanstóð af slemibúrtaki 40-85 ára
einstaklinga af höfuðborgarsvæðinu sem komu til beinþéttnimæl-
ingar (DEXA), svöruðu spurningalistum um heilsufar og lyfja-
notkun og blóðsýni tekið. Osteoprotegerin var mælt með ELISA.
Við útilokuðum sjúklinga sem voru á lyfjum er áhrif hafa á bein- og
kalkefnaskipti. ANOVA var notuð til að bera saman aldurshópa
með tilliti lil osteoprotegeringilda og fylgnistuðull Spearmans til að
kanna fylgni milli osteoprotegerins og annarra breytna.
Niðurstöðun Fjögur hundruð fimmtíu og sex einstaklingar fullnægðu
skilyrðum, 209 karlar og 247 konur. Osteoprotegerin hækkaði
línulega með aldri, meðal kvenna frá 3,2±1,3 pmól/L í aldurshópi 40
og 45 ára til 5,6±1,7 í hópi þeirra elstu (80 og 85 ára), og meðal karla
frá 3,0±1,0 til 5,5±1,2 (p<0,001). Meðal kvenna var neikvæð fylgni
milli osteoprotegerins og beinþéttni (r=-0,4; p<0,001) og estradíols
(r=-0,5; p<0,001). Hins vegar var jákvæð fylgni milli osteoprotegerins
og tartratónæms súrs fosfatasa (r=0,3; p=0,003), kollagen crosslaps
(r=0,35; p<0,001), alkalísks fosfatasa (r=0,3; p<0,001), osteókalsíns
(r=0,36; p<0,001) og kalkkirtlahormóns (parathormone) (r=0,2;
30 Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88