Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 27
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA setningu og tveimur, fjórum og 12 til 18 vikum síðar. Staðtölulegur munur var prófaður með Wilcoxons „ranked sums test“ og pöruðu t-prófi. Niðurstöður: Alls byrjuðu 109 börn í tilrauninni og 100, 88 og 79 skiluðu sýnum tveimur, fjórum og 18 vikum eftir pentavac bólu- setningu (tafla I). Eftir MMR bólusetningu skiluðu 61, 56 og 20 börn sýnum tveimur, fjórum og 12 vikum eftir MMR. Pað er enginn staðtölulegur munur í kalprótektíngildum á neinum tímapunkti (p>0,25) hvorki fyrir eða eftir pentavac eða MMR bólusetningu. Umræða: Niðurstöður okkar benda ekki til að MMR bóluefnið valdi bólgu í þörmum hjá heilbrigðum börnum og mælir það ein- dregið gegn tilgátunni um að MMR bólusetning veki upp þarma- bólgu sem aftur leiði til einhverfu. Þetta útilokar hins vegar ekki þann möguleika að bólusetningin geti haft óæskileg áhrif á við- kvæm börn með óeðlilegt ónæmiskerfi eða hjá börnum sem hafa upplag fyrir sjálfsofnæmissjúkdóma. Ef þetta er tilfellið þá er það ekki bólusetningin sjálf sem veldur þessu svari heldur upplag ein- staklingsins og það myndi þá einnig koma fram og jafnvel enn frek- ar ef um náttúrulega sýkingu af mislingum væri að ræða. Því hefur ennfremur verið haldið fram að samsett MMR bóluefni stuðli frek- ar að þarmabólgu heldur en ef bóluefnin eru gefin ein og sér og ekki á sama tíma. Þar sem niðurstöður okkar sýna að samsett MMR bóluefni veldur ekki þarmabólgu er ekki ástæða til að gefa bólu- efnin í sitt hvoru lagi eða á aðskildum tíma. E 17 Erfist astmi óháð ofnæmi? UnnurSteina Björnsdóttir', Hildur Helgadóttir2, Eva Halapi2, Davíð Gísla- son', Elva Aðaisteinsdóttir2, Anna S. Guðmundsdóttir2, lllugi Birkisson2, Þór Amason2, Sigurður Ingvarsson2, Margrét Andrésdóttir2, Þórarinn Gíslason', Jeffrey R. Gulcher2, Kári Stefánsson2, Hákon Hákonarson2 ‘Landspítali Vífilsstöðum, "íslensk erfðagreining Netfang: davidg@landspitali.is Inngangur: Astmi og ofnæmi skarast verulega. Meðal Evrópuþjóða eru allt að 80% astmasjúklinga með ofnæmi, en það hlutfall er að- eins um 40% hérlendis (Evrópukönnunin Lungu og heilsa) Ein- kenni og meingerð astma er svipuð, óháð því hvort um ofnæmis- astma er að ræða eða ekki. Tilgangur þessarar rannsóknar var að nota erfðatækni (gene array technology) til að kanna hvort mis- munandi erfðamynstur lægi að baki ofnæmi og astma. Efniviður og aðferðir: Sextíu einstaklingar voru valdir úr 600 sjúk- linga úrtaki. Þeir voru flokkaðir eftir því hvort þeir hefðu astma (sjúkrasaga, skoðun, öndunarpróf og methacholine áreitipróf) og ofnæmi. Ofnæmi var greint með pikkprófi fyrir 12 algengum loft- bornum ofnæmisvökum. Auk þess var IgE mælt. Einstaklingarnir voru flokkaðir í þrjá hópa eftir niðurstöðum rannsókna: astma án ofnæmis (nonatopic asthmatics; NAA, n=20), astma með ofnæmi (atopic asthmatics; AA, n=20) og ofnæmi án astma (atopics without asthma; A, n=20). Sem viðmiðun voru 10 einstaklingar sem hvorki höfðu ofnæmi né astma. Blóð var dregið og mononuclear frumur (peripheral blood mononuclear cells: PBMC) örvaðar með bólgu- boðefnunum IL-lp og TNFa. RNA tjáning var metin með Affy- nietrix FIu95A chip, sem hver um sig þekkir meira en 12.600 erfða- vísa. Mismunandi tjáningarmynstur var metið með því að bera sam- an meðalbreytingu á genatjáningu (normalized mean difference change of signal intensity) í PBMC í hópunum fjórum. Niðurstöður: Þegar bornir voru saman þeir sjúklingar sem höfðu of- næmi, ofnæmisastma og astma án ofnæmis fannst ólík tjáning á 20 erfðavísum (NAA og AA á móti AR (allergic rhinitis), p<0,005). Þar á meðal voru ýmis bólguboðefni, til dæmis IL-10, IL-2R og ýmsir interferon erfðavísar auk umritunarþátta (transcription factors). Þrjátíu mismunandi erfðavísar skildu marktækt að þá sem höfðu ofnæmi án aslma (A) og þá sem höfðu astma (NAA og AA). Þar á meðal voru bólguboðefni eins og IL-8 og brjóskmyndandi þættir eins og TIMP (tissue inhibitor of metalloproteinase). Ályktanir: Mismunandi erfðavísar virðast tengjast astma og of- næmi. Þannig höfum við fundið mismunandi erfðatjáningu hjá sjúk- lingum með astma, óháð því hvort þeir eru með ofnæmi eða ekki. Margir þessara erfðavísa gegna mikilvægu hlutverki f bólguvið- brögðum öndunarfæranna. Þessar niðurstöður kalla á frekari rann- sóknir til að auka skilning á bólguferlum sem liggja að baki astma og ofnæmi og þær gætu leitt til uppgötvunar á nýjum ónæmisfræði- legum boðleiðum. E 18 Sjúklingar með teppusjúkdóma á sjúkrahúsum á Norðurlöndum. Samanburðarrannsókn Gunnar Guðmundsson', Stella Hrafnkelsdóttir’, Christer Janson2, Þórarinn Gíslason' 'Landspítali Vífilsstöðum, “Akademiska Sjukhuset Uppsölum ggudmund@landspitali.is Inngangur: I afturskyggnri rannsókn á 500 innlögðum sjúklingum með langvinna lungnateppusjúkdóma (LLT) á Norðurlöndum kom í ljós að 40% voru innlagðir aftur innan sex mánaða og 50% innan árs. Þeir sem voru öndunarbilaðir voru í fjórfalt meiri áhættu að leggjast inn aftur. Tilgangur núverandi rannsóknar var að kanna framskyggnt endurinnlagnartíðni á sjúklingum með langvinna lungnateppusjúkdóma og finna áhættuþætti fyrir endurinnlögnum. Efniviður og aðferðir: I rannsóknina voru valdir við útskrift 100 sjúklingar með langvinna lungnateppusjúkdóma frá hverju af fimm háskólasjúkrahúsum (í Bergen, Reykjavík, Uppsölum, Tampere og Kaupmannahöfn) á Norðurlöndum. Þeir svöruðu stöðluðum spurningum um sjúkdóminn, reykingar, félagslegar aðstæður og aðra sjúkdóma. Öndunarmælingar voru gerðar. Geðhagur var met- inn með kvíða- og þunglyndisspurningalista og lífsgæði með St. Georges-spurningalista. Sjúklingum er fylgt eftir í eitt ár til að meta endurinnlagnartíðni. Niðurstöður: Gögn liggja fyrir um 298 sjúklinga frá þremur stöðum (Bergen, Reykjavík og Uppsölum). Meðalaldur var 69 ár, 54% voru konur. Enn voru 23% að reykja en 67% voru hætt. Flestir (90%) voru með langvinna lungnateppusjúkdóma og25% voru á langtíma- súrefnismeðferð. Aðrir sjúkdómar voru algengir, 25% voru með blóðþurrðarsjúkdóma í hjarta og 13% með sykursýki. Kvíðnir voru 39% og32% þunglyndir. Meðal FEVl var41±19% af áætluðu. Hjá sjúklingum með langvinna lungnateppusjúkdóma var meðalinn- lagnartími 10 dagar með miklum mun milli stofnana (sjö í Bergen og 15 í Reykjavík) (p<0,001). Lengd dvalar tengdist aldri, súrefnis- notkun og sykursýki. Ályktanir: Sjúklingar með langvinna lungnateppusjúkdóma eru einnig með háa tíðni af vef- og geðrænum kvillum. Lengd spítala- dvalar var mismunandi milli landa. Eldri sjúklingar, þeir sem hafa aðra sjúkdóma eins og sykursýki og eru á heimasúrefni eru oft vist- aðir lengi. Rannsóknin mun veita upplýsingar um mismunandi áhættuþætti fyrir endurinnlögnum. Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 27

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.