Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 5
ÁVARP FORMANNS / XV.
ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKN A
XV. þing Félags íslenskra lyflækna
á ísafirði
Enn á ný er komið að þingi Félags íslenskra lyf-
lækna sem er hið fimmtánda í röðinni og er að
þessu sinni haldið í höfuðstað Vestfjarða, ísafirði.
Þing félagsins hafa jafnan verið mikilvægur vett-
vangur fyrir lyflækna til að kynna vísindarann-
sóknir sínar eða fá innsýn í það sem er ofarlega á
baugi á sviði lyflækninga. Margir eiga góðar
minningar frá fyrri þingum þar sem oftast hefur
tekist vel að sameina fræðaiðkun og skemmtileg-
ar samverustundir með starfsfélögum. Staðsetn-
ing þinganna utan höfuðborgarsvæðisins, í kyrr-
látu og heillandi umhverfi, á vafalítið sinn þátt í
þeim sessi sem þessi þing hafa öðlast. Þetta er í
annað sinn sem lyflæknaþing er haldið á ísafirði
en það var einnig haldið þar 1988.
Líkt og áður verður kynning vísindarann-
sókna uppistaða þingsins. Að þessu sinni verður
sú breyting að frjáls erindi verða færri en verið
hefur en veggspjöld þeim mun fleiri. Jafnframt
verður boðið upp á fleiri gestafyrirlestra og mál-
þing, auk þess sem bryddað verður upp á nýjung-
um eins og klímskum perlum og umfjöllun um
klímskar leiðbeiningar. Að venju verða veitt
verðlaun fyrir framúrskarandi erindi ungs læknis
og fyrir besta framlag læknanema. Þá verður sú
nýbreytni að veitt verða verðlaun fyrir besta
veggspjaldið.
Meðal þess sem hæst ber er málþing um nýleg-
ar uppgötvanir í khmskri ónæmisfræði sem helgað
er minningu Ásbjörns Sigfússonar læknis. Ás-
björn lést langt fýrir aldur fram þann 8. september
á síðasta ári og skildi hann eftir sig vandfyllt skarð.
Hann gegndi um árabil mikilvægu hlutverki á
lyflæknaþingum, þar sem hann jafnan glæddi um-
ræðuna lífi með gagnlegum ábendingum. Ás-
björns verður sárt saknað á þingi því sem nú fer í
hönd. Það er því við hæfi að tveir framúrskarandi
vísindamenn á því sviði sem Ásbjörn tileinkaði
sér, klínískri ónæmisfræði, munu flytja erindi á
þessu málþingi.
Þá verður málþing um stöðu almennra lyf-
lækninga á íslandi. Á undanförnum árum hafa al-
mennar lyflækningar átt undir högg að sækja hér
á landi og meðal nágrannaþjóða, vegna framþró-
unar í undirgreinum lyflækninga sem leitt hefur
til aukinnar sérhæfingar í þjónustu við sjúklinga,
jafnt innan sem utan sjúkrahúsa. Hefur jafnvel
verið uppi orðrómur um að almennar lyflækning-
ar sem sérgrein heyri sögunni til. Þessu sjónar-
miði eru þó ýmsir ósammála og liggja því til
grundvallar tvær meginástæður. í fyrsta lagi hefur
sjaldan verið meiri þörf en nú fyrir almenna lyf-
lækna til að annast ört stækkandi hóp aldurhnig-
inna sjúklinga er haldnir eru fjölþættum heilsu-
bresti. í öðru lagi gegna almennar lyflækningar
lykilhlutverki í kennslu í lyflæknisfræði, bæði í
grunnnámi í læknisfræði og í framhaldsnámi í lyf-
lækningum, heimilislækningum og fleiri sérgrein-
um. Vænta má að á málþinginu verði hlutverk
almennra lyflækninga brotið til mergjar.
A undanförnum árum hefur neysla margvís-
legra náttúrulyfja og fæðubótarefna færst mjög í
vöxt. Ljóst er að umtalsverður hluti þeirra sjúk-
linga sem lyflæknar annast, taka náttúrulyf sam-
hliða hefðbundnum lyfjum. Lítið er þó vitað um
gagnsemi náttúrulyfja. Þrátt fyrir mikla umræðu
um þetta viðfangsefni á undanförnum misserum
hefur skort á vandaða umfjöllun sem byggir á
niðurstöðum vísindarannsókna. Félagi íslenskra
lyflækna þykir tímabært að blanda sér í þessa
umræðu og efnir til málþings þar sem fjallað
verður um stöðu þekkingar varðandi náttúrulyf
og fæðubótarefni.
Fulltrúar lyfjafyrirtækja munu að venju standa
fyrir sýningu á lyfjum og öðrum vörum sem þau
hafa að bjóða og er þeim hér með þakkað fyrir
þeirra framlag. Jafnframt er hinum mörgu stuðn-
ingsaðilum þakkað fyrir veittan stuðning.
Að venju verður reynt að auðga anda þing-
gesta með vandaðri skemmtidagskrá. Vonandi
ntunu þátttakendur í þessu XV. þingi Félags ís-
lenskra lyflækna eiga ógleymanlega daga í tignar-
legri náttúru Vestfjarða.
Runólfur Pálsson,
formaður Félags íslenskra lyflækna
Runólfur
Pálsson
Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88 5