Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 40
ÁGRIP VEGGSPJALDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA
ÁGRIP VEGGSPJALDA
V 01 Sýklalyfjagjöf í æð í heimahúsum. Mat á árangri fyrstu 29
mánuðina
Bergþóra Karlsdóttir', Már Kristjánsson2
'Sjúkrahústengd heimaþjónusta og 2smitsjúkdómadeild Landspítala
háskólasjúkrahúss
Netfang: markrist@landspitali.is
Inngangur: I ágúst 1999 hófst gjöf sýklalyfja í æð í heimahúsum á
vegum sjúkrahústengdrar heimaþjónustu Landspítala háskóla-
sjúkrahúss (STH-LSH). Markmið með stofnsetningu sjúkrahús-
tengdrar heimaþjónustu var að stytta legutíma valinna sjúklinga
sem tök hafa á að dvelja heima meðan á lyfjagjöf stendur. Slfk ráð-
stöfun er talin draga úr kostnaði án þess að skerða gæði þjónust-
unnar. Markmið rannsóknar okkar var að kanna árangur sýklalyfja-
gjafar í æð fyrstu 29 mánuðina.
Efniviður og aðferðir: Gögn sjúklinga sem fengu sýklalyf í æð í
heimahúsi á vegum sjúkrahústengdrar heimaþjónustu voru skoðuð.
Skilyrt var að sérfræðingur í smitsjúkdómum væri ábyrgur fyrir
meðferð. Rannsóknartímabilið var frá ágúst 1999 til ársloka 2001
(29 mánuðir). Úrtakið tók til sjúklinga sem var vísað af sérfræðing-
um í smitsjúkdómum á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og síðar smitsjúk-
dómadeild Landspítala háskólasjúkrahúss. Sjúklingar urðu að vera
sjálfbjarga með athafnir daglegs lífs (ADL) til að njóta þjónustu
sjúkrahústengdrar heimaþjónustu, ekki virkir alkóhólistar eða
eiturlyfjaneytandur, væru færir um að láta vita ef eitthvað færi úr-
skeiðis milli heimsókna hjúkrunarfræðinganna og fengu sýklalyf
ekki oftar en þrisvar á sólarhring. Sjúklingar urðu að vera sam-
þykkir útskrift í sjúkrahústengda heimaþjónustu.
Niðurstöðun Alls var 77 (53 körlum og 24 konum) sjúklingum vísað
til sjúkrahústengdrar heimaþjónustu. Að meðaltali voru sjúklingar
heimsóttir í 25 skipti. Meðalmeðferðartími var 12 dagar (1-110
dagar).
Sjö af 77 sjúklingum (10%) þurftu á endurinnlögn að halda með-
an á meðferð stóð. Algengustu sýklalyf voru; ceftríaxón (14 sjúk-
lingar), cloxacillín (13 sjúklingar) og vankómýcín (12 sjúklingar).
Algengustu ástæður tilvísunar í þjónustu sjúkrahústengdrar heima-
þjónustu voru; húðnetjubólga (18 sjúklingar) og beinsýkingar (13
sjúklingar). Enginn sjúklingur dó meðan á meðferð stóð.
Alyktanir: Helmingi fleiri körlum en konum er vísað í sjúkrahús-
tengda heimaþjónustu án augljósra ástæðna. Meðferð í sjúkrahús-
tengdri heimaþjónustu leiðir til endurinnlagnar í 10% tilfella sem er
sambærilegt við reynslu erlenda aðila. Umtalsverður beinn kostn-
aður sparast við umönnun sjúklinga í heimahúsuni samanborið við
umönnun á sjúkrahúsi.
V 02 Sárasótt á íslandi
Guðrún Sigmundsdóttir', Haraldur Briem', Gunnar Gunnarsson23, Sigurður
B. Þorsteinsson', Anna Þórisdóttir2, Hugrún Ríkarðsdóttir , Már
Kristjánsson2
'Landlæknisembættið, "lyflækningadeild Landspítala Fossvogi, 'Rannsóknastofa f
veirufræði Landspítala háskólajúkrahúsi, Myflækningadeild Landspítala Hringbraut
Netfang: hugrunri@landspitali.is
Inngangur: Sárasótt var fyrr á öldum algengur sjúkdómur og olli
miklum skaða. Tíðni hennar hefur lækkað verulega. Nokkur tilfelli
greinast árlega hérlendis og er nauðsynlegt að fylgjast með faralds-
fræði sárasóttar hérlendis.
Efniviður og aðferðir: A Islandi eru stuðst við þrjár aðferðir við
greiningu á sárasótt: VDRL, sem mælir ósértæk mótefni gegn sára-
sótt og TPHA og FTA, sem mæla sértæk mótefni gegn sárasótt.
Fengnar voru upplýsingar um sýni jákvæð í TPHA og FTA á sýkla-
fræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss á árunum 2000 og 2001.
Klínískar upplýsingar koma frá smitsjúkdómalæknum Landpítala
háskólasjúkrahúss.
Niðurstööur: Síðastliðin tvö ár (2000/2001) voru 84 (52/32) sýni já-
kvæð í TPHA og FTA. Af þeim voru 42 einstaklingar með erlend
nöfn, 17 með íslensk og nafnleynd á 25 beiðnum. Fjöldi jákvæðra
einstaklinga er þó lægri en fjöldi sýna, en nokkuð er um tvískrán-
ingar vegna nafnleyndar og falsk jákvæðra sýna. Flest sýnin, eða 63
(41/22), voru neikvæð í VDRL það er að öðru leyti gömul læknuð
sýking. Sýni jákvæð í VDRL það er með merki um virka sýkingu
voru 19 (9/10), þessi sýni komu frá 16 (8/8) einstaklingum en lægri
fjöldi einstaklinga stafar af tvískráningu vegna nafnleyndar á beiðn-
um. Af VDRL jákvæðum einstaklingum árið 2000, voru sex með
erlendan uppruna, ekki er vitað um uppruna hjá tveimur. Árið 2001
voru þrír VDRL jákvæðir einstaklingar með erlendan bakgrunn en
einnig greindust fimm íslenskir karlmenn með mismunandi stig
sárasóttar. Einn Islendinganna smitaðist erlendis en uppruni smits
er ekki kunnur hjá hinum. Þrír íslendinganna voru einnig HlV-já-
kvæðir.
Alyktanir: Mikilvægt er að læknar á íslandi séu á varðbergi fyrir
hugsanlegum sárasóttartilfellum. Að minnsta kosti helmingur til-
fella er af erlendu bergi brotnir og koma að öllum líkindum frá
heimshlutum þar sem sárasótt er algengari en hérlendis. Aukin
ferðalög íslendinga með áhættuhegðun auka einnig líkur á sárasótt-
arsmiti.
V 03 Hjúpgerðir ífarandi pneumókokka á íslandi og tengsl þeirra
við aldurshópa og dánartíðni
Helga Erlendsdóttir, Magnús Gottfreðsson, Karl G. Kristinsson
Lyflækningadeild og sýklafræðideild Landspítala háskólasjúkrahúss
Netfang: helgaerl@landspitali.is
Inngangur: Pneumókokkar valda oft alvarlegum sýkingum, svo sem
heilahimnubólgu og blóðsýkingum. Dánartíðni sjúklinga með slíkar
sýkingar hefur haldist óbreytt síðastliðin 20 ár þrátt fyrir framfarir í
læknisfræði. Öflugri forvarna er þörf, en bóluefni framtíðarinnar
þurfa að taka mið af þeim hjúpgerðum sem líklegastar eru til að
valda sýkingum á hverjum stað og hverjum tíma.
Efniviður og aðferðir: Farið var yfir niðurstöður blóð-, liðvökva- og
mænuvökvaræktana á íslandi fyrir árin 1975-2001 (á sýklafræði-
deildum Landspítala háskólasjúkrahúss og Fjórðungssjúkrahússins
á Akureyri) og þeir sjúklingar skráðir sem greindust með ífarandi
sýkingar af völdum Streptococcus pneumoniae. Öllum tiltækum
upplýsingum um hjúpgerðir var safnað saman. Einnig voru skráðar
upplýsingar um dagsetningu sýkingar, aldur sjúklinga, kyn, sýking-
arstað og afdrif.
Niðurstöður: Á árunum 1975-2001 greindust 811 íslendingar með
850 ífarandi pneumókokkasýkingar hér á landi. Hjúpgerðir eru
þekktar í 416 tilvikum, þær fyrstu frá árinu 1988. Algengasta hjúp-
gerðin er 7 (21,2%), en þar á eftir koma 9 (13,2%), 6 (12,5%), 19
(11,1%) og 14 (10,3%). Þegar dreifing hjúpgerða er skoðuð eftir
40 Læknablaðið/Fylgirit 44 2002/88