Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 37
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS (SLENSKRA LYFLÆKNA
Tíðni endurtekinnar kransæðastíflu lækkaði jafnt meðal beggja
kynja á þessum tíma, um 80%. Hlutfallsleg áhætta kvenna á (ann-
arri) kransæðastíflu er áttföld samanborið við konur sem ekki hafa
fengiö kransæðastíflu áður. Meðal karla í sama aldurshópi (60 ára)
var þetta áhættuhlutfall hins vegar tveir.
Ályktanir: Konur sem hafa hlotið kransæðastíflu hafa sömu heildar-
áhættu á annarri kransæðastíflu og karlar á sama aldri. Þetta bendir
til að þeir verndarþættir sem konur hafa gegn fyrsta kransæðastíflu-
tilfelli hverfi við fyrsta áfallið. Það er því ólíklegt að sértæk kyn-
bundin meðferð svo sem östrógenmeðferð meðal kvenna komi að
gagni gegn endurtekinni kransæðastíflu.
E 41 Tengsl reglulegrar frítímahreyfingar við kransæðastiflu,
hjartadauðsföll og heildardánartíðni meðal karla og kvenna
Uggi Agnarsson, Gunnar Sigurðsson, Helgi Sigvaldason, Guðmundur
Þorgeirsson, Nikulás Sigfússon, Vilmundur Guðnason
Hjartavcrnd
Nctfang: u.agnarsson@hjarta.is
Inngangur: Regluleg frítímahreyfing tengist lækkaðri tíðni krans-
æðatilfella og hjartadauðsfalla meðal karla. Þessi tengsl eru hins
vegar ekki alveg eins vel staðfest fyrir konur.
Rannsókn Hjartaverndar gefur sérstakt tækifæri til að meta
tengsl kransæðatilfella, hjartadauðsfalla og heildardánartíðni við
reglulega frítímalíkamshreyfingu í þýði kvenna og karla.
Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til 9.182 kvenna og 8.247
karla, meðalaldur þeirra var um 55 ár (41-85 ár) við upphaf rann-
sóknarinnar. Rannsóknin byggðist á svörum þátttakenda við spurn-
ingum um reglubundna líkamshreyfingu, sem um 28% karla og
23% kvenna höfðu stundað.
Fólkinu var síðan fylgt eftir í allt að 30 ár (meðaltal 19 ár).
Niðurstöður: Á tímabilinu létust 39% karlanna og 23% kvennanna.
Kransæðastífla greindist hjá 22% karla og 9% kvenna en hjarta-
dauði varð hjá 18% karla og 8% kvenna.
Reglubundin líkamshreyfing tengist 14% lægri dánartíðni meðal
karla (p<0,05) og 28% lækkun hjá konum (p<0,01). Fjölþáttagrein-
ing tengdi lækkun heildardánartíðni við reglubundna líkamshreyf-
ingu eftir fertugt, 23% fyrir karla og 25% hjá konum. Hreyfingar-
leysi reiknaðist útskýra 18-19% tilvika hjartadauðsfalla og heildar-
dánartíðni meðal karla en sömu endapunktar tengdust hreyfingar-
leysi og aukinni áhættu hjá konum, reiknuð 13% og 20%.
Ályktanir: Niðurstöður renna frekari stoðum undir mikilvægi
tengsla reglubundinnar líkamshreyfingar og minnkunar áhæltu á
hjartasjúkdómum, kransæðadauða og heildardánartíðni hjá konum
jafnt sem körlum.
E 42 Sökk er sjálfstæður áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdóma.
Hóprannsókn Hjartaverndar
Margrét B. Andrésdóttir, Nikulás Sigfússon, Helgi Sigvaldason,
Vilmundur Guðnason
Rannsóknarstöð Hjartaverndar
Netfang: margret@hjarta.is
Inngangur: Nýlegar rannsóknir benda til að bólgusvörun sé mikil-
væg í tilurð æðakölkunar. Ttlgangur rannsóknarinnar var að kanna
samband sökkmælinga við kransæðasjúkdóma og dauða af völdum
heilaáfalls.
Efniviöur og aðferðin Niðurstöður eru byggðar á rannsóknum á
9.328 körlum og 10.062 konuni sem tóku þátt í hóprannsókn Hjarta-
verndar á árunum 1967-1996. Áhættuþættir fyrir hjarta- og æða-
sjúkdóma voru mældir við fyrstu skoðun og nákvæm skráning á
endapunktum hefur verið gerð.
Niðurstöður: Á eftirfylgnitímanum fengu 2.700 karlar og 1.070 kon-
ur kransæðasjúkdóm (kransæðastífluútvíkkun eða -aðgerð) og 321
karl og 222 konur dóu af völdum heilaáfalls. Hjá körlum var aukn-
ing áhættu á kransæðasjúkdómi við tvöföldun á sökki 17% (HR
1,17; 95% C1 1,12-1,23; p<0,001) þegar leiðrétt hafði verið fyrir öll-
um þekktum áhættuþáttum og fyrir konur var áhættan aukin uni
23% (HR 1,23; 95% CI 1,13-1,34; p<0,001). Þessi áhæltuaukning
var til staðar allt að 25 ár eftir sökkmælingu hjá körlum og 10 ár hjá
konum. Einnig hafði sökk forspárgildi fyrir aukinni hættu á dauða
af völdum heilaáfalls hjá körlum (HR 1,16; 95% CI 1,01-1,33), en
var ekki tölfræðilega marktækt hjá konum þegar leiðrétt hafði verið
fyrir öllum áhættuþáttum.
Álykfanir: Sökk er óháður áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdóma
hjá íslenskum konum og körlum og eru þessi áhrif til staðar áratugi
eflir mælingu. Þessar niðurstöður styðja aðrar rannsóknir um mikil-
vægi bólgu (infiammation) í æðakölkun.
E 43 Áhrif breytinga blóðþrýstings einstaklinga á líkur á krans-
æðasjúkdómi meðal karla og kvenna. Hóprannsókn
Hjartaverndar
Lilja Sigrún Jónsdóttir', Vilmundur Guðnason', Nikulás Sigfússon',
Guðmundur Þorgeirsson1-2
'Rannsóknarstöð Hjartavemdar, 'Landspítali háskólasjúkrahús
Netfang: lilja@hjarta.is
Inngangur: Blóðþrýstingur hækkar með aldri og tíðni háþrýstings
þar með. Fyrri rannsóknir hafa reynt að meta hvort vegi þyngra,
mælt blóðþrýstingsgildi einstaklings eða breyting þess, hækkun eða
lækkun. Tilgangur þessarar rannsóknar er að meta áhrif breytinga
blóðþrýstings karla og kvenna á áhættu á kransæðasjúkdómi.
Efniviftur og aðferðir: Úr hóprannsókn Hjartaverndar mynduðu
þeir einstaklingar rannsóknarhópinn sem mætt höfðu að minnsta
kosti tvisvar í skoðun og var fylgt í meira en 15 ár. Þeir voru án sögu
um kransæðastíflu eða háþrýsting við fyrstu komu og tóku ekki lyf
vegna háþrýstings. Breyting hjá hverjum einstaklingi var skilgreind
með línulegri aðhvarfsgreiningu á blóðþrýstingsmælingum hans
innan áreitistíma og þannig fékkst tölulegt mat á hækkun eða lækk-
un að meðaltali á ári. Rannsóknarhópinn mynda 2.445 konur og
2.800 karlar sem var fylgt eftir í allt að 17 ár eftir 15 ára áreitistíma.
Á þeim tíma höfðu 244 konur fengið kransæðastíflu, þurft á hjá-
veituaðgerð eða blásningu að halda vegna kransæðasjúkdóms eða
dáið hjartadauða. Samsvarandi tölur fyrir karla eru 689 tilvik. Við
úrvinnslu voru prófuð sjálfstæð tengsl breytinga slag- og lagbils-
þrýstings við þróun kransæðasjúkdóms meðal karla og kvenna með
fjölþáttagreiningu Cox, leiðrétt fyrir aldri, blóðfitum, reykingum og
sykursýki. Meðalaldur við upphaf rannsóknar var 47 ár hjá konum
og körlum, meðalslagbilsþrýstingur var 132 mmHg hjá konum og
136 mmHg hjá körlum og meðallagbilsþrýstingur 83 mmHg hjá
konum og 86 mmHg hjá körlum. Sextíu prósent karla og 44%
kvenna reyktu við upphaf áreitistíma.
Nifturstöftun Breyting slagbilsþrýstings var marktækur, sjálfstæður
áhættuþáttur fyrir kransæðasjúkdóm eða kransæðadauða hjá körl-
Læknabladið/Fylgirit 44 2002/88 37