Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 22

Læknablaðið : fylgirit - 01.06.2002, Blaðsíða 22
ÁGRIP ERINDA / XV. ÞING FÉLAGS ÍSLENSKRA LYFLÆKNA lýsófosfatidylkólín hindraði Akt óháð PKC. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áhrif ceramíðs, 1-bútanóls og efna sem auka styrk cAMP á Akt-virkni í æðaþelsfrumum. Efniviður og aðferðir: Ræktaðar voru æaþelsfrumur úr bláæðum naflastrengja. Samfelldar frumuræktir voru notaðar til tilrauna og meðhöndlaðar með viðeigandi áverkunarefnum. Fosfórun á Akt var greind með „Western blotting“. Niðurstöður: 1-bútanól og ceramíð hindruðu EGF-örvaða Akt- fosfórun. Eftir hindrun á PKC dró mjög úr áhrifum beggja áverkun- arefna á Akt-fosfórun. Hins vegar varð ekkert minni hindrun í frumum sem höfðu verið formeðhöndlaðar með TPA í því skyni að slökkva á PKC en TPA er hliðstæða díacýlglýceróls. 3-isobutyl-l- metylxanthine (IBMX) hindraði fosfórun á Akt en dibutyl-cAMP, 8-bromo-cAMP og 8-bromo-cGMP höfðu lítil áhrif. Ályktanir: 1) Ceramíð, 1-bútanól og IBMX hindra Akt-fosfórun eftir örvun með EGF. 2) Hugsanlegt er að IBMX miðli hindrun á annan hátt en með aukningu á styrk cAMP. 3) Mögulegt er að áhrifum ceramíðs og 1-bútanóls sé stýrt gegnum díacýlglýseról óháðan PKC. E 06 Árangur af notkun ígræddra hjartarafstuðtækja á íslandi Margrét Leósdóttir', Gizur Gottskálksson', Guðrún Reimarsdóttir2, Margrét Vigfúsdóttir2, Bjarni Torfason3, Davíð O. Arnar' 'Lyflækningadeild, !göngudeild gangráðseftirlits og ’hjarta- og lungnaskurðdeild Landspitala háskólasjúkrahúss Netfang: margret_leos@yahoo.com Inngangur: Hjartsláttartruflanir frá sleglum eru langalgengasta ástæðan fyrir skyndidauða. fgrædd hjartarafstuðtæki (ÍH) eru oftast besti meðferðarkosturinn við slíku. Á íslandi hófst ísetning ígræddra hjartarafstuðtækja fyrir 10 árum. Markmið þessarar rann- sóknar var að taka saman upplýsingar um notkun tækjanna hér á landi, meðal annars ábendingar, virkni þeirra, réttmæti rafstuða og fylgikvilla ísetningar. Efniviður og aöferðir: Farið var í gegnum sjúkraskrár allra sjúklinga sem fengið hafa ígrædd hjartarafstuðtæki hérlendis. Einnig var farið yfir upplýsingar (meðal annars línurit frá rafstuðum) frá tækjunum á göngudeild gangráðseftirlits en þar eru sjúklingarnir skoðaðir á þriggja mánaða fresti. Niðurstöður: Alls hafa 54 einstaklingar fengið ígrædd hjartarafstuð- tæki til þessa og af þeim eru 45 á lífi. Notkun ígræddra hjartaraf- stuðtækja hefur farið vaxandi frá ári til árs. Meðalaldur við ísetn- ingu var 57 ár. Helstu ábendingar fyrir ísetningu voru hjartastopp (55%) og sleglahraðtaktur án meðvitundarleysis (40%). Meirihluti sjúklinganna (62%) höfðu kransæðasjúkdóm og 57% höfðu skert fráfallsbrot vinstri slegils. Sex sjúklingar (11%) höfðu engan grein- anlegan hjartasjúkdóm. Tuttugu og fimm (46%) hafa fengið raf- stuðsmeðferð frá tækinu. Rafstuðin voru langflest réttmæt, það er vegna sleglatakttruflana, en þó voru nokkur vegna hraðtakts frá gáttum eða bilunar í tækjunum. Tveir einstaklingar hafa fengið fleiri en 30 rafstuð frá sínu tæki. Ályktunir: Notkun ígræddra hjartarafstuðtækja hérlendis hjá sjúk- lingum eftir hjartastopp og með sleglahraðtakt hefur farið vaxandi. Tæpur helmingur þeirra sem hafa ígrædd hjartarafstuðtæki hafa fengið rafstuð, sem oftast eru réttmæt og þannig í mörgum tilfellum lífsbjörg fyrir sjúklinga sem annars hefðu líklega látist skyndidauða. E 07 Algengi skertrar nýrnastarfsemi í íslensku þýði Ólöf Viktorsdóttir', Runólfur Pálsson' 2, Margrét Birna Andrésdóttir23, Vilmundur Guönason1-3, Ólafur Skúli Indriðason2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Landspítali háskólasjúkrahús, ’Rannsóknarstöð Hjartaverndar Netföng: osi@tv.is / olofv@hotmail.com Inngangur: Sjúklingum með lokastigsnýrnabilun fer fjölgandi hér á landi sem annars staðar. Lítið er vitað um faraldsfræði langvinnrar nýrnabilunar á vægari stigum. Tilgangur rannsóknarinnar var: 1. Að bera saman þrjár aðferðir til að meta gaukulsíunarhraða (GSH) út frá kreatíníni í sermi (SCr). 2. Að kanna algengi skertrar nýrnastarf- semi í íslensku þýði. 3. Að athuga tíðni áhættuþátta fyrir nýrnabilun í þessum síðastnefnda hópi. Ef'niviöur og aðferðir: Rannsóknin byggði á gögnum úr hóprann- sókn Hjartaverndar. Gaukulsíunarhraði var reiknaður á þrjá mis- munandi vegu: 1. Gaukulsíunarhraði = 0,69 x [100/SCr]; 2. Gaukul- síunarhraði = 0,84x [(140-aldur) x þyngdx0,85 (ef kona)]/72 x SCr]; 3. Gaukulsíunarhraði = 186,3 x (SCr)115J x (aldur)'0'2'0 x 1,212 (ef svartur kynstofn) x 0,742 (ef kona). Gaukulsíunarhraði ákvarðaður með jöfnu 3 var notaður lil að rneta algengi skertrar nýrnastarfsemi er var skilgreind sem gaukulsíunarhraði <60 ml/ mín/l,73m2. Niðurstöður: Talsvert misræmi reyndist vera milli þeirra þriggja jafna sem notaðar voru til að meta gaukulsíunarhraða, bæði eftir aldri og kyni. Flestir eða 70% karla og 74% kvenna, voru með gaukulsíunarhraða 60-89. Með gaukulsíunarhraða >90 sem telst eðlilegt, voru aðeins 25% karla og 15% kvenna. Skerta nýrnastarf- semi höfðu 3,8% karla og 11,1% kvenna. Aldursstaðlað algengi skertrar nýrnastarfsemi meðal Islendinga á aldrinum 35-87 ára reyndist vera 4,9% fyrir karla og 12,2% fyrir konur. Hlutfall þeirra sem hafa gaukulsíunarhraða <60 vex með hækkandi aldri, og var til dæmis tæplega 40% hjá konum og um 20% hjá körlum 70-75 ára. Meðal þeirra sem töldust hafa skerta nýrnastarfsemi mældist rúmur helmingur með hækkaðan blóðþrýsting og 3% voru með sykursýki. Þá höfðu 14% karla og 3,7% kvenna prótínmigu. Ályktanir: Algengi skertrar nýmastarfsemi er háð þeim jöfnum sem notaðar eru til útreikninga á gaukulsíunarhraða. Athyglivert er hversu fáir reynast hafa eðlilega nýrnastarfsemi samkvæmt reikn- uðum gaukulsíunarhraða. Algengi gaukulsíunarhraða <60 eykst með aldri og er meira meðal kvenna sem er ekki í samræmi við algengistölur í lokastigsnýrnabilun. Hækkaður blóðþrýstingur er algengur meðal einstaklinga með skerta nýrnastarfsemi. E 08 Styrkur áls í blóði íslenskra blóðskilunarsjúklinga Ólafur S. Indriðason Nýrnadeild Landspítala háskólasjúkrahúss Netfang: osi@tv.is Tilgangur: Við blóðskilun er blóð sjúklinga útsett fyrir geysimiklu magni af skilvökva (flæði 500 ml/mín). Víðast er notaður sérstakur hreinsibúnaður sem nær jónum úr vatninu sem notað er í skilvökv- ann. Hér á landi vantar slíkan hreinsibúnað en styrkur áls í Gvend- arbrunnsvatni hefur mælst yfir erlendum viðmiðunarmörkum (0,37 p.mól/1). Langvinn áleitrun getur meðal annars leitt til vanstarfsemi á nriðtaugakerfi og beinasjúkdóms. Nýlegar leiðbeiningar benda á að sérstakrar meðferðar gæti verið þörf ef styrkur áls í blóði er yfir 1,11 |xmól/l en eldri ráðleggingar nota 2,22 p.mól/1 sem viðmið. Til- gangur þessarar rannsóknar var að athuga styrk áls í blóði íslenskra blóðskilunarsjúklinga. 22 Læknablaðid/Fylgirit 44 2002/88 J

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.