Víkurfréttir - 18.04.2013, Page 12
fimmtudagurinn 18. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR12
grinda-víkurfréttir
Berta Dröfn Ómarsdóttir lærði gríðarlega mikið af því að syngja með Bergþóri Pálssyni
og Garðari Þór Cortes síðastliðið sumar. Mynd/Bjarni Bragason.
Björgunar-og slysavarnadeildin Þorbjörn Grindavík,
Unglingadeildin Hafbjörg og
Björgunarbátasjóður Grindavíkur halda aðalfund þann
2. maí 2013 kl.18:00 í húsi björgunarsveitarinnar
að Seljabót 10.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Lagabreytingar
Stjórn Björgunarsveitarinnar Þorbjörns
Stjórn Björgunarbátasjóðs Grindavíkur
AÐALFUNDUR
Vegna fjölda verkefna bæði á Suðurnesjum og í
Reykjavík vantar okkur duglega starfsmenn
í eftirfarandi störf.
Málarameistara
Málara
Múrara
Áhugasamir hafi samband á netfangið
aaverktakar@aaverktakar.is
Einnig geta umsækjendur haft
samband í síma 421-6530.
Verndun og viðhald fasteigna
ATVINNA Grindavíkurmærin Berta Dröfn Ómarsdóttir mun næstkomandi laugardag halda
burtfararprófstónleika frá Söng-
skólanum í Reykjavík. Berta, sem
er 28 ára gömul, hefur sungið frá
unga aldri og stundað nám við
Söngskólann í Reykjavík með
hléum frá árinu 2001. Í milli-
tíðinni hefur hún dvalið á Kosta
Ríka sem skiptinemi, einnig um
skeið á Ítalíu, auk þess að vera
stúdent frá FS og ljúka BA-gráðu
í ítölsku frá HÍ. Berta er nú að
ljúka grunnnámi með burtfarar-
prófstónleikum á laugardag sem
fram fara í Langholtskirkju.
„Ég mun t.d. syngja verk eftir Bach
og aríur eftir Mozart í bland við ís-
lensk lög. Þetta verður í raun allur
skalinn úr náminu. Þetta tvinnar
saman nánast allt sem ég hef lært
síðustu ár,“ segir Berta Dröfn. Hún
stundar einnig söngkennaranám
við Söngskóla Reykjavíkur og mun
ljúka því námi á næsta ári. Berta
lætur sig dreyma um að fara í
áframhaldandi nám á Ítalíu ásamt
Bjarna Bragasyni, kærasta sínum.
„Ég er með augun á einum skóla
í Bologna og það er draumurinn
að flytja út til Ítalíu. Það er miklu
meiri ástríða, tilfinningar, flæði og
líf í söngnum á Ítalíu en í Þýska-
landi sem dæmi. Það væri frábært
að fara í framhaldsnám á Ítalíu,“
segir Berta.
Þessi hæfileikaríka söngkona er
uppalin í Grindavík og er dóttir
sr. Jónu Kristínar Þorvaldsdóttur,
fyrrum sóknarprests í Grindavík,
og Ómars Ásgeirssonar, forstjóra
Martaks. Berta var snemma hvött
af foreldrum sínum til að læra
meira í söng enda lá það vel fyrir
henni að syngja. Hæfileikar hennar
á þessu sviði komu snemma í ljós
og sem dæmi þá sigraði hún tví-
vegis í Söngkeppni félagsmiðstöðva
á Suðurnesjum, SamSuð, og tók
einnig virkan þátt í söngleikjum og
söngkeppnum í námi sínu við Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja. Síðastliðið
sumar söng hún á þrennum tón-
leikum á Austurlandi ásamt stór-
söngvurunum Bergþóri Pálssyni
og Garðari Thor Cortes.
„Ég lærði alveg gríðarlega mikið
af því að syngja með Bergþóri og
Garðari. Það eykur manni kjark og
þor að standa á milli svona reynslu-
bolta, heilt tónleikaprógram.
Veturinn hefur verið anna samur.
Tók þátt í Nemendaóperu Söng-
skólans, hélt tvenna einsöngs-jóla-
tónleika, söng við ýmis tækifæri og
er með þrjá söngnemendur. Í dag
er það ekki 100% starf hjá mér að
syngja en ég vona að einn daginn
verði það að veruleika. Auk þess að
syngja þá hef ég alltaf sinnt öðrum
störfum með, þannig að það er
nóg að gera“ segir Berta Dröfn að
lokum. Burtfararprófstónleikar
hennar fara fram kl. 16:00 laugar-
daginn 20. apríl í Langholtskirkju.
Söngkonan og Grindvíkingurinn
Berta Dröfn Ómarsdóttir heldur
burtfararprófstónleika í Lang-
holtskirkju á laugardag
draumurinn
að ljúka söng-
náminu á ítalíu
Undanfarin misseri hafa Grindavíkurbær, Bláa lónið
og HS Orka unnið í sameiningu
að gerð göngu- og hjólreiðastígs
á milli Grindavíkur og Bláa lóns-
ins. Stígurinn er um 5 km langur
og er gerð hans langt komin.
Hann verður vígður formlega í
Jarðvangsviku þann 15. maí nk.
Ákveðið hefur verið að hafa sam-
keppni um nafn á stíginn. Glæsileg
verðlaun eru í boði fyrir höfund
nafnsins eða eins árs fjölskyldukort
í Bláa lónið og gjafabréf á Lava res-
taurant.
Vinsamlegast sendið tillögu að
nafni á stíginn á netfangið stigur-
inn@grindavik.is í síðasta lagi
föstudaginn 3. maí nk. kl. 12:00.
Munið að senda með fullt nafn og
símanúmer.
Miklar vonir eru bundnar við
þennan nýja stíg hvað varðar
ferðaþjónustu og útivist á svæð-
inu. Göngu- og hjólreiðastígurinn
var lagður í tvennu lagi, fyrst frá
Grindavík og í Selskóg við Þor-
bjarnarfell síðasta sumar og er
óhætt að segja að hann hafi slegið
strax í gegn. Nú er seinni áfangi
stígsins, frá Selskógi í Bláa lónið, að
verða tilbúinn en sá hluti liggur í
gegnum úfið og ægifagurt hraunið
og er vel þjappaður með fínu efni
þannig að auðvelt er að hjóla hann
fyrir þá sem vilja.
Nafnasamkeppni um stíginn á
milli Grindavíkur og Bláa lónsins
ATVINNA Í BOÐI
Kalka Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbær - Sími: 421 8010 - Netfang: kalka@kalka.is - Heimasíða: www.kalka.is
Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. óskar eftir starfsmanni í brennslustöð fyrirtækisins.
Unnið er á vöktum og um er að ræða tímabundna ráðningu.
Gerðar eru kröfur um menntun sem nýtist í starfið
s.s. vélstjórnarréttindi og/eða menntun á sviði raf- eða vélvirkjunar.
Starfsmenn í brennslustöð þurfa að hafa frumkvæði og góða samskiptahæfni,
geta unnið skipulega og sjálfstætt og vera vel tölvufærir. Góð enskukunnátta er kostur.
Upplýsingar veita framkvæmdastjóri og rekstrarstjóri brennslustöðvar í síma 421-8010
Umsóknarfrestur er til 22. apríl n.k.
Umsóknir sendist til Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf.
Berghólabraut 7, 230 Reykjanesbæ
Netföng: jon@kalka.is og ingtor@kalka.is