Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 18.04.2013, Blaðsíða 24
fimmtudagurinn 18. apríl 2013 • VÍKURFRÉTTIR24 Instagram VF MUNDU EFTIR AÐ MERKJA MYNDIRNAR ÞÍNAR Á INSTAGRAM SUÐURNESJAMENN DUGLEGIR AÐ MYNDA E f þú lumar á góðum myndum þá er um að gera að merkja þær rétt svo þær komist í pottinn í Instagram leik okkar sem enn er í fullum gangi. Í næstu viku veljum við svo sigurmynd sem hlýtur að launum vegleg verðlaun frá Bláa lóninu, Olsen Olsen og Sambíóunum Keflavík. Eins og alltaf eru Suður- nesjamenn duglegir að mynda og myndirnar eru margar hverjar glæsilegar. Fleiri myndir má sjá á heimasíðu okkar vf.is og á facebooksíðu okkar. Hér að neðan má sjá brot af þeim myndum sem eru nú þegar í pottinum. Er þín mynd þar á meðal? Kókosolía Það mætti kalla kókosolíu undraefni þar sem hún gerir svo margt gott fyrir heilsuna okkar. Kókosolía er mettuð fita úr jurta- ríkinu sem er samsett úr svokölluðum miðl- ungs fitusýruhlekkjum (MCT) sem gera hana einstaka en líkaminn getur nýtt þessar fitur beint sem orkugjafa og eru auðmeltanlegar miðað við aðrar olíur. Kókosolía inniheldur lauric sýru og caprylic sýru sem eru mjög virk efni sem talin eru hafa ó n æ m i s s t y r k j a n d i áhrif og sýkladrepandi áhrif, þá sérstaklega gegn ýmsum sveppa- sýkingum (s.s. Candida albicans). Hún inn- heldur líka E-vítamín og góð andoxunar- efni. Kókosolían er talin hafa jákvæð áhrif á blóðfitu og hjarta- og æðakerfi þrátt fyrir að vera mettuð fita en hún virðist brotna öðruvísi niður í líkamanum en mettuð fita úr dýraríkinu. Einnig gagnast kókosolían fyrir húðkvilla eins og exem, þurra húð og flösu í hársverði. Kókosolían er tilvalin til matar- gerðar t.d. til að steikja upp úr þar sem hún er mjög hitaþolin og hefur gott geymsluþol og þránar ekki eins hratt og aðrar jurtaolíur. Sem heilsubót í mat- aræði okkar þá er sniðugt að nota kókosolíuna út í boosta, út í kaffi (kemur á óvart!), sem viðbit ofan á brauðmeti, í eftir- rétti og út í grauta. Útvortis er gott að nota kókosolíu sem líkamskrem eða nuddolíu og bæta þá nokkrum dropum af uppáhalds ilmkjarnaolíunni út í, það er líka hægt að nota hreina kókosolíu sem augn- farðahreinsi. Vissulega er best að kaupa lífræna kaldpressaða kókosolíu og mæli ég með að eiga eina krukku í eldhúsinu og eina inni á baðherbergi fyrir húðina. Heilsukveðja, Ásdís grasalæknir. www.facebook.com/grasalaeknir.is www.pinterest.com/grasalaeknir Ásdís grasalæKnir sKrifar heIlsUhoRnIð BÓKARI Óskum að ráða bókara í hálft starf á skrifstofu okkar í Reykjanesbæ. Vinsamlega sendið umsóknir á netfang vidskiptastofan@simnet.is VIÐSKIPTASTOFAN EHF. Viðskiptastofan ehf hefur rekið bókhalds- og ráðgjafastofu frá 1978. Ritari pistilsins er fullur sam-viskubits yfir því að hafa í bjartsýniskasti talið vorið vera komið. Að vísu er fallegt út um g l u g g a n n a ð líta svo fremi að hann sé hreinn, en útsprungnar páskaliljur og túlípanar í vexti hafa sannarlega fengið á bauk- inn í þeim vetrarhretum sem við höfum fengið að upplifa með stuttu millibili. Þar sem jörð er auð þá er lítið sem ver þessar elskur fyrir næðingnum. Hins vegar er aðdáunarvert að fylgjast með endurreisninni þegar líf færist í fallnar plönturnar og þær rétta úr sér hægt og bítandi um leið og veður hlýnar. Ég hef oft velt fyrir mér hvort við séum ekki einfald- lega að planta haustlaukunum of snemma á haustin, því þeirra bíða gjarnan vorhret líkt og við upplifum þessa dagana. Blöðin þorna vegna næðingsins og stilkarnir drjúpa höfði. Á seinni árum hef ég dregið það fram í desember og allt fram í janúar að stinga niður laukum. Afleiðingin er að sjálfsögðu síðari blómgun en jafnframt fallegri, með breiðum allt fram í júlímánuð. Ég finn líka til með kirsuberjatrénu úti í garði sem er alsett bleikum, frosnum, blómum og mun vart bera ávöxt í ár. Þetta staðfestir hve mikilvægt skjólið er. Ég nýt þeirra forréttinda að hafa byggt mér gróðurhús strax og ég fluttist til Reykjanesbæjar á sínum tíma. Þar inni er sumar þar sem rósir eru þegar í blóma og aðrar plöntur sem sáð hefur verið fyrir í fullum vexti. Að sjá líf kvikna af fræi og verða að gróskumikilli plöntu veitir ómælda ánægju, hvort sem er sumarblóm, kryddjurt eða skógarplanta. Það fylgir því spenningur að fylgjast með fyrstu kímblöðunum koma upp eftir að forræktað hefur verið í bökkum. Á þessum tímapunkti eru plöntuvísarnir nokkurs konar massi án séreinkenna, óendanlega viðkvæmir og þarfnast umönn- unar. Þegar plönturnar eru síðan færðar yfir í potta eða beð koma fram eiginleikar einstaklingsins, sumar plöntur verða alltaf veiklu- legar, aðrar spjara sig vel, svo er einnig um mannfólkið. Að rækta má líkja við tilraunastarfsemi. Þegar vel tekst til veitir það ómælda gleði, þegar miður tekst hvetur það til að gera betur næst. Maður öðlast reynslu með því að lesa sér til og deila með sér reynslu annarra. Þess vegna stofna menn félagsskap, líkt og við höfum gert hér á Suður- nesjum. Við höfum fengið til okkar fólk með mikla reynslu til að miðla okkur, enda hafa fræðslufundirnir verið afar vel sóttir. Síðastliðið sumar var á Íslandi í fyrsta sinn haldin norræn rósahelgi, enda hafa íslenskir garðeigendur hingað til ekki verið að flíka mikið reynslu sinni í ræktun rósa. Sú upplifun sem þátttakendur fengu var hins vegar stórkostleg því margir góðir ræktendur hafa mun lengur en ætlað var skapað garða sem unun er að ganga um. Systkin okkar af Norðurlöndum voru uppnumin af reynslu sinni eftir þessa helgi og rituðu langa pistla í garðyrkjurit sín er heim var komið. Einn þessara ræktenda er Kristleifur Guðbjörns- son fyrrverandi lögreglumaður og margfaldur Íslandsmethafi í frjálsum íþróttum. Hann var einn af fyrstu íbúum Holtahverfis í Mos- fellsdal og hefur ræktað af eljusemi ásamt konu sinni garð sem engu er líkur. Hundruð rósa, dalía og lilja prýða garð þeirra hjóna og hann veit deili á öllum plöntum og sögu þeirra. Ritari skoðaði þennan garð sl. sumar og varð fyrir hugljómun. Nú ætlar Kristleifur að koma til okkar þann 24. apríl og deila með okkur reynslu sinni. Hann á mikið safn mynda úr garðinum sínum, sem hann ætlar að sýna okkur. Það er því sérsök ánægja að fá hann til okkar þetta kvöld og fagna síðan sumri daginn eftir. Fundurinn verður haldinn í Hús- inu okkar (gamla K-húsið) kl. 20. Léttar veitingar í fundarhléi. Aðgangseyrir 500 kr. fyrir félags- menn, 1000 kr. fyrir aðra. Verið hjartanlega velkomin. Konráð Lúðvíksson, for- maður Suðurnesjadeildar Garðyrkjufélags Íslands n Ólafur Grétar oG ValGerður Snæland Skrifa: Blómagarður áhugamannsins PÓsTKAssInn

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.